Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Fréttir Eigið fé OLIS er450 milljónir - skuldir 900 milljónir, útistandandi 1.200 milljónir Framtíð Olíuverslunar íslands mun ráðast mikið af dugnaði hans Þær nema 1.200 milljónum króna og að eiga. Eignalega stendur OLÍS hf. í höndum óla Kr. Sigurðssonar við innheimtu útistandandi skulda. þar er fyrst og fremst við útgerðina mjögveltakistaðinnheimtaþaðsem Húsnæði Sunds h/f i Artúnshöfða í Reykjavík. DV mynd GVA úti stendur. Eigið fé fyrirtækisins er rétt innan við 450 milljónir króna. Á móti útistandandi skuldum, þessum 1.200 milljónum, koma skuldir fyrirtækisins sjálfs. Þær eru um 900 milljónir króna. Þetta er staða samkvæmt uppgjöri 30. sept- ember. Þá hafði veltan verið nærri 1.800 milljónir króna frá áramótum. Hún verður því væntanlega í nánd við 2.500 milljónir á árinu. Það hjálpar Óla Kr. óneitanlega í þessum innheimtubardaga, sem blasir við, að útgerðin sem skuldar OLÍS mest gengur nú betur en um langt skeið áður, að minnsta kosti í heildina. Fyrir utan innheimtu úti- standandi skulda mun nýi forstjór- inn ætla að koma á ýmiss konar breytingum á rekstrinum til þess að bæta afkomuna. Þótt greiðslustaða OLÍS sé óneit- anlega erfið er eignastaðan sem sagt mjög góð og takist að halda henni með því að innheimtan skili sér þyk- ir varla mikið að borga 80-90 millj- ónir króna fyrir 74% í þessu fyrirtæki. Og fyrstu níu mánuði árs- ins var raunar 30 milljóna króna hagnaður á rekstrinum þrátt fyrir allt. HERB Velgengni Sunds h/f: Fjármálapólitíkin leyndarmál „Við hér hjá Sund hf. erum með um 800 vörunúmer á skrá og það eru ekki einvörðungu Spar-vörumar sem skila gróða,“ sagði Sveinlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Sund hf., í samtali við DV. Eins og kunnugt er af fréttum hefur vel- gengni heildverslunarinnar Sund hf. verið mikil á þeim þremur árum sem hún hefur starfað og hafa forsvars- menn fyrirtækisins keypt Olís og Vörumarkaðinn á Seltjamamesi með nokkurra vikna millibili. Að auki em þeir að reisa kaffibrennslu á Hellu. „Þama liggur viss fjármálapólitík að baki og ég ætla ekki að fara að ljóstra henni upp. Hún er atvinnu- leyndarmál," sagði Sveinlaugur. „Hinu er ekki að neita að okkur hefrir gengið vel að selja konfekt, mæjones og aldinsafa að undan- fömu. í þessum vömtegundum hefur verið góður veltuhraði og við erum ánægðir." - Hvað með kaffið? „Við keyptum fyrirtækið Kafco í febrúar og hófum að flytja inn til- búið kaffi. Nú erum við famir að mala sjálfir og erum við að byggja utan um kaffibrennsluvél á Hellu. Kaffið okkar höíúm við selt undir nafninu Spar-kaffi,“ sagði Svein- laugur Kristjánsson. -EIR Alfræðibók á íslensku Undirritaðir hafa verið samningar milli bókaútgáfu Amar og örlygs og Gyldendals-útgáfunnar í Kaup- mannahöfh um útgáfurétt á Gylden- dals 2-binds leksikon. Verkið verður með þeim breytingum sem sérís- lenskar aðstæður krefjast. Einnig verður leyfilegt að gera breytingar á verkinu sem séríslenskar aðstæður kreíjast og auka vægi íslenska hlut- arins að vild. Er ætlað að verkið verði alls um 50 þúsund uppsláttar- orð í tveimur bindum. Ráðgert er að þetta mikla verk komi út haustið 1988. Útgáfustjóri verksins er Ásgeir S. Bjömsson lektor. Öm og Örlygur hafa sérhæft sig í útgáfu uppsláttarrita og hafa gefið út m.a. ritin Heimurinn þinn, Lög- bókin þín, Landið þitt, Ensk-íslensk orðabók og Ensk-íslensk skólaorða- bók. Nú síðast mikið uppsláttarrit um Reykjavík en fyrsta bindi þess kemur út í þessari viku. -A.BJ. Per Finn Jacobsen og örlygur Hálfdánarson undirskrifa samning milli útgáfufyrirtækja sinna. Það er sannarlega dýrt að ilma. Þetta ilmvatn hefur verið í tísku í meira en þrjótiu ár og er dýrasta ilmvatnið í verðkönnun NRON. Samkvæmt könn- uninni kostar glas af þessu ilmvatni nærri 6500 kr. DV mynd GVA Mestur verðmunur á ilmvatni 192% Það munaði hvorki meira né minna en 1947 kr. á hæsta og lægsta verði á Chanel nr. 5 ilmvatni í verðkönnun Neytendafélags Reykjavíkur og ná- grennis, ASÍ og BSRB. Annars var algengur verðmunur á bilinu frá 20-50%. Mestur munur í prósentutölu var 192,3% á ilmvatni frá Pierre Cardin. Hæsta verð var 1719 kr. en lægst 588 kr. Kannað var verð á 42 vöruheitum í 22 verslunum á höfúðborgarsvæðinu. í fréttatilkynn- ingu segir að þama sé ekki um tæmandi könnun að ræða. Þá er einn- ig tekið fram að í þeim tilfellum þar sem verðið var áberandi lágt var oft um lítið magn af viðkomandi vöru að ræða. Dyrasti ilmunnn sem verð var kann- að á var Chanel nr. 5 en 14 ml af ilmvatnir.u kostuðu hvorki meira né minna en 6447 kr. -A.BJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.