Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði. . .
Elizabeth Taylor
ber oft á góma í Hollywood
þessa dagana vegna nýju alkó-
hóllausu megrunarlínunnar
sinnar. Altalað er að útlit stjörn-
unnar hafi ekki verið betra í
mörg ár og nú hefur hún sett
allt á fullan skrið aftur. Næsta
verkefni stjörnunnar er söng-
og dansmynd með Dolly Par-
ton.
Linda Evans
og Robert Wagner, nýtt par í
Hollywood? Hver veit, í Hollywo-
od getur allt skeð. Sú saga hefur
gengið fjöllunum hærra að nýj-
asta parið þar vestra séu þau
skötuhjú. Myndin náðist þegar
þau komu út af góðgerðarsam-
komu og unga daman með þeim
á myndinni er Nastasha, dóttir
Wagners.
Madonnu
er lítið gefið um Ijósmyndara
þessa dagana og hylur hún and-
iit sitt í hvert sinn sem myndavél
er munduð. Það er ósköp lágt
á henni risið og baugfingur er
auður, enginn hringur. Sú
spurning brennur á vörum
margra hvort hann sé horfinn
þaðan fyrir fullt og allt.
Gleymdu
þeir
sund-
Hér er verið að æfa sig í að komast á sem skemmstum tíma upp í björgunarbátinn en ekki gengur öllum jafnvel
að komast inn.
Nemendur líkja eftir aðstæðum og æfa sig i að synda með bundið fyrir augun til að finna tilfinninguna fyrir að synda
í myrkri.
Björgunaræfing var haldin í Sund-
höllinni fyrsta desember síðastliðinn
á vegum Slysavarnafélags fslands.
Þetta er árlegur viðburður og mæta
þá allir nemendur Stýrimannaskól-
ans til leiks.
Á æfíngunni tókust menn á við
ýmislegt sem gæti þurft að kunna
tökin á ef slys bæri að höndum úti á
sjó. Það voru æfð rétt handtök á
björgunarbátnum, synt var blind-
sund, stokkið af háa bréttinu í
Sundhöllinni til að líkja eftir stökki
úr skipi o.s frv.
Þegar ljósmyndari DV leit inn í
Sundhöllina var margt um manninn
og æfingin í fullum gangi. Kappsemi
og athygii lýsti úr hverju andliti og
allir lögðu sig fram eins og þeir best
gátu.
Það segja eflaust margir að það sé
ekki hægt að líkja saman heitri
sundlaug og köldum sjónum og það
er alveg rétt. Á þessari æfingu er
mest lagt upp úr því að nemendur
læri rétt handtök en síðan fá þeir
fleiri æfingar við aðrar aðstæður í
Slysavamaskóla sjómanna.
Boxandi kengúra er ekki algeng sjón en Digger litli
lætur það ekki á sig fá og æfir af kappi með þjálfaranum
sínum, Helge Dam. En róðurinn er þungur og Digger
er enn valtur á fótum þegar æfingar standa yfir og hlýt-
ur því margar byltur á hverjum degi. En hér er það
þjálfarinn hans sem hefur misst jafnvægið enda fékk
hann huggulegt faðmlag frá Digger sem er einstaklega
kelinn og tekur það oft fram yfir boxið. Eftir þetta knús
og kelerí endurskírði Helge Digger og kallar hann hjar-
taknúsarann.
„Digger er sannur hjartaknúsari,“ segir Helge, þjalfar-
inn hans, og sést þaö greinilega hér.