Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. VERKAMANNABUSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30, REYKJAVÍK. SÍMI81240. UMSOKIMIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 94 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1987 og fyrri hluta árs 1988. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B., Suðurlandsbraut 30, frá mánudegin- um 1 5. desember 1 986 og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16.janúar 1987. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. # BIACK&DECKER jólatilboðinu Borvél, D154 R, + taska + steinbor og tappa- Stingsög, DN 531, + 3 stk. járnblöð + 3 stk. sett + vírboltabursti + gúmmídiskur + 5 stk. gróf b)öð + 3 stk sp6nblöð. Jólaverð 3.003,- sanddiskar. Jólaverð 5.804,- Hefill, DN 712, + hefilpoki. Jólaverð 5.328,- Þú borgarfyr- ir vélina Fylgihlutirnir fylgja með Slípijuðari, DN 41, + 10stk. sandpappír P-60 + 10 stk. P-100 + 10 stk. P150. Jólaverð 2.613,- Hitabyssa, HG 991, + sköfusett með 3 sköfum. Jólaverð 3.248,- SÖLUSTAÐIR Hafnarfjörður ísafjörður Egilsstaðir Reyjavik Bílanaust, Síðumúla 7-9 Byko, Dalshrauni 15 Skipasmiðast. Marseliusar Bílafell Lækjarkot, Lækjargötu 32 Bolungarvík Neskaupstaður G. Þorsteinsson & Johnson, Ármúla 1 Akranes Jón Fr. Einarsson, versl. Raftversl. Sveins Elíass. Haukur og ólafur raftversl., Ármúla 32 Húsasmiðjan, Súðarvogi 3-5 Verslunin Brynja, Laugavegi 29 Zimsen, Hafnarstræti 21 Versl. Axels Sveinbjörnssonar Ólafsvik Versl. Vlk Ólafsfjöður Valberg, byggingav. Húsavik Grindavík Bláfell Keflavik Zimsen, Ármúla 21 Grímur og Árni Stapafell Kópavogur Táiknafjörður Seyðisfjörður Vestmannaeyjar Byko, Nýbýlavegi 6- Bjarnabúð Stálbúðin G.S. byggingavörur Fréttir Vilja reyna stýr- ingu á gáma- útflutningnum Það hefiir komið fyrir oftar en einu sinni að svo mikill gámafiskur hefur borist á einum degi til Bretlands að fiskverð hefur fallið. Erfitt er að stýra gámaútflutningi með svipuðum hætti og gert er hjá LÍÚ með siglingar og sölur fiskiskipa. Jón Páll Halldórsson, forstjóri Norðurtanga á ísafirði, sagði að nú væru menn að reyna að leita lausnar á málinu. Farið hefúr verið fram á það við Eimskip, sem annast alla gámaflutn- inga til Bretlands, að taka ekki gáma af öllu landinu í einu eins og nú er gert. Ef tekið væri af norðursvæðinu í byrjun viku en af suðursvæði seinni- part hennar, eða öfugt, mætti koma í veg fyrir að svo mikið bærist að í einu að verðfall yrði. Jón Páll sagði að vonir stæðu til að samningar tækjust um þetta við Eimskip. Jón Páll sagði ísfisksölu alltaf vera áhættuspil og öll stýring í henni væri afar erfið. Og þótt erfitt gæti reynst að stýra sölu fiskiskipa erlendis væri enn erfiðara að stýra gámasölunni, enda réðist hún nær eingöngu af því hve mikið bærist að landi hverju sinni og hvemig stæði á í vinnslunni hér heima. En með því að skipa gámasmöl- uninni eins og fyrr greinir mætti koma á nokkurri stýringu á gámaútflutn- ingnum. -S.dór Veður var slæmt á sunnanverðu landinu í gær, rok og rigning. Það gaf yfir skip i Reykjavíkurhöfn síðdegis. Það var þvi betra að fara að öllu með gát. DV-mynd GVA Búnir með loðnukvótann Emil Thoraiensen, DV, Eskifirði: Jón Kjartansson SU kom í fyrradag rneð loðnu til Eskifjarðar og lauk þar með við að veiða loðnukvóta sinn í þetta skipti, alls 21.700 tonn. Tvö önn- ur loðnuveiðiskip luku á sama tíma við að fylla sinn kvóta, Svanur RE og Gísli Arni RE. Að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd er lokið við að veiða 524 þúsund lestir af rúmum 900 þúsund lestum sem leyfilegt er að veiða á loðnuvertíðinni 1986/1987. Hæstu löndunarstaðimir eru Siglu- Qörður með 125 þúsund lestir, Eski- fjörður með 60 þúsund lestir og Raufarhöfn 56 þúsund lestir. Sighvatur fari í 2. sætið - segir formaður kjördæmisráðs „Mér finnst eðlilegt að Sighvatur fari í 2. sætið. Alþýðuflokkurinn virð- ist vera sterkur á Vestfjörðum. Við höldum bestri einingu og sterkum lista með því að fá Sighvat í 2. sætið,“ sagði Ægir Hafberg, sparisjóðsstjóri á Flat- eyri, formaður kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum. Ægir sagði að frambjóðéndumir, Karvel Pálmason og Sighvatur Björg- vinsson, hefðu báðir boðið sig fram í 1. og 2. sæti listans. Menn hefðu orðið að kjósa í bæði sætin. Annars hefði atkvæðaseðillinn orðið ógildur. Úrslitin í kjöri um 2. sæti hefðu því alveg snúist við frá 1. sætinu. Sig- hvatur hefði fengið 698 atkvæði í 2. sæti en Karvel 524 atkvæði. Kjördæmisráð flokksins ákveður listann væntanlega í janúarmánuði. -KMU Gamli miðbænnn iðar af lífi um helgina Samtökin Gamli miðbærinn vekja athygli á fjölbreytilegum dagskrám og uppákomum sem verða í miðbænum um helgina. Samtökin hafa í samvinnu við fjölda aðila skipulagt dagskrá auk þess sem félagasamtök og Reykjavík- urborg hafa skipulagt dagskrár. Um þessa helgi verða á dagskránni femir lúðratónleikar, þijár dagskrár með ljóðalestri, tvennir unglingatón- leikar, tvær bókmenntakynningar, bæði fyrir böm og fullorðna, söng- skemmtun, listmunasala, afhending- arathöfri jólatrésgjafar Oslóborgar til Reykjavíkur og síðast en ekki síst munu jólasveinar skemmta bömum a.m.k. þrisvar sinnum og gefa þeim ýmislegt góðgæti. Skemmtiatriði og uppákomur verða á a.m.k. sex stöðum í miðbænum, frá Hlemmi og niður í Gróf, auk þess sem ungt skáld, Kjartan Ámason, mun lesa ljóð sín úr bifreið á þessari sömu leið. Skemmtiatriðin hefjast um kl. 14 og standa fram eftir degi. Óhætt er að fúllyrða að líflegt verður í gamla mið- bænum um helgina og ætti því enginn að verða svikinn af þvi að koma þar í verslunarerindum eða sér til afþrey- ingar. -MS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.