Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Síða 40
-
iví--"'--
R
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Aucjlýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjalst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986.
Forval ABR:
Skjóta föst-
um skotum
Forval Alþýðubandalagsins í
- Rcykjavík fer fram um næstu helgi.
Frambjóðendur í forvalinu og stuðn-
ingsmenn þeirra senda frá sér bréf og
bæklinga með útlistun á ágæti sinna
manna og nota um leið tækifærið til
að skjóta á aðra. Stuðningsmenn
Guðna Jóhannessonar, formanns AB
í Reykjavík, hafa sent frá sér fjórblöð-
ung til kynningar á Guðna. Þar segir
að eitt af því sem Guðni vilji beita sér
fyrir sé „Endurreisn verkalýðshreyf-
ingarinnar, afiiám vinnuþrælkunar í
landinu, harðari launabaráttu, burt
með láglaunastefnuna, sem bitnar
fyrst og fremst á konum. . . “
Það fer ekki milli mála á hvem er
verið að skjóta með þessum setningum
enda eru stuðningsmenn Guðna hörð-
Jfctu andstæðingar Ásmundar Stefáns-
sonar og verkalýðsarmsins sem styður
hann.
Þá hefur bréf Reykjavíkurdeildar
Æskulýðsfylkingarinnar vakið mikla
athygli þar sem foiysta flokksins er
sökuð um ófrægingarherferð á hendur
Guðrúnu Helgadóttur, sem sé þeim til
háborinnar skammar, eins og komist
er að orði í bréfinu. Talað er um að
hnekkja aðfórinni og tryggja Guðrúnu
1. eða 2. sætið. Stuðningsmenn Guðna
Jóhannessonar biðja menn að kjósa
hann í 3ja sætið.
-S.dór
Búseti byrjar á
níu hæða blokk
Fyrsta skóflustunga að níu hæða
fjölbýlishúsi Búseta við Frostafold í
Grafarvogi verður tekin klukkan 14.30
1 dag. Þar byggir Hagvirki hf. 46 íbúð-
ir sem Valdimar Harðarson arkitekt
hefur teiknað. Félagar í Búseta ætla
að flytja inn eftir tæpt ár.
„Við fengum lán fyrir 15 íbúðum í
fyrra. Síðan eigum við von á láni fyrir
að minnsta kosti 15 íbúðum í viðbót.
f ^J^já er ekki svo mikið eftir,“ sagði Jón
—"'hunar Sveinsson, stjómarmaður í
Búseta, í morgun.
Lánin eru fyrir 85% af byggingar-
kostnaði en til 30 ára. 1 almenna
kerfinu em lán veitt til 40 ára.
-KMU
jyx
Ert þú á leið í
/MIKLAG4RD
LOKI
Það verður sem sagt líka
sláturtíð eftir kosningar!
Samningamálm:
Ekki komnir út
úr byrjuninni
- beðið eftir svari rikisstjómarinnar og niðurstóðum bónusnefndar
„Ég get svo sem lítið sagt eins og
málin standa nú, annað en að við
sendum þetta bréf til ríkisstjómar-
innar í gær, þar sem spurst er fyrir
um eitt og annað er snertir samning-
ana. Við væntum svars mjög fljót-
lega enda erum við í tímaþröng eins
og öllum má vera ljóst,“ sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSl, í samtali við DV í morgun.
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, sagði að svo virtist sem at-
vinnurekendur væru jákvæðir
gagnvart þeim kröfúm ASÍ að af-
leggja lægstu kauptaxta, en það ætti
eftir að koma í ljós hvort hugur fylg-
ir máli.
„Ég er ekki viss um að það takist
að semja á þessari einu viku, en það
ætti að koma í ljós á þeim tíma hvort
hægt er að ná samningum og auðvit-
að skiptir það öllu máli. Orvinnslan
sjálf tekur eflaust lengri tíma,“ sagði
Guðmundur. Hann sagði að menn
biðu eftir svari ríkisstjómarinnar
við bréfinu frá í gær en það væri
ekki síður beðið eftir niðurstöðum
bónusnefndarinnar, en niðurstöður
viðræðna manna þar væm mjög
mikilvægar fyrir samninga um að
bæta kjör hinna lægst launuðu sem
að væri stefht.
Samningaviðræðurnar halda svo
áfram í dag á öllum vigstöðvum.
-S.dór
Svavar Gestsson:
Rekfýrst
Jóhannes,
Tómas og Geir
Svavar Gestsson skoðar sig í spegii i förðunarherberginu á Stöð tvö áður en útsending návígis hans og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar hófst í gærkvöldi. DV-mynd KAE
Veðrið á morgun:
Elá
annesjum
fýrir
norðan
Austan- og víða norðaustanátt.
Skýjað og víða rigning eða slydda á
Suðaustur- og Suðurlandi. É1 verða
á armesjum fyrir norðan. Hiti á bil-
inu 0 til 5 stig.
„Það yrði fyrsta verkefhið að skipta
um yfirmenn í Seðlabanka og Þjóð-
hagsstofnun. Þar em þeir Jóhannés
Nordal, Tómas Ámason og Geir Hall-
grímsson pólitískt valdir embættis-
menn í bankanum. Hins vegar er
sjálfskipt í Þjóðhagsstofnun," segir
Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, um það hvemig hann
vill endumýja embættismannakerfið
komist hann til valda í ríkisstjóm.
„Þetta em lykilstöður í peninga- og
efnahagsmálum og þar verða að vera
menn sem em samstíga sitjandi ríkis-
stjóm við framkvæmd stefhumála. Að
öðm leyti vil ég að settar verði reglur
um endumýjun í mörgum öðrum
æðstu embættum hins opinbera. Ég
get nefht yfirmenn ráðuneytanna og
ýmissa stofhana eins og Orkustofnun-
ar, Landsvirkjunar, Húsnæðisstofh-
unar, Tryggingastofhunar og
Ríkisspítalanna.
I allt er um að ræða fjölmargar mik-
ilvægar stöður þar sem ég tel að
regluleg endumýjun verði að eiga sér
stað til þess að viðkomandi stofnanir
verði starfhæfar. Hefur ekki Stein-
grímur verið að kvarta undan því að
embættismenn framfylgdu ekki á-
kvörðunum ríkisstjómarinnar?" segir
Svavar.
Þeir Jón Baldvin Hannibalsson
hnakkrifust á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón
Baldvin hefur þó áður lýst því yfir að
hann vilji Jóhannes Nordal burt úr
Seðlabankanum. Það er því greinilega
heitt undir stól formanns bankastjóm-
ar þess banka hvort sem Svavar og
Jón Baldvin fara saman í ríkisstjóm
eða einungis annar þeirra kemst í ráð-
herrastól.
HERB
Þungt haldinn
Israelsmaður liggur nú þungt hald-
inn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum
eftir umferðarslys er hann og tveir
félagar hans lentu í sl. mánudag. ísra-
elsmaðurinn var ásamt Kenýabúa og
íslendingi í bíl á leið um Hamarsveg-
inn. Islendingurinn keyrði og missti
hann vald á bifreiðinni þannig að hún
fór út af veginum og lenti á stórum
steini.
Útlendingamir unnu í fiskvinnslu í
Eyjum. -FRI
5