Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 19
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 19 Hljómplata með leik Halldórs Haraldsson- ar pianóleikara. Upptaka: Halldór Víkingsson. Umslag: Sigurþór Jakobsson. Skurður: Tape One. Pressun: Alfa. Útgefandi: Öm og Örfygur Að gefa út píanóplötu með verkum Chopins og Liszt þótti víst lengi íjar- lægur draumur á Islandi. Þótt Tónlist Eyjólfur Melsted draumurinn sé nokkru nær okkur nú, liggur við að maður stari úr sér augun þegar írá einkaútgáfufyrir- tæki birtist plata af þessu tagi. Getur það verið að einhver annar en lista- maðurinn sjálfur eða fyrirtæki styrkt úr einhverjum menningar- sjóði gefi út slíka plötu og það ekki Frábær píanóplata til styrktar neinu góðu máleíhi, eins og húsi yfir tónlistina á íslandi eða þvíumlíku? Jú, mikið rétt. Ekki er annað að sjá en að Öm og Örlygur gefi þannig plötu út rétt eins og hverja aðra skáldsögu og því ber að fagna. Nú er þetta ekki sagt til að kasta rýrð á aðra ágæta listamenn sem leikið hafa og sungið inn á plöt- ur fyrir þetta fyrirtæki, en yfirleitt hafa plötur, (og það ekki bara þessa útgáfiifyrirtækis) á íslandi útgefnar, verið látnar höfða meir til stærri kaupendahóps en maður gæti ímyn- dað sér að keypti Chopin/Liszt plötu svona upp úr þurru. Aldarminning Efiii plötunnar fengu þeir sem á Halldór Haraldsson píanóleikari. tónleika Halldórs Haraldssonar í Listasafni alþýðu komu fyrir í haust á að hlýða. Þar lék hann innan um ljósmyndir á sýningu, með mynd- skoðendur vaðandi yfir og um allt, á annað og veigaminna hljóðfæri en Bösendorferinn góða í Hlégarði. Tónleikana hélt Halldór til að minnast þess að hundrað ár vom liðin frá dauða Liszts. Sá er líka til- gangurinn með þeirri hlið plötunnar sem verk Liszts eru á, en sú ráðstöf- un að hafa Chopin í hinni hliðinni á sér skýringu í náinni og einlægri vináttu þessara- jöfra píanósins á nítjándu öldinni. Val verkanna á plötunni og uppröðun þeirra ber annars einstakri smekkvísi flytjan- dans einna gleggst vitni. Menning Allar bestu hliðar flytjandans Harla lítils virði yrði smekkvisin þó í efhisvali og uppröðun ef ekki væri svo frábærlega leikið sem raun er á. Á þessari plötu sýnir Halldór Haraldsson allar sínar bestu hliðar. Fimi og yfirferð á borði hljóðfæris- ins, kraft og hörku en jafnframt mýkt þar sem hún á við, djörfung, en einnig fágun, stillingu og yfirveg- un í túlkun sinni. Nafni hans Víkingsson er nógu mikill listamað- ur við takka og tól til að fylgja svo mögnuðum leik eftir. Hvergi bregst upptakan og eftirleikur iðnaðarins eins vandaður og hann getur orðið á því verkstæði sem hann er unninn. En óneitanlega hefði mátt leggja jafnmikið í þann þáttinn og hina sem á undan voru nefndir. Á reyndar hið sama við hér og um plötu Kristins og Jónasar sem næst er í útgáfuröð á undan þessari. Umbúðir eru smekklega unnar - verðugur pakki utan um fiábæra píanóplötu. Stelpa í stráksgervi Ein al strákunum. Höfundur: Ull Stark. Þýðandi: Njörður P. Njarðvík. Útgefandi: Iðunn. 154 bls. Nafnaruglingur er annað en grín, sérstaklega ef viðkomandi heitir Sim- one og er kvenkyns en skólayfirvöldin lesa þetta fína franska nafh hreinlega sem karlmannsnafiiið Símon. Þessi ruglingur er undirstaðan í flækjunni i Ein af strákunum sem segir frá Sim- one, stelpukrakka sem er í þann veginn að breytast í ungling. Hún gæti auðveldlega verið í ætt við Línu langsokk, uppátækjasöm, ófyrirleitin og fyndin. Hún á móður, Olgu, sem teiknar vellulegar myndskreytingar fyrir vikublöð, faðirinn er hvergi í augsýn en í stað hans kemur afinn, óvenjulegur tónlistarmaður, kominn í kör. Hann gefur lítið fyrir leið- indapúka en skýjaglópar og vitfirring- ar eru honum að skapi enda eru hann og dóttir hans einmitt þeirrar tegund- ar. Vonir afans standa einnig til þess að Simone verði svipuð forfeðrunum að allri gerð og lesandanum býður í grun að karli verði að ósk sinni. Hattfíflið Nafnið er ekki það eina sem fer í taugamar á Simone. Móðir hennar lítur gjaman út eins og „bijáluð frum- skógargella úr einhverri Tarzanmynd" (35); hún er manneskja sem klæðir sig ekki og hagar sér ekki eins og fólk flest. Og til að bæta gráu ofan á svart tekur móðirin saman við karlpersónu, Yngva, sem Simone þykir hentast að kalla „hattfíflið" eða viðlíka óvirðu- legum nöfnum. Simone, Olga og hundurinn Kilroy flytja til elskhuga móðurinnar og þeir flutningar verða all sögulegir. Simone þarf að skipta um skóla og gengur ekki of vel að aðlagast breyttum aðstæðum. Vissu- lega er margt í frásögninni ýkjukennt Bókmenntir Solveig K. Jónsdóttir en skáldskapur lýtru nú einu sinni sínum eigin lögmálum. Ulf Stark lýsir tilfinningum Simone ósköp eðlilega. Hún agnúast út í mömmu sína þegar hún kvíðir fyrir að fara i skólann og hatast við aum- ingja Yngva sem ekki gerir flugu mein. Að mati Simone er það honum að kenna að þær mæðgur þurftu að flytja og allar hrellingamar, sem í kjölfarið fylgja, skrifast sömuleiðis á hans reikning. Ljósi punkturinn í lífi stúlk- unnar verður afinn, karlægur og kominn á leiðarenda. Hann er vitur og góður, faðir, afi og ímynd guðs í augum bamabamsins; afi sem gegnir hlutfverki sínu af stakri prýði. Ekki má heldur gleyma tilfinningaflækjun- um sem Simone lendir í gagnvart bekkjartöffaranum Isak sem hún lend- ir upp á kant við, hrellir, hjálpar og verður loks ástfanginn af. Að lifa lífinu Simone er sterkur krakki og þó hún verði vitfirringur og skýjaglópur, eins og afinn óskar, er hún ekki þar með á leið í neinar ógöngur. Með skýja- glópum og vitfirringum á afinn nefhi- lega við fólk sem hefur ekki hefðbundin né þröngsýn viðhorf til lífsins, það er óhrætt við að takast n við það skemmtilegu viðfangsefhi að vera til og lifa lífinu. Þess vegna er óhætt að mæla með Ein af strákunum fyrir alla en ekki síst krakka á aldrin- um 11 til 15 ára. Sagan er fyrst og frernst- skemmtileg eins og sögum er skylt að vera og að auki næm á við- fangsefhi þessa aldurshóps. Þýðing Njarðar P. Njarðvík á Ein af strákunum er ljómandi lipur, tals- máti krakkanna eðlilegur og hvergi gengið of langt í staðfærslum. Bókin er og verður um sænska krakka og það er býsna spennandi fyrir þá ís- lensku að heyra af Simone og félögum. -SKJ. AUKUM TÆKIFÆRI FATLAÐRA KAUPUM MIÐA I SlMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐRA STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR STOÐ DREGIÐ 24. DES.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.