Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. í síðasta pistli hóf ég að gera grein fyrir mállýskurannsóknum Bjöms Guðfinnssonar. Þá greindi ég frá rannsóknaraðferðum hans. Svo óheppilega vildi til að einungis þrjár af fjórum aðferðunum komust fyrir í blaðinu en við þvi var ekkert að gera þegar lífið er þannig að manni eru skammtaðir dálksentímetrar. Þessa íjórðu aðferð kallaði Bjöm lestraraðferð. Eins og nafnið segir þá felst hún í því að hljóðhafi er látinn lesa texta. Bjöm beitti þessari aðferð langmest og hljóðgreindi á þennan hátt um 7.500 manns. Að sjálfeögðu er aðferðin ónothæf fyrir ólæsa og Bjöm taldi hana hent- ugasta fyrir böm og unglinga, 10-16 ára. Fullorðnum hætti til að breyta framburði ef þeir vissu að sérstak- lega var tekið eftir honum. Böm og unglingar gerðu það síður enda upp- teknari af lestrinum sjálfum. Við þessar rannsóknir vom alls notaðir um 30 mismunandi textar. Þeir vom af tveimur tegundum, svo- kallaðir yfirlits- og dæmatextar. Þeir fyrmefndu vom notaðir til að kom- ast að útbreiðslu ýmissa atriða í Ein aðferðin við rannsóknir á mállýskum er að láta börn lesa valinn texta. útbreiðslu tiltekinna atriða og hent- ar án efa betur í rannsókn sem nær til eins mikils hluta þjóðarinnar og raunin er á um rannsókn Bjöms Guðfinnssonar. En alls náði hún til um það bil 10. hvers manns. Hvað er mállýska? Aður en lengra er haldið er rétt að staldra við þessa spumingu. Að vísu er fátt um svör enda menn alls ekki á einu máli. I fyrsta lagi má benda á að engir tveir menn hafa nákvæmlega eins framburð og því má ef til vill segja að hver maður eigi sína „mállýsku". Sumir telja mállýsku bundna því að menn eigi erfitt með að skilja hveijir aðra. En slíkur mælikvarði er gallaður. Danska, íslenska og færeyska em allt saman ólík tungu- mál en samt er ekki víst að íslend- ingur og Færeyingur eigi í meiri vandræðum með að tala saman hvor á sínu móðurmáli en til dæmis Kaupmannahafnarbúi og Jóti, svo dæmi sé tekið. Enn önnur skilgreining gengur út á það að mállýska sé þegar tvö eða íslensk tunga 84 Enn um mállýskur íramburði en hinir til að komast nær þróun einstakra mállýskna. Yfirlitstextamir voru tvenns kon- ar, dæmatextar og sögutextar. Sögutextamir vom í samfelldu máli en dæmatextar vom setningar úr hinni og þessari áttinni eins og al- siða er í málfræði- og stafeetningar- æfingum skólabóka. Dæmatextar vom hentugri að því leyti að í þeim mátti koma fyrir mörgum atriðum en sögutexti hefúr þann kost að les- andinn er upptekinn af lestrinum og breytir því síður framburði sínum. Léki gmnur á að hljóðhafi breytti framburði sínum var frekar notaður sögutexti. Bjöm gerði lítilsháttar samanburð á niðurstöðum af þessum tveimur textum. Ekkert benti þó til þess að yfirlitstextar gæfu aðrar niðurstöð- ur. Útbúinn var einn texti fyrir hvem hljóðhafa og strikað undir orð jafh- óðum og lesið var. Ekki var unnt að kanna allar mállýskur jafhvel með þessum hætti þar eð stafeetning orðs getur stund- um hafh áhrif á framburð. Loks getur Bjöm þess að i Reykja- vík hafi orðið vart bama sem vom með öllu ólæs þannig að ekki var unnt að prófa þau með þessari að- ferð. Utan Reykjavíkur bar lítið sem ekkert á þessu. Framburðarplötur í rannsókn Bjöms var nokkuð gert að þvi að ná framburði manna á plötur. Einkum vom hljóðrituð mjög sjaldgæf framburðaratriði, s.s. framburðurinn barðagi fyrir bar- dagi. Þetta telur Bjöm til lestrarað- ferðar enda lét hann hljóðhafa lesa. Rannsóknir Bjöms vom gerðar fyrir daga góðra og hentugra hljóð- upptökutækja og segja má að nú séu alls staðar notuð upptökutæki við mállýskurannsóknir. Öll atriðin vom skráð á þar til gerð Islensk tunga Eiríkur Brynjólfsson framburðarspjöld. Þar er að finna ■ upplýsingar um framburðinn, svo og nafn hljóðhafa, foreldra hans, heim- ih og uppeldisstað. Allar niðurstöður rannsóknanna vom síðan birtar í töflum þar sem reiknaður er út hlutfallsfjöldi þeirra sem höfðu tiltekinn framburð. í fyrri mállýskurannsóknum vom niðurstöður birtar á svipaðan hátt. Þetta má telja einkenni á íslenskum mállýskurannsóknum. Erlendis hef- ur miklu fremur tíðkast að birta niðurstöður á kortum þar sem fram- burðaratriði em merkt inn á. Þetta hefúr ekki verið mikið gert hér á landi en aðallega í ranhsóknum á orðaforða og merkingum orða. Kostrn- kortlagningarinnar felst aðallega í því að mörk milli ein- stakra mállýskusvæða koma glöggar í ljós. Hin aðferðin birtir hins vegar miklu nákvæmari niðurstöður um fleiri málfarsatriði séu frábmgðin. Sé gengið út frá þessu em mállýskur á Islandi fáar. Ef við látum okkur hins vegar nægja eitt atriði fjölgar þeim vem- lega. Þannig má ljóst vera að skilgrein- ing á mállýsku skiptir höfuðmáli. Eg geng út frá því að hvert tungu- mál sé samsafn málafbrigða eða mállýskna. Hugtakið tungumál verður samkvæmt þessu pólitískt hugtak sem þjóðir nota til að greina sig hver frá annarri. Samkvæmt því tel ég til dæmis svokallaða þágufallssýki til mál- lýsku. Hitt er svo annað mál hvort þessi mállýska er bundin við ákveðin landsvæði eða jafhvel ákveðna þjóð- félagshópa. I næstu greinum mun ég sýna nið- urstöður úr rannsókn Bjöms Guð- finnssonar. Stundum þegar einn ég er og ekkert kýs að heyra, þá er eins og þögnin mér þylji vísur í eyra Nýlega barst mér í hendur snyrti- lega útgefin bók eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum, og er ofanrituð vísa nokkurs konar ein- kunnarorð hennar. Og lokavísan er svona: Mitt hefur lífið minni veikt, - móða geymir hina . En þá mun skammt að óttueykt, ef þú gleymist, vina. Bókin heitir Agnir, útgefin í fyrra og eru það Menningarsamtök Hér- aðsbúa, sem kosta útgáfuna. Síður erú 132 og eru fimm stökur í flestum þeirra. Allar eru þær vel og rétt ortar, lýsa smáglettnum og vel hugsandi manni, sem ekki lætur mikið yfir sér. Þetta eru fallegar stökur, kannski um nokkuð hvers- dagslega lífsreynslu bóndamanns, sem nú er nokkuð kominn af létt- asta skeiði, gæti ókunnugur ætlað. Inngangsorð eru færri en maður hefði óskað. Seinni vísan, sem hér er þegar tilfærð, er greinilega um konu ná- komna höfundinum og sýnir að enginn klaufi raðar saman orðum. Hlýhugur hans fer ekki fram hjá okkur, en tilfinningahiti Páls gamla Ólafssonar er þar ekki opin- beraður. Á hann minnir Bragi ekki. Ég vil gjama minna á fleiri vísur úr bókinni og kýs þá að taka þær allar úr þeim sama kafla, sem ég valdi úr umrædda ástarkveðju: 1. Kona, þinna anna ys orðfá vitnar saga. Vona minna bjarta blys brennur alla daga. 2. Verðug ertu hæsta hróss, hjarta niðurbrotið ávallt hefur yls og ljóss augna þinna notið. 3. Rek ég óðfús eins og ber atburðanna keðju, meðan þögnin þylur mér þína hljóðu kveðju. 4. Án þín væri ég ekki neitt, ósjálfstæðis gengill. Best af því sem var mér veitt þú varst, - minn góði engill. 5. Á okkar samleið aldrei brást æ hjá þér að finna tillitssemi, tryggð og ást tilfinninga þinna. Vísnaþáttur Jón úr Vör 6. I útliti sem yngismær ertu að flestu leyti, þó að haustsins hélublær hárslitnum breyti. Svo hverfum við að öðru efni eft- ir aðra höfunda. Sveinn Hannesson frá Elivogum var kunnur hagyrðingur og orti margar stórsnjallar vísur, en kannski mistækur nokkuð. Hér eru tvær eftir hann: Ef að týnist eigið traust ekkert bjargað getur, manni sýnist sólarlaust sumar bæði og vetur. Þegar öfl á togast tvenn taka mál að vandast, ,. þá á köflum mega ei menn manndómsprófin standast. Fækkunin í sveitunum hefur lengi verið vandamál á Islandi og hefur ekki alltaf verið hægt að kenna um, að illa hafi geng- ið að selja afurðir bænda á þolanlegu verði. Aðalvanda- málið fram til okkar daga, og er kannski að nokkru leyti enn, er landlæg feimni og framtaks- leysi margra myndarlegra sveitamanna í kvennamálun- um. Á næsta bæ er kannski stúlka, sem bíður eftir réttum pilti. Hann er þá að hugsa um aðra, en hefur ekki uppburði til að gera henni það nógu vel skiljanlegt á meðan tími er til. Þrjár stúlkur unnu hjá kaup- félaginu í ónefndri sveit. Þangað átti öðruhvoru erindi myndarlegur piltur, sem bjó með móður sinni á afskekktu koti. Þegar hann kom í nám- unda við stúlkur leit hann hvorki til hægri né vinstri. Og svo er enn, sagði sá, sem orti eftirfarandi vísu, og leyfði mér að birta hana: Mæna á piltinn meyjar þrjár meðan stutt hann tefur, við þær talar fýldur og fár, hjá freyju engri sefur. Jökull Pétursson var iðnaðar- maður í Reykjavík. Hann orti um vel hagmæltan fisksala. Jökull er látinn fyrir alllöngu. Kóðin fljóðum selur sá, sjóðinn gróða eykur. Ljóðin góðu elur, - á óðar slóðum leikur. Um veikan mann Hvort hann tórir ekki á ætla ég að giska. Útlitið er a.m.k. ekki á marga fiska. Kannski hefur þessi vísa verið um sama mann og hinn fyrri, hag- mælta fisksalann. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7 Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.