Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. Menning Truflun í skúlptúrvélinni Skúlptúr Ólafs Sv. Gíslasonar í Nýlistasafninu Ólafur Sveinn Gíslason við nokkur verka sinna. (Ljósm. GVA) Skúlptúr Ölafs Sveins Gíslason- ar, eða að minnsta kosti þau drög hans sem nú eru til sýnis í Nýlista- safiiinu, er um margt frábrugðinn öðrum skúlptúr sem ungir íslending- ar gera. ólafur er, eða var, við nám í Hamborg, þar sem hann hefúr kynnst nýlegum skúlptúrpælingum þýðverskra, en þær fara ósjaldan fram undir merki póstmódemismans svonefhda. Sem þýðir meðal annars að lista- maðurinn telur sig óbundinn af einhverjum einum „isma“, heldur tekur til handagagns það sem honum finnst passa fyrir verkin hveiju sinni. Þannig á hann til að blanda saman frumstæðri formgerð og há- klassísku myndmáli, smekkvísi og smekkleysu, gömlu og nýju. I skúlptúr sínum reiðir Ólafúr Sveinn fram blöndu sem er kannski virkari í kenningunni en í útfærslu, en er engu að síður markvert innlegg í íslenska skúlptúr-umræðu. í þessari blöndu er að finna mjög sterkar ívitnanir í konstrúktífa myndhefð, þar sem verk eru látin draga dám af vélabúnaði og hver partur hefúr ákveðið og skýrt af- markað hlutverk í samstæðunni. Nema hvað Ólafur Sveinn grefúr um leið undan þessari sömu hefð, með því að aftengja þá rökvísi sem henni er samfara. í sprengjuvörpu Hver „skúlptún d“er gerð óvirk með tilviljunarker.ndri samsetningu, eða útúrsnúning á ætlunarverki hennar. Þverhandarþykkur þverbiti liggur til dæmis ofan á fíngerðum lista, en ekki öfugt. Þar ofan á er kannski hringlaga form, sem samkvæmt MyncUist Aðalsteinn Ingólfsson Guðs og manna reglum ætti að snú- ast í gróp eða á valsa, en er njörvað niður og lítur út eins og geymsla fyrir regnhlífar. Upp af þessum hring rís svo út- búnaður, sem helst minnir á sprengjuvörpu, nema hvað sjálfa sprengjuna vantar. Þetta er vitanlega ekki bókstafleg lýsing á verki eftir Ólaf Svein, held- ur ímyndað verk í hans anda. Einnegin stundar Ólafur Sveinn að tefla saman konstrúktífískum skúlptúr og aðskotahlutum af súr- realískum uppruna, sjá til dæmis heiðbláan pappamassann við hlið háreistrar viðargrindar í aðalsal, eða spil og smáhluti í hæfilegri nálægð annars konstrúktífs verks á sömu slóðum. Ólafúr Sveinn lætur sér ekki nægja að spila á andstæður innan verka, heldur eiga mörg hans stykki í viðræðum við rými og aðstæður á sýningarstaðnum. Bendir það til þess að listamaðurinn hafi einnig kynnt sér ýmsar forsendur umhverf- islistar, og þá einkum og sérílagi niðursetninga (installations), og hyggi á frekari landvinninga á því sviði. Beitt þrýstingi Verk nr. 22 (ónefnt) er af þessu tagi, en í því á sér stað formrænn og hugmyndalegur díalóg milli frí- standandi gólfverks, kassaforms upp við vegg, og veggsins sjálfs, sem búið er að mála í stíl við kassaformið. Uppi á lofti eru síðan gólfverk, sem vinna með rýminu og myndunum á veggjunum, þó ekki nákvæmlega. Vel á minnst, myndimar á veggj- unum. Ólafur Sveinn sýnir um 40 skúlpt- úrdrög og skissur sem sýna nokkuð vel hvemig ímyndunarafl hans starf- ar, og þá sérstaklega hvemig hann beitir sérhvert form, bæði uppspuna og náttúrleg minni, þrýstingi, til að ganga úr skugga um styrk þess og verkan. Einnig hefur hann gefið út afar fallegan bækling með eigin blýants- teikningum, sem flestir listunnendur ættu að festa sér. Póstmódemisminn hentar vel ung- um og dugmiklum listamönnum, meðan þeir em að gera upp hug sinn. Á endanum held ég þó að menn hljóti að vinna sig út úr honum og taka upp heillegri og markvissari vinnubrögð. Ég efa ekki að Ólafiir Sveinn á eftir að ávaxta það pund, sem blasir við á þessari fyrstu einkasýningu hans. -ai Óbærilegur fárán- leiki tilverunnar - sýning Ómars Stefánssonar í Gallerí Svart á hvrtu Frá sýningu Ómars Skúlasonar i Gallerí Svart á hvítu. Þegar menn fjalla um þýska nú- tímamyndlist em þeir gjamir á að heimfæra upp á hana flest það sem Þjóðvexjar em alræmdir fyrir, nefni- lega fúlustu alvöru, heimspekilegan bölmóð, offors, en umfram allt, vönt- un á kímnigáfu. Þetta er auðvitað eins og hver önnur upptugga, þótt margir helstu myndlistarmenn Þjóð- veija í seinni tíð, Baselitz, Immend- orff, Kiefer, Fetting, Lúpertz, Tannert, Salóme, Chevalier og fleiri Myndlist Aðalsteinn IngóHsson séu kannski þekktir fyrir margt ann- að en áhuga á léttleika tilverunnar. Það er vitanlega alveg hárrétt, sem Halldór B., kollegi minn, segir í for- mála fyrir sýningu Ómars Stefáns- sonar í Gallerí Svart á hvítu, að þýskir myndlistarmenn hafa aldrei verið alveg húmorlausir, og sumir þeirra hafa meira að segja tekið líf- inu ansi létt. Húmor var til dæmis eitt helsta vopn dadaistanna í Berl- ín, og hann var líka snar þáttur af nýraunsæi því sem blómstraði í Þýskalandi meðan Weimar-lýðveld- ið var og hét. Hitt er annað mál að á þessari öld hafa þýskir listamenn upplifað meiri hremmingar en kollegar þeirra í öðrum „siðmenntuðum“ löndum og því hefúr húmor þeirra á köflum verið bæði grár og beiskur. Nýr veruleiki Ekki er úr vegi að minna á þessa staðreynd nú þegar ungur íslenskur myndlistarmaðui' kemur úr námi í Berlín með miklar og ærslafullar olíumyndir í farteskinu. Ómar Stefánsson er hæfileikamað- ur, á því er ekki nokkur vafi. Hann er í essinu sínu, „fílar sig“ eins og sagt er, innan um striga og litatúp- ur, byggir upp myndir hratt og ákveðið, en með fullri virðingu fyrir viðteknum grundvallarreglum. Gangverk þessara verka gæti verið það sem Milan Kundera mundi lík- lega kalla „óbærilegan fáránleika tilverunnar". Þá hætta þær auðvitað að vera skoplegar. En nóta bene: þótt mörg málverka Ómars séu „úthverf1, það er, virki sem útúrsnúningur á viðteknum við- horftim til þeirrar veraldar sem við lifum í, sjá til dæmis „Ferðamenn á íslandi", þá finnst mér sem helftin af þeim sé í raun innhverf, endur- spegli innri togstreitu. Hún er svo angi af þeirri innilokunarkennd sem ég nefhdi áðan. Að marka eigin spor Það er nefnilega eins og Ómar eyði meiri orku í að defínera sjálfan sig gagnvart ýmsum meisturum í nútímalistinni en í það að marka eigin spor í list samtímans. Þannig veltir hann fyrir sér hvem- ig þeir fara saman Kjarval og Emst, eða Dix og Kokoschka, auk þess sem hann beitir hinum sérkennilega grafíska stíl Diters Rot talsvert mik- ið, svo og sérkennilega ósamhverfri myndskipan hans. Eða þá að hann breytir um tækni og byggingarstefiiu frá mynd til myndar, sem er oftast nær merki um efablandna afstöðu til listarinnar. En Ómar á tímann fyrir sér, tutt- ugu og sex ára gamall maðurinn. Mér þætti miður ef hann tapaði niður þeirri ákefð, sem fram kemur í þessum myndum hans, en hann mætti að ósekju steypa betur saman aðfongum sínum, gera þau samvirk- ari. -ai Ómar lýsir þessum fáránleika á tiltölulega hefðbundinn máta, með því að skeyta saman andstæðum sem mynda nýjan veruleika. Sumar myndir Ómars verða raunar svo út- blásnar af linnulausum skeytingum og myndhvörfúm að út úr þeim skín allt að því angistarfull innilokunar- kennd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.