Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. Spennandi lokaumferð á óiympíumótinu: Heimsmeistarinn færði íslenska skáksveitin teftir við Spánverja. Frá vinstri: Helgi, Jóhann, Jón og Margeir. Andrúmsloftið í sýningahöllinni í Dubai var kynngimagnað er dró að lokum síðustu umferðarinnar á ólympíumótinu en ljóst var þó að arabískir áhorfendur áttu því ekki að venjast að fylgjast með skák- móti. Stundum tókst þeim ekki að halda ró sinni og blístruðu, hrópuðu og klöppuðu rétt eins og þeir væru staddir á knattspymuvellinum. Skákmenn, sem sátu enn að tafli, hrukku vitaskuld við en flestir brostu þó að tilburðunum. Knatt- spyma er jú vinsælasta íþróttagrein- in í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Úlfaldahlaup hefur löngum verið í öðru sæti, allt þar til skák- menn fengu athyglina. Skýrt var frá því í sjónvarpi í Dubai að nú kepptu skák og úlfaldahlaup um hylli lands- manna, næst á eftir fótboltanum. Kannski kom mest á óvart í ólympímótinu hvað sveit Sovét- manna, sem var ægisterk á pappír- unum, átti erfitt uppdráttar og keppnin um efsta sætið var spenn- andi. Hér áður fyrr heyrði til undantekninga ef Sovétmaður tap- aði skák á ólympíumóti en í Dubai var það nánast daglegur viðburður. Sovéska sveitin tapaði fimm skák- um: Kasparov tapaði fyrir Seirawan eftir að hafa teygt sig allt of langt til vinnings, Karpov tapaði fyrir Ljubojevic, Sokolov fyrir Nunn, Vaganjan fyrir Chandler og Tsesh- kovsky tapaði tveim skákum, fyrir Krumma Georgiev og Margeiri. Ju- supov var eirtn í hópnum um að sleppa óskaddaður frá skákum sín- um og hann var með besta vinnings- hlutfallið, 10 vinninga úr 12 skákum. Það var góður endasprettur so- vésku sveitarinnar sem gerði útslag- ið en í rauninni gat allt gerst allt fram á síðustu mínútu. Sovéski liðs- stjórinn, Efim Geller, sást fyrst brosa er lið hans hafði gjörsigrað Pólverja 4-0 í lokaslagnum og þar með tryggt sér gullið. Englendingar lögðu Bras- ilíumenn að velli með sama mun í sfðustu umferð og náðu öðru sæti. En Bandaríkjamenn, sem voru efstir fyrir umferðina, þoldu ekki tauga- spennuna, gerðu jafht við þétta búlgarska sveit og féllu niður í þriðja sæti. Seirawan tapaði fyrir Kiril Georgiev á fyrsta borði með hvítu. Lýsti sig þó ekki sigraðan fyrr en í fulla hnefanna því að hann þráaðist lengi við með hrók einan að vopni gegn drottningu. Annars hafa Bandaríkjamenn ekki í annan tíma sent jafn samstillta sveit til keppni á ólympíumót. Ávallt hafa nokkrir snjallir skákmenn með sérhagsmuni spillt fyrir liðsandan- um; fyrst Fischer og Lombardy, síðar Browne, Alburt, Dzindzihashvili og fleiri, allt sterkir skákmenn, sem þó eiga illa saman. Nú brá svo við að í liðinu tefldu yngri menn sem þekkj- ast vel og liðsstjórinn var jafnframt annar en fyrr. John Donaldsson heitir hann og hefúr teflt hér á Reykjavíkurmóti. Bandarísku liðs- mennimir hrósuðu honum óspart fyrir dugnað og framtakssemi og hann átti sinn þátt í velgengni sveit- arinnar þótt bronsverðlaun hefðu verið viss vonbrigði. Heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, náði bestum árangri allra á 1. borði, hlaut 8'A v. af 11 mögulegum og hann færði löndum sínum gullið með sigri í síðustu skákinni gegn pólska stórmeistaranum Schmidt. Er hann sat enn að tafli höfðu landar hans þrír unnið sínar skákir og Englend- ingar höfðu þegar kafsiglt Brasilíu- menn 4-0 og voru efstir. Skák Kasparovs réð úrslitum varðandi lokaniðurröðunina. Harm náði snemma undirtökunum en er skiptist upp í riddaraendatafl þótti Pólverj- inn eiga nokkra jafhteflismöguleika. Skák Jón L. Ámason En Kasparov tefldi lok skákarinnar óaðfinnanlega og er Pólverjinn gafst upp ætlaði allt um koll að keyra í salnum. Hvítt: W. SchmidtfPóllandi) Svart: Garrí Kasparov (Sovétríkin) Benkö-bragð l.d4 Rf6 2.c4 c5 3.d5 b5 Augljós merki um að Kasparov leggur allt í sölumar til þess að vinna. Hann lýsti því reyndar rogg- inn yfir í sjónvarpi að hann ætlaði sér að taka áhættu í skákum sínum í Dubai þvi að óhugsandi væri að andstæðingar hans fyndu bestu mót- leikina. Hvílíkur léttir að vera laus við Karpov! 4.a4 b4 5.Rd2 g6 6.e4 d6 7.Rgf3 Bg7 8.g3 e6 9.Bh3 exd5 10.Bxc8 Dxc8 11. cxd5 0 0 12.0-0 Hefði ekki verið hyggilegra að reyna að ná tökum á c4-reitnum með 12.Dc2? Kasparov nær nú und- irtökunum. 12, c4 13,Dc2 c3 14.bxc3 bxc3 15.Rb3 Dg4! 16.Rfd4 Dxe4 17,Dxc3 Rxd5 18,Dd2 Rb6 19.Hel Dd5 20.Ddl Ekki verður annað séð en að hvít- ur standi á barmi örvæntingar. Hann á peði minna og menn hans standa þannig að ekki kæmi á óvart þótt einhver þeirra félli i næstu leikjum. En Pólveijanum tekst þó að þráast við og afstýra því versta. 20,R8d7 21.Ha2 Bxd4 22.Hd2 Re5 Lítur vel út en 22.Bxf2 + kom einn- ig til greina. 23.Rxd4 Rbc4 24.Hc2! Hac8 25.Hc3 Rb6 26,Bb2 Hxc3 27,Bxc3 Hc8 28.Bal Hc4 29. Rb5 Hxa4 Því miður gekk ekki 29.Rf3 + vegna 30.Dxf3 Dxf3 31.He8 og svart- ur er mát. 30, Dxd5 Rxd5 31.Bxe5 dxe5 32.Hxe5 RfB 33.He7 a5 34,Rd6 Hd4 35.Rxf7 Kf8 36. Ha7 Hd7! Þvingar fram riddaraendatafl, sem svartur ætti að vinna, þótt jafht sé á peðum. Hompeðin em verstu óvin- ir riddaranna. Hvítur verður að gæta að svarta a-peðinu en á meðan hyggst svartur hreinsa til kóngsmeg- in. 37. Hxd7 Rxd7 38.Rd6 Ke7 39,Rc4 a4 40.KÍL Ke6 41.Ke2 Kd5 42,Re3+ Kd4 43.Kd2 Re5 44,Kc2 Rd3 45,Rdl Rel+ 46,Kb2 Rf3 47,h4 Re5! 48.Ka3 Ke4 49.h5 gxhð 50.Rc3+ Kf3 51,Rd5 Rg4 52.Re7 Rf2 53.RÍ5 Re4 54.Kxa4 Rg3 55.Rh4+ Ke4 56.Kb4 Rf5 Og hvítur gafet upp. Síðasta umferðin skiptir sköpum er teflt er eftir Monrad-kerfi. Ef andstæðingamir em erfiðir er möguleiki á því að skjótast langt niður eftir mótstöflunni eða þjóta upp ef mótheijamir em viðráðanleg- ir. Við vorum ánægðir með að fá Spánverja í lokaskákunum, því að þótt þeir hefðu staðið sig mjög vel á mótinu og teflt við margar sterkar þjóðir, vom þeir greinilega orðnir þreyttir. „Gott að fá þá á útsoginu," eins og einhver orðaði það. Og við vorum heppnir að sleppa við Júgó- slava eða Tékka sem máttu bíta í það súra epli að beijast innbyrðis og missa af vænlegu sæti. Annars vom Spánveijar sýnd veiði en ekki gefin. Við hefðum gert okkur ánægða með 3-1 sigur og 2V2-V/2 okkur í hag hefðu í raun verið við- ráðanleg úrslit. Þetta leit alls ekki vel út um tíma en eins og hendi væri veifað snerust stöðumar okkur í hag á þremur borðum. Og sjálfur slapp ég lifandi eftir mikið tímahrak og tókst að halda jafhtefli eftir erfitt hróksendatafl. Lítum á skák Helga við stórmeist- arann Femandez á 1. borði. Helgi hafnaði jafnteflisboði eftir 18 leiki og tók áhættu er hann hirti skipta- mun skömmu síðar. Það var viturleg ákvörðun því að Spánveijinn miss- teig sig og Helgi gerði laglega út um taflið. Hvítt: Femandez (Spáni) Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvöm l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.Bb5+ Rc6 4.0-0 Bd7 5.Hel Rffi 6,c3 a6 7,Bfl Bg4 8.d4 cxd4 9,cxd4 d5 10.e5 Rg8 ll.h3 Bxf3 12.Dxf3 e6 13.Db3 Hb8 14.Be3 Rge7 15.Rd2 Rf5 16.RÍ3 Be7 17.Bd3 Rxe3 18.Hxe3?! Nú nær svartur ívið betra tafli. Eftir 18.fxe3 stæði hvítur a.m.k. ekki lakar. 18.-0-0 19.Hdl Dd7 20.Dc2 g6 21.De2 Hfc8 22.h4 Hc7 23.h5 Hbc8 24.Bbl Ra5 25.Rh2 Hcl 26.Dfl Hxdl 27.Dxdl Bg5 28.Rg4!? Svo virðist sem svartur lendi í kröppum dansi ef hann tekur skipta- muninn en hann lætur sér ekki segjast. 28.Bxe3!? 29.fxe3 De7 30.RÍ6+ Kg7 31.Bd3 Rc4 32.Del Rb6 33.Dh4 Rd7 34.DÍ4 Sovéski stórmeistarinn Georgadze, sem var liðsstjóri og þjálfari spænsku sveitarinnar, var óhress eftir skákina og hélt því fram að Spánveijinn ætti unnið tafl með 34.hxg6 RxfB 35.gxh7! Kh8 36.exf6 o.s.frv. En í stað 35.Kh8 leikur svart- ur 35.Hcl+ 36.Kh2 (ekki 36.KÍ2 vegna 36.Re4+ og vinnur)Dd6 + 37. g3 Db4 og heldur jöfiiu þótt með naumindum sé. T.d.:38.Dg5 Dd2+ 39.Kh3 Hhl+ 40.Kg4 Ddl+ 41.KÍ4 e5 + ! 42.dxe5(42.Kxe5 Hh5)Hfl + 43. Bxfl Dxfl+ 44.Kg4 Ddl+ og jafntefli með þráskák. 34. -Hd8 35.a3? Rétt var 35.g4! h6 36.g5 og hvítur virðast halda jafhvægi. 35. h6! 36.hxg6 Rxffi 37.exffi+ Dxffi 38. Dc7 b5 39.Be2 Kxg6 40.a4 bxa4 41.Bxa6 Kg7 42.Bb5 Dg5 43.KÍ2 Dffi+ 44. Kgl Ha8 45.Bc6 a3! Og hvítur gafst upp. Frá tafii Sovétmanna og Pólverja í síöustu umferð. Kasparov teflir við Schmidt og Karpov við Sznapik. BÍLABRAUT FRÁ POLISTIL ... er sívinsæl gjöf. Fást í fjölmörgum stæröum og verðflokkum. Sendum gegn póstkröfu um land allt Góð aðkeyrsla — Næg bílastæði. i TÓmSTUflDRHÚSISHP Laugavegi 164, sími 21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.