Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 32
32
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986.
Merming
Utangarðs
Frú Emilia sýnir i Kjallaraleikhúsi Hlað-
varpans:
MERCEDES
Höfundur: Thomas Brasch.
Þýöing: Hafliöi Amgrimsson.
Lýsing: Ágúsl Pétursson.
Búningar: Anna Jóna Jónsdóttir.
Leikstjórn: Guöjón Pedersen.
Leikendur: Ellert A. Ingimundarson,
Bryndís Petra Bragadóttir, Þröstur Guö-
bjartsson.
Frú Emilía er nýtt leikhús hér í
Reykjavík, sem frumsýndi sitt fyrsta
verk sl. laugardagskvöld í Hlaðvarp-
anum við Vesturgötu. Stofoendur
þess eru ungir leikarar og leikhús-
fólk, og störíúðu nokkur þeirra áður
saman með leikhópnum Svörtu og
sykurlausu. Einn nánasti aðstand-
andi Frú Emilíu, og aðaldriffjöðrin
á bak við tilurð leikhússins, Guðjón
Pedersen, leikstýrir hér nýlegu
þýsku verki, MERCEDES, eftir
Úiomas Brasch, í þýðingu Haíliða
Amgrímssonar.
Þetta er kaldhamrað verk, skrifað
frekar af kunnáttu en andagift.
Sundurlausar hugleiðingar um tím-
ann, reglumar, vígbúnað, atvinnu-
leysi og ímynd alls hins eftirsóknar-
verða í tilverunni, í líki
Mercedes-Benz bifreiðar, setja svip
sinn á verkið, en höfundur forðast
að veita nokkur svör. Persónumar
em ekki negldar nákvæmlega niður
í tíma eða rúmi, leikurinn gæti gerst
hvar og hvenær sem er á okkar tím-
um. Á sama hátt forðast höfundur
að gefa persónum sínum svipmót
einstaklingsins, þetta er utangarðs-
fólk, en án allra séreinkenna.
Fjarlægð
Form verlcsins hjálpar líka til við
að viðhalda íjarlægð frá vemleikan-
um, atriðin em stutt og klippt í
sundur af málmkenndri rödd, sem
þylur millifyrirsagnir „skýrslunnar".
Því er ekki að leyna að mér fannst
þetta verk hafa lítið nýtt fram að
Sálumessa Mozarts
- vígsla tónleikahússins Hallgrímskirkju
Tónleiltar Mótettukórs Hallgrímskirkju 23. nóvember.
Verkefni: Wolfgang Amadeus Mozart Requiem í d-
moll KV626.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Einsöngvaran Sigriöur Gröndal, Sigriöur Ella Magnús-
dóttir, Garöar Cortes, Kristinn Sigmundsson.
Loks rann upp sá dagur að fyrstu tónleikar yröu haldnir
i nývigðrí Hallgrimskirkju. Um nokkurra ára bil hafa
hinir og þessir rætt um Hallgrimskirkju sem fyrirtaks
tónleikahús, án þess aó hafa i raun og veru eitt eöa
neitt fyrir sér i þeim efnum annaö en stæró hennar. í
þeim sökum var rennt blint i sjóinn. Svo kemur hins
vegar í Ijós, til allrar guös lukku, aö kirkjan reynist hin
ágætasta til tónleikahalds, þ.e.a.s. sé hún fullsetin. Aö
vísu er þaó kannski fulldjarft aö kveöa upp slíkan dóm
hafandi aöeins setiö á einum staö í kirkjunni, og þaö
allra fremst og aðeins á einum tónleikum. En af reynslu
og viðmiöun við önnur hús svipaörar náttúru tel ég
mig samt geta sagt svo um heyrð kirkjunnar.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Frá flutningi Sálumessunnar í Hallgrímskirkju.
(Ljósm. GVA)
Steinhjartað eitt nær ekki að vikna
Vart held ég að velja hefði mátt betur viðeig-
andi tónverk til flutnings á fyrstu tónleikum í
Hallgrímskirkju en Sálumessu Mozarts. í
smekklegri efriisskrá er sagan um tilurð verks-
ins, auk ýmislegs annars, rakin og smekkvísin
nær allt til þess að prenta meistaraþýðingu
Matthíasar með latneska textanum, en sú þýð-
ing ber ægishjálm yfir aðrar sem til eru.
Þáttur kórsins í flutningi Sálumessunnar var
frábær. Eins og hann fór með Lacrimosa fara
aðeins bestu kórar og steinhjartað eitt nær
ekki að vikna við að heyra slíkan söng. Ég
held þó að hans makalausi söngur hefði notið
sín enn betur hefði hann staðið ofar og innar
í kómum. Með því hefði fengist enn meiri dýpt
og söngur hans náð enn betur að fylla þetta
mikla og volduga tónhús.
Einsöngvaramir stóðu sig allir með prýði.
Sigríður Gröndal vann sjónvarpskeppnina um
árið ekki síst vegna meðferðar sinnar á Mozart-
aríunni, sem hún valdi, og ekki hefur henni
farið aftur síðan þá, þvert á móti. Sigríður Ella
er ævinlega jafnvandvirk og ömgg í túlkun
sinni. Sömu sögu er að segja um Kristin og
reyndar Garðar líka, þótt honum yrði smávegis
fótaskortur í Tuba mirum.
Að sá sem verkinu stýrir kunni vel að
vinna
Hljómsveitin lék mjög vel. Átakalaust fyllti
hún húsið þeim volduga hljómi sem liggur í
innra eðli verksins fremur en að hann eigi að
myndast fyrir hávaða sakir. Oddur Bjömsson
lék fallega tvísönginn á móti bassanum, á bás-
únuna, lúðurhljóminn sem kallar menn fyrir
hinn æðsta dóm. Stundum heyrir maður ofgert
' í þessum fallega söng sem Mozart lagði í hend-
ur altobásúnunni en sem nú hefur orðið að
víkja fyrir mun kraftmeiri tenórbásúnunni, en
ekki hér.
Um stjómandann, sem verkinu stýrði, þarf
að framansögðu ekki að fjölyrða. Árangur af
þessu tagi næst ekki nema sá sem verkinu stýr-
ir kunni vel að vinna. Er honum og þátttakend-
um öllum óskað af heilhug til hamingju með
glæsilega vígslutónleika tónleikahússins Hall-
grímskirkju.
EM
Ný andlit Toscu
Óperan Tosca eflir Giacomo Puccini í uppfærslu Þjóö-
leikhússins.
Hljómsveitarstjóri: Guömundur Emilsson.
Nýir söngvarar i aöalhlutverkum: Tosca: Elín Ósk Ós-
skarsdóttir; Scarpia: Robert W. Becker.
Eflir nokkurt hlé hélt Þjóðleikhúsiö sýningum sinum á
Toscu áfram. Tóku nýir söngvarar viö aöalhlutverkum
og nýr hljómsveitarstjóri veifaði sprotanum. Að öðru
leyti er sýningin hin sama, eöa á aö minnsta kosti að
vea það. Sviðsbúnaöi, lýsingu og öllu þvíumlíku er aö
sjálfsögöu ekki breytL Þar situr allt viö sama. Leik-
stjómarlegir ágallar einsog æöibunugangurinn á fólk-
inu í kirkjunni i fyrsta þætti fara enn meir í taugamar
á manni en við fyrstu kynni og einmitt þetta atriði, leik-
stjómin, vekur upp hjá manni stóra spumingu við aö
sjá og heyra nýja söngvara í aðalhlutverkum. Hvemig
í ósköpunum var leikrænni tilsögn söngvaranna eigin-
lega háttaó? i hverju fólst hún eiginlega? Vart trúi ég
að þaö sé meö vilja gert að leiöbeina óreyndum sviös-
söngvurum inn á leiktilburði þöglu kvikmyndanna.
Alverst bitnaöi þetta á spennuþrungnum samskiptum
Scarpia og Toscu i öörum þætti.
Húsdraugurinn ríður röftum
Sýningin er í ofanálag farin að bera merki
vanans og þau birtast meðal annars í því að
þegar Þjóðleikhússkórinn heldur að hann sé
farinn að kunna sitt hlutverk til hlítar þá slapj>
ar hann af og heldur meira þó. Hann bókstaf-
lega fer að slugsa og hættir að leggja sig fram,
en fer í söng sínum og sviðsframkomu að þoka
sér niður á stig gagnfræðaskólasýningar. Þama
vantar illilega að einhver ábyrgur maður með
písk í hendi beini villuráfandi sauðum inn á
rétta braut. Þó skal tekið fram að þetta á ekki
við um kórinn allan, en þeir meðlimir hans sem
reyndu að leggja sig fram mændu stíft (jafrivel
einum oí) á sprota hljómsveitarstjórans, að
segja þegar þeir voru ekki samkvæmt fyrirmæl-
um leikstjórans í einhverjum skvettugangi og
bjánalegum hringdönsum. Gamli húsdraugur-
inn ríður sem sé röftum sem fyrr
Hinar eiginlegu stjörnur
Af nýju söngvurunum er það að segja að þau
standa sig vonum framar þegar litið er fram
hjá leikrænu ágöllunum. Dramatískan sópran
á borð við Elínu Ósk hefúr okkur bæði dreymt
um og vantað um nokkurt skeið. Það er hrein
unun að heyra hvemig hún nýtir sér sitt stóra
raddsvið og sú er ekki í vandræðum með að
keyra í dýptinni. Það er sannarlega tilhlökkun-
are&ii að hún ljúki námi og verði tilbúin í stóra
slaginn. Robert W. Becker er sýnu betri Scarp-
ia en sá flauelsbarýtón sem á undan honum
var. Þó vantaði nokkuð upp á að grimmd hans
væri sannfærandi. Grettur og hörkulegar viprur
út í annað munnvik nægja ekki til þess að túlka
grimmd. Röddin þarf að fylgja tilburðunum eft-
ir og helst betur en það. Að vísu var vitað að
Robert Becker gekk ekki heill til skógar þetta
kvöldið, en söng samt. Vona ég að hann geri
betur þegar hann kemst til heilsu. Kristján er
eins og á fyrri sýningum, breytist ekkert þótt
nýir mótsöngvarar komi til. Ánægjulegt var að
rifja upp kynnin við bassana tvo, Viðar Gunn-
arsson og Guðjón Grétar Óskarsson. Þeir eru
hinar eiginlegu stjömur sýningarinnar.
Stjóm Guðmundar Emilssonar var ömgg og
fumlaus. Hann gaf innkomur á erfiðum stöðum
af nákvæmni og hélt sýningunni vel saman.
Hann tekur við mótaðri sýningu og við þær
aðstæður fara menn ekki að bæta um eða breyta
eftir eigin sannfæringu heldur sjá um að láta
sýninguna ganga einsog áætlað er.
EM
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Elin Ósk Óskarsdóttir og Robert Becker í hlut-
verkum Toscu og Scarpia.
Leyndarmál og ást
Biriúr + Anna sönn ást
Höfundur: Vigdis Hjorth
Þýöendur Ingibjörg Halstað og Þuriöur
Jóhannsdóttir.
lltgefandi: Mál og menning 1986.
Vigdís Hjorth er norskur höfundur
og á baki þessarar bókar segir að í
heimalandi sínu gangi hún næst
Astrid Lindgren að vinsældum. Fyrir
bókina fékk hún verðlaun gagnrýn-
enda í Noregi 1984.
Anna 10 ára er aðalpersóna
bókarinnar
„Anna var oft í skítugum fötum
og götóttum. Hún fór nefnilega í slag
við strákana og vann alla í sjó-
manni, meira að segja Ríkharð í
fimmta bekk.“ (bls. 5) Beta er besta
vinkona Önnu þrátt fyrir það að þær
séu miklar andstæður. Beta er prúð
og pen, dugleg að læra óg hlýðin.
Ekkert af þessu verður sagt um
Önnu en hún er skemmtileg stelpa,
til f allt og óhrædd að fara sínar eig-
in leiðir.
Vorleikir
Sagan gerist á nokkrum vordögum
og segir frá leikjum krakkanna í
górða bekk úti og inni. Þeir eru
starfsamir og lífsglaðir og sumir ást-
fangnir upp fyrir haus. Það er gaman
að lifa þegar vor er í lofti og sér fyr-
ir endann á skólanum. Þá má líka
taka út hjólin, fara í hjólakeppni og
njósna um dularfúll fyrirbæri. Sjón-
arhomið er bundið við Önnu og
kynnist lesandi best viðhorfúm
hennar, vonbrigðum og löngunum.
Hún er íhugul og djörf en lætur lær-
dóminn víkja fyrir öðrum viðfangs-
efiium. Hún er líka mikill fjörkálfúr.
Fyrirmynd hennar er „Bófa-Helga“,
leyndardómsfull persóna sem er
horfin af sjónarsviðinu með dular-
fullum hætti eftir að hafa fómað
ástinni mannorði sínu. Það er dulúð-
ugur blær yfir veröldinni í augum
Önnu en um leið rómantískur. Það
sem er mest spennandi er leyndar-
mál og ást. Þá er gaman að hinn
leyndardómsfulli bófagarður er á
næstu grösum og gagnlegt að eiga
sér leyndarmálabók.
Bamabækur
Hildur Hermóðsdóttir
Sjötemm
Anna er yfir sig ástfangin af Birki,
nýjum strák í 10 ára bekk, og tilbúin
að leggja ýmislegt í sölumar fyrir
hann. „Sjötemm = ég elska þig“
skrifar Anna í leyndarmálabókiná
sína. „Svo fletti hún upp á nýrri
blaðsíðu. Hún teiknaði Birki, teikn-
aði augun og freknumar og stutta
hárið. Hún teiknaði að þau væm að
kyssast." (bls. 99). En þar sem ástin
blómstrar skýtur afbrýðisemin
gjaman rótum. Ellen með brúnu
augun og síða hárið elskar Birki
nefnilega líka ofurheitt. Þær berjast
innbyrðis hatrammri baráttu og nota
oft óvönduð meðöl. Það er samt hin
sanna ást og réttlætið sem sigra að
lokum eftir töluverð átök. Allt þetta
gerir söguna spennandi og raim-
vemlega. En uppbygging sögunnar
er þannig að saga Önnu á sér dálítið
grátbroslega hliðstæðu í sögu hinnar
dramatísku ævintýrapersónu Bófa-
Helgu sem lagði allt í sölumar fyrir
ástina.
Það er sjaldgæft að höfúndar fjalli
um alvarlegar vangaveltur svo
ungra bama um ástina. Þetta gerir
Vigdís Hjorth á mjög skemmtilegan
hátt með sakleysið og gáskann í fyr-
irrúmi. Einlægni og leikur einkenna
viðskipti krakkanna og einnig stíl
höfúndarins. Þessu sýnist mér þýð-
endumir koma prýðilega til skila á
góðri íslensku þó að ég hefði reynd-
ar slenpt orðum eins og „pæla“ og
„fatta“ úr jafn ágætum texta. Þau
orð finnst mér eiginlega bara brúk-
leg í talmáli en í skrifuðum bók-
menntatexta megi gjaman benda á
aðrar leiðir. Ekki síst þar sem þessi
orð em ekki tekin úr munni krakk-
anna. En bókin í heild fellur áreið-
anlega mjög vel að hugarheimi og
lestrarkunnáttu 9-11 ára bama.
HH.