Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Útlönd dv „Leiðtogafundurinn í Reykjavík sýnir að Gorbatsjov hefur ekki enn náð undirtökunum heima fyrir“ - segir mssneski flóttamaðurinn Mikael Voslenski í samtali við Hannes Hólmstein Gissurarson Annað verður ekki sagt en rúss- neski sagnfræðingurinn Mikael Voslenski gjörþekki innviði valda- kerfisins í Ráðstjómarríkjunum. Áður en hann flúði til Vesturlanda starfaði hann í mörg ár í þeirri deild Vísindafélags Ráðstjómarríkjanna sem sá um alþjóðleg samskipti. Um tíma var hann meira að segja einn af ræðuskrifurum Krúséfs. Vos- lenski býr núna í Vestur-Þýskalandi og kom bók hans um valdakerfið og valdastéttina í Ráðstjómarríkjun- um, „Nomenklatúra", fyrst út árið 1980. Það er ekki ónýtt fyrir okkur ís- lendinga að fá slíkan mann til að skyggnast með okkur að tjaldabaki í þeim mikla leik sem settur var á svið á íslandi nýlega er leiðtogar risaveldanna hittust í Höfða. - Vos- lenski átti að tala hér á fundi laugardaginn 29. nóvember en þar sem flug frá New York var þá fellt niður fyrirvaralaust gat ekki af því orðið. Hann hafði þó viðdvöl hér í einn dag á leið sinni til Þýskalands og gafst okkur Bimi Bjamasyni, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, og dr. Amóri Hannibalssyni heim- spekidósent kostur á að ræða við Voslenski yfir kaffibolfa. Em hér á eftir birtar glefsur úr samtali okkar við hann. Reykjavíkurfundurinn veitti vísbendingu í upphafi samtalsins varpaði Vos- lenski því fram hvort leiðtogafund- urinn á Islandi hefði skipt einhverju máli. Hann svaraði sér sjálfum ját- andi. Fundurinn veitti vísbendingu um þróunina á alþjóðavettvangi og afmenna stefhumörkun Kremlveija. En þá væri spumingin hvað Kreml- Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í heimspeki, skrifar: verjar hefðu ætlað sér með því að setjast að samningaborði í Höfða hér í Reykjavík. Til þess að svara þeirri spumingu riflaði Voslenski fyrst upp atburða- rásina sem leiddi til þessa fundar: - Reagan Bandaríkjaforseti hefði síð- astliðið sumar skrifað Gorbatsjov langt bréf og reifað þar áhyggjur sínar vegna vigbúnaðarkapphlaups- ins. Það hefði hins vegar alltaf komið skýrt ffarn í máli Reagans að hann teldi geimvamaáætlun sína ekki snerta þetta mál þar sem hún væri áætlun um hreinar vamir gegn eldflaugaárásum en ekki um raun- verulegan vígbúnað. Aðalatriðið væri auðvitað að reyna að takmarka ffamleiðslu gjöreyðingartækja sem lifandi fólki stæði hætta af. Danilof-málið: K.G.B. gegn Gorbatsjov? Upp úr þessu hefði sprottið hug- mynd um að Reagan og Gorbatsjov hittust í Washington í desember en embættismenn skyldu nota tímann fram að því til að undirbúa sam- komulag á milli þeirra. En þá hafði komið babb í bátinn. Eins og öllum væri í fersku minni, hefði verið ljóstrað upp um njósnir Sakharofe í Bandaríkjunum og Danilof að bragði verið handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir í Ráðstjóm- arríkjunum. - „Állir vita að Sak- harof var raunvemlega njósnari en Danilof ekki,“ sagði Voslenski. Þetta mál ætti sínar skýringar. Leyniþjónusta Kremlverja, K.G.B., Mikael Voslenski, höfundur bókarinnar um „Valdastéttina" í Ráðstjórnarríkjunum, gjörþekkir kerfisbáknió í föðuriandi sínu. Hér ræðir hann við greinarhöfund, Hannes Gissurarson, og Björn Bjarnason þegar Vos- lenski hafði viðkomu hér i Reykjavík á leið frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann hefur búið síðan hann hraktist frá heimalandi sínu. DV-mynd Kjartan Magnússon. hefði mikinn áhuga á að afla sér upplýsinga um tækninýjungar og leyndarmál V esturlandaþj óðanna en hún hikaði hins vegar við að beita sendiráðsmönnum of víða þar sem það vekti ávallt mikla athygli þegar þeim væri vísað úr landi og torveld- aði líka samskipti Kremlveija við önnur lönd. En þegar venjulegir ráðstjómar- þegnar væm gripnir eftir að þeir hefðu unnið í þágu K.G.B. erlendis óttaðist leyniþjónustan að þeir kynnu að versla við vesturveldin, fá gegn persónulegum hagsmunum Gorbatsjovs með handtöku Danilofs. Gorbatsjov og Dobrynin, sem hefði einstæða reynslu af Bandaríkjunum sem sendiherra þar, hefðu líklega aldrei leyft það þar sem það hefði óhjákvæmilega spillt fyrir hugsan- legum samningaviðræðum, en þeir hefðu báðir verið í sumarleyfúm við Svartahaf þegar þetta hefði verið gert. Líklegast hefði það verið ígor Li- gatsjov sem borið hefði ábyrgð á þessu ásamt yfirmann K.G.B.. „Li- Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov, leiðtogi Ráðstjórnarríkjanna, staddir á tröppunum í Höfða vegna leiðtogafundarins í Reykjavik sem upp úr slitnaði. mildaða refsingu gegn því að selja leyndarmál. Þess vegna hefði K.G.B. greinilega ákveðið að nota Sak- harof-málið sem fordæmi. Leyni- þjónustan hefði bmgðist eins harkalega við og henni var mögulegt og handtekið Danilof sem hefði hvort eð var verið á förum frá Ráð- stjómarríkjunum. Með því hefði hún verið að sýna að hún væri alltaf til- búin til að láta hart mæta hörðu til þess að fá flugumenn sína lausa. K.G.B. og Ligatsjov gegn hagsmunum Gorbatsjovs Að sögn Voslenski hefði leyniþjón- ustan hins vegar tvímælalaust unnið gatsjov er maður sem ég held að við ættum að staðnæmast við,“ komst Voslenski að orði. Ligatsjov gengi næstur Gorbatsjov að völdum í stjómmálanefhd rússneska komm- únistaflokksins og hefði það raunar fram yfir Gorbatsjov að hann stjóm- aði flokksvélinni svo að venjulegir flokksmenn ættu frama sinn undir Ligatsjov. - Á Vesturlöndum væri Gorbatsjov talinn langvoldugastur Kremlveija. En það væri vegna þess að meira bæri á honum en öðrum þar sem hann hefði þokað Grómýkó til hliðar og sjálfúr tekið utanríkis- málin í sínar hendur. Sévamadsé utanríkisráðherra væfi hins vegar fyrrverandi lögreglumaður frá Grús- íu og hefði enga sérstaka reynslu af þessum málum. Sest að samningaborði í Reykjavík Ligatsjov hefði greinilega unnið gegn Gorbatsjov aðalritara í Dani- lof-málinu. Samt hefði tekist að lokum að leysa það, síðan verið ákveðið að bjóða Reagan fúnd í ein- hverri höfuðborg Evrópuríkis og Reagan valið Reykjavik. En hvað hefði vakað fyrir Kremlverjum með tilboðinu um undirbúningsfund fyrir fundinn í Washington; var aðeins verið að brjóta ísinn, veita sjónvarpi og blöðum tækifæri til að birta myndir af brosandi leiðtogum? spurði Voslenski. Kremlverjar stefndu að raun- verulegum árangri I Reykja- vík Nei, sagði Voslenski. Svo virtist sem Kremlverjar hefðu upphaflega tekið þennan fund mjög alvarlega. Stjómmálanefhdin hefði setið á löngum og ströngum fundum til und- irbúnings honum og haft hefði verið samband við ráðamenn í öðrum kommúnistaríkjum um tillögur og hugmyndir. Fundurinn á íslandi hefði greinilega átt að verða alvöru- fúndur. Kremlverjar hefðu verið ákaflega samvinnuþýðir í byrjun Reykjavík- urfundarins. Ekki hefði í rauninni verið nema einn ásteytingarsteinn, og það hefði verið hvemig eftirliti með framkvæmd hugsanlegs sam- komulags um afvopnun skyldi háttað. Þar hefðu Kremlveijar verið tregir til að gera nokkrar raunhæfar tillögur. Óvænt kúvending I miðjum klíðum En síðan hefði Gorbatsjov skyndi- lega tilkynnt Reagan á síðustu fúndum þeirra að tillögur Kreml- veija kæmu allar í einum böggli. Reagan yrði annaðhvort að taka þeim öllum eða hafna. Gorbatsjov hefði þvemeitað að ræða ýmsar hug- myndir Bandaríkjastjómar og hamrað á því að Kremlverjar gætu ekki sætt sig við geimvamaáætlun Bandaríkjamanna. Þessi skyndilega stefhubreyting hefði komið fúlltrú- um Bandaríkjanna á óvart og slitnað hefði upp úr viðræðunum, eins og öllum væri kunnugt. Gorbatsjov bannað að semja Voslenski sagðist ekki halda að Kremlverjar hefðu slitið samninga- viðræðunum vegna geimvamaáætl- unar Bandaríkjastjómar. Að vísu væri rétt að þeir óttuðust þessa áætl- un þar sem Bandaríkjamenn stæðu Kremlverjum svo miklu framar á mörgum sviðum tækni og vísinda. En það væri ekki á nægilega margra manna vitorði að Kremlveijar hefðu sjálfir í tuttugu ár sinnt geimvama- rannsóknum af svipuðu tagi og Bandaríkjamenn. „Ég þekkti per- sónulega þann mann sem veitti þeim rannsóknum forstöðu, Sjúkín, félaga í Vísindafélaginu, og formann hem- aðar- og iðnaðamefndarinnar," sagði Voslenski. í sambandi við umræður um geimvamir yrði sérs- taklega að vara við villandi upplýs- ingum (villuljósum) sem ugglaust væm frá Kremlverjum komnar. Sú skýring væri ekki heldur rétt að Kremlveijar vildu ekki afvopnun. Þeir gætu ekki annað en grætt á henni þar sem þeir þyrftu sjálfir ekki að afvopnast frekar en þeim sýndist en vesturveldin yrðu hins vegar að standa við gerða samninga. Menn yrðu að átta sig á þeim mikla mun sem væri á opnu skipulagi Vestur- landa og lokuðu skipulagi kommún- istaríkjanna. Upplýsingar væm alls ekki tiltækar eða aðgengilegar um vígbúnað Kremlverja. - „Hugsið ykkur!" Bandaríkjamenn gátu ekki einu sinni haldið því leyndu að þeir seldu vopn til írans, og allt er nú að verða vitlaust vestra út af því. Á sama tíma selja Kremlverjar vopn hvert á land sem þeim sýnist, jafhvel til hryðjuverkamanna í Austurlönd- um nær, án þess að nokkur æmti eða skræmti," sagði Voslenski. En hvað olli því þá að Kremlveijar slitu samningaviðræðunum svo skyndilega? Hvað olli mótsögnunum í utanríkisstefnu Ráðstjómarríkj- anna? Svarið væri að togstreita hlyti að vera á milli ólíkra hópa í Kreml- arkastala. Þótt Gorbatsjov væri enginn friðarsinni hefði hann tví- mælalaust viljað sýna einhvern árangur í utanríkismálum. Hann hefði því haft hagsmuni af því að samningaviðræðumar yrðu gagn- legar. Greinilegt væri því að aðrir hópar hefðu orðið yfirsterkari í Kremlarkastala. „Leiðtogafundur- inn í Reykjavík sýnir að Gorbatsjov hefúr ekki náð undirtökunum heima fyrir,“ sagði Voslenski. Stjómmála- nefhdin hlyti að hafa fjallað um málið og líklega bannað honum að semja við Reagan. Eflirlit við opið skipulag og lokað Voslenski sagði að mat sitt væri að Gorbatsjov væri tilbúinn að semja um gagnkvæma afvopnun án þess að setja nein skilyrði um geim- vamaáætlun Bandaríkjastjómar, þótt fæti hefði nú verið bmgðið fyrir hann. En ef gert væri samkomulag þá yrði að leysa úr því hvemig hafa ætti eftirlit með því að Kremlveijar héldu sinn hluta þess. Það yrði að brýna fyrir Vesturlandabúum að þetta væri ekki opið skipulag þar sem upplýsingar lægju á lausu. „Nomenklatúran“ eða valdastéttin rússneska, sem þau Gorbatsjov- hjónin hefðu umboð sitt frá, vildi ekki stríð en hún vildi aukin áhrif og jafhvel landvinninga. Hún réðist á þá sem væm veikir en léti þá sterku í fríði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.