Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. 9 Fréttir PMIIIPS IIUPS PHUIPSj phiups! 'HlllPS! IBM-Reykjavíkurskákmótið: Nær það 15. styrkleikaflokki? Afgreiðslutími verslana á Isafirði: „Fréttum fyrst af þessu í DV“ Ákveðið hefur verið að fjölga kepp- endum á IBM-Reykjavíkurskákmót- inu um tvo, úr 10 í 12, og er það gert vegna mikikllar ásóknar erlendra skákmanna á mótið. Eins og kunnugt er af fréttum getur heimsmeistarinn Kasparov ekki tekið þátt í mótinu og er hann datt út mun- aði einu stigi að mótið héldist í 14. styrkleikaflokki. Þeir sem bætast við hópinn eru hins vegar þeir Portich frá Ungverjalandi og Polugajevski frá Sovétríkjunum þannig að mótið er örugglega í þeim styrkleikaflokki og orðið spuming hvort það nær 15. styrkleikaflokki því margir af kepp- endunum bættu við sig ELO-stigum á nýafstöðnu ólympíumeistaramóti. Allir íslensku keppendumir á ólympíumótinu bættu við sig skákstig- um á því en ný skákstigatafla verður ekki gefin út fyrr en um áramótin og þá ætti að verða ljóst hvort mótið nær 15. flokknum. Skákmennimir tólf verða, auk þeirra fyrrgreindu: Korchnoi frá Sviss, í salíbunu með jólasveininum. Jólasveinarnir í salíbunu með bömin í dag, laugardag, kl. 14-18 geta böm á öllum aldri fengið sér salíbunu með jólasveinum á sleðakeiru. Það er verslunin Penninn í Hallamúla sem stendur að þessari nýjung til að gleðja hjörtu yngri kynslóðarinnar. Jólasveinamir verða á bílaplaninu á bak við verslunina með fagurskreytta kerruna tilbúnir að fara á rúntinn og þeir luma eflaust á einhverju góðgæti í pokahominu. Foreldrar yngri bamanna geta bmgðið sér með þeim í kerruna. -MS Leikfélag Akureyrar: Sýnir Dreifar af dagsláttu Leikfélag Akureyrar mun í kvöld sýna leikritið „Dreifar af dagsláttu" eftir Kristján frá Djúpalæk á Hótel Örk í Hveragerði en sýning þessi er í tilefhi af 70 ára afmæli skáldsins og hefst kl. 22.15. Leikstjóri er Sunna Borg og hefúr hún ásamt Kristjáni Kristjánssyni séð um þessa dagskrá. -FRI Flug: 50 auka- ferðir vegna jóla Flugleiðir ráðgera að fara rúmlega 50 aukaferðir í innanlandsflugi í kringum jól og áramót til viðbótar venjulegri áætlun. Jólaáætlunin hefet þriðjudaginn 16. desember og lýkur sunnudaginn 4. janúar. Flestar aukaf- erðir verða til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða. Að vanda verður ekkert innanlandsflug hjá Flugleiðum á jóla- og nýársdag. -EIR Beljavsky frá Sovétríkjunum, Timman frá Hollandi, Short frá Bretlandi, Ag- destein frá Noregi, Ljubojevic frá Júgóslavíu og íslensku stórmeistar- amir Helgi Ólafeson, Jón L. Ámason, Jóhann Hjartarson og Margeir Pét- ursson. Mótið hefet á Hótel Loftleiðum 18. febrúar á næsta ári. -FRI „Við fréttum fyrst af þessu í DV og okkur hefur ekki borist neitt um þessa ákvörðun frá bæjarstjórn," sagði Margrét Karlsdóttir, einn af forsvars- mönnum Verslunarmannafélagsins á fsafirði, í samtali við DV en í síðustu viku samþykkti bæjarstjóm ísafjarðar að gefa afgreiðslutíma verslana fijáls- an. Að sögn Margrétar hafði félagið sent inn tillögur til bæjarstjómar um hvemig fyrirkomulag félagið vildi hafa á afgreiðslutímanum. í þeim til- lögum fólst meðal annars að félags- menn fengju frí 10 laugardaga á sumri svo og á helgidögum. V Margrét átti ekki von á neinum að- gerðum að hálfu félagsins nema bæjarstjóm féllist ekki á þá frídaga sem farið er fram á. Slíku, sagði hún, yrði svarað með yfirvinnubanni. FRI PHH.lt Sl W I .IP! PH tlPS r.«ups phiiips PHI IP5 _// ; //_ L u • / _/ 'i PHIIIPSJ — mm PHUIPS' PHUIPS PHItlPS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.