Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1986, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986. Jólamyndir kvikmyndahúsarina Háskólabíó: Klausturslíf í Háskólabíói Það eru án efa margir sem hafa beðið spenntir eftir jólamynd Há- skólabíós en að þessu sinni verður mynd Jean-Jacques Annaud, Nafn Rósarinnar, sýnd þar. Gerð myndar eftir hinni heims- þekktu skáldsögu ítalans Umberto Eco, Nafni rósarinnar, lauk á þessu ári. Bókin kom út hér á landi í fyrra í snilldarþýðingu Thors Vilhjálms- sonar en áður hafði verk Ecos farið sigurför víða um heim enda um óvenjuglæsilegt skáldverk að ræða. Nú hafa um fjórar milljónir eintaka selst af bókinni. Það kom engum á óvart að ráðist skyldi í gerð myndar eftir sögu Ecos enda má segja að söguþráður- inn bjóði upp á það. Texti bókar- innar er í raun tvískiptur því Eco blandar saman mjög bókmennta- legum texta og söguþræði sem er helst í ætt við æsispennandi leyni- lögreglusögur. Annaud leggur mest upp úr leynilögreglusögunni en hann hefur sýnt áður að hann er fær um að koma kröftugu mynd- máli til skila. Um það er Leitin að eldinum skýrt dæmi. Framleiðandi myndarinnar, Bemd Eichinger, sem framleiddi Söguna endalausu, leitaði lengi að heppilegum leik- stjóra áður en hann datt niður á Annaud. Eco ætlaði lengi vel ekki að hafa nein afskipti af gerð mynd- arinnar en heillaðist að lokum það mikið af henni að hann aðstoðaði verulega við handritsgerðina. Aðalhlutverkið, leynilögreglu- maðurinn Vilhjálmur frá Óraníu, er í höndum gamla „Bondarans" Sean Connery. Verður gaman að sjá hvernig það kemur út því Conn- ery er glettilega góður leikari sem því miður hefur ekki fengið úr nógu bitastæðum hlutverkum að moða fram til þessa. Hitt aðalhlutverkið er leikið af óskarsverðlaunahafan- um F. Murray Abraham og er þetta fyrsta hlutverk hans eftir að hann sló í gegn í Amadeus. Ætti enginn að vera svikinn af samleik þessara tveggja leikara. Reyndar er saga Ecos það viðamikil að mikill íjöldi leikara kemur til sögu enda er allt krökt af athyglisverðum aukaper- sónum. Gerð myndarinnar er samevr- ópskt framtak en hún kostaði um 650 milljónir króna (16 milljónir dollara) í framleiðslu. Er hún áreiðanlega með dýrari myndum sem gerðar hafa verið í Evrópu. Meðal annars var byggð mikil sviðsmynd sem síðan var brennd í magnþrungnu lokaatriði myndar- innar. Söguþráðurinn er mjög flókinn en að sama skapi ákaflega spenn- andi. Sagan gerist á 14. öld í klaustri á Ítalíu. Þar hefúr verið framið morð og er munkurinn Vil- hjálmur fenginn til að rannsaka það. Rannsókn málsins er síður en svo einföld og ekki einfaldar það málið að áfram er haldið að drepa menn á meðan á rannsókninni stendur. Vilhjálmur kemst að því fljótlega að margt hafur farið fram innan klaustursveggjanna sem ekki á þar að gerast. Rannsóknar- rétturinn blandast síðan inn í málið þegar hinn skelfilegi Bern- ardo Gui birtist og krefst þess að hafa áhrif á rannsóknina. Þá fara ólík viðhorf til trúarinnar að blandast inn í málið og er óhætt að segja að uppgjörið í lokin sé magnþrungið. Myndin var frumsýnd í septemb- er og nú er bara að sjá hvort hún hefur sömu áhrif í kvikmyndaheim- inum og bókin hafði í bókmennta- heiminum. -SMJ Tveir andans menn, Vilhjálmur frá Oraniu (Sean Connery) og Bernardo Gui F. Murrey Abrahams eigast viö í Nafni rósarinnar Duga byssur gegn öpum í vígahug? Japanir eiga erfitt meö aö átta sig á vinnubrögöum í USA eins og kem- ur fram í myndinni Gung Ho. Meistari Chaplin er á sínum staö í Regnboganum yfir jólin. Regnboginn: Þegar apamir taka völdin Að venju mun gæta mikillar fjöl- breytni í Regnboganum yfir jólin og verður þar jólamynd í hverjum sal. Myndimar eru ólíkar að aldri og gerð og hafa sumar þeirra verið sýndar hér áður. í A-sal verður sýnd ný bandarísk mynd sem Richard Franklin leik- stýrir og heitir Link. Myndin segir frá því hvað getur gerst þegar dýr- in snúast gegn manninum. Það má því finna nokkum náttúmvemdar- hljóm í myndinni. Link er simpansi sem vægast sagt sýnir miklar gáf- ur. Hann er ásamt fleiri simpönsum á rannsóknarstofu á afskekktum stað. Þangað kemur ung stúlka, Jane Chase (Elisabeth Shue), til að aðstoða dr. Steven Phillip (Ter- ence Stamp) við rannsóknir á dýrunum. Og fljótlega fara óvæntir og óhugnanlegir hlutir að gerast... Gung Ho er mynd eftir leikstjór- ann Ron Howard sem á að baki ekki ómerkari myndir en Splash og Cocoon og verður hún sýnd í Regnboganum yfir jólin. Myndin fléttar saman á skemmtilegan hátt útþenslu iðnveldis Japana og bandarískt efnahagsástand! Mynd- in gerist í bænum Hadleyville í Pennsylvaníu en þar hafa íbúar bæjarins í 35 ár haft lifibrauð sitt af bílaiðnaðnum. En vandi steðjar að bandarískum bílaiðnaði og þeg- ar verksmiðjunum er lokað í Hadleyville bíður bæjarfélagsins ekkert nema hægfara dauði. En þá kemur ungur og dugmikill maður til sögunnar, Hunt Stevenson (Michael Keaton), og flýgur hann til Japans þar sem hann fær jap- anska fyrirtækið Assan Motors til að opna bílaverksmiðju i Hadley- ville. En þó að samstarfið gangi vel í upphafi þá kemur fljótlega í Ijós að í Hadleyville mætast tveir ólíkir menningarstraumar. Ekki er ástæða til að ætla annað en að myndin sé hin ágætasta skemmtun enda eru kunnir gamanleikarar í helstu hlutverkum. Regnboginn hefur haft það fyrir sið nú í langan tíma að sýna eina Chaplinmynd um jólin. Að þessu sinni verður Borgarljós (City Lights) sýnd en þetta meistara- stykki Chaplins er frá 1931. Að sögn Friðberts Pálssonar, forstjóra Háskólabíós, er myndin sýnd í til- efni 200 ára afmælis Reykjavikur- borgar. Þegar myndin var gerð voru talmyndirnar komnar til sög- unnar en Chaplin þurfti ekki að eltast við tískuna - hélt sínu striki og gerði meistaraverkið Borgarljós án tals. -SMJ Lionsklúbburinn Kiddi komst heldur betur í laxaveislu hjá Stellu. Austurbæj arbíó Stella áfram í orlofi Engin íslensk mynd verður frum- sýnd nú fyrir jólin og eru það vissu- lega sár vonbrigði fyrir íslenska kvikmyndaunnendur sem hafa getað gengið að allavega einni íslenskri frumsýningu yfir jólin. I Austurbæj- arbíói verður sýnd íslenska gaman- myndin Stella í orlofi sem hefur nú gengið í sölum Austurbæjarbíós í tvo mánuði við mikla aðsókn. Þegar hafa 42.000 manns séð myndina hér í Reykjavík og nýtur hún enn ágætis aðsóknar. Það er kvikmyndafélagið Umbi sem stendur að framleiðslu myndar- innar en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, handrit er eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Aðalleik- arar eru Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Gestur Einar Jónasson, Gísli Rúnar Jónsson og Eggert Þorleifsson. Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að tí- unda efni myndarinnar eitthvað frekar. Myndinn er ekta gamanmynd og þá frekar í ætt við farsa. Mikið af spaugilegum uppákomum þó þær sé ef til vill fullsundurlausar. Aðall myndarinnar er góður leikur en í myndinni leika flestir af okkar bestu gamanleikurum. Myndin segir frá henni Stellu sem er ósköp „venjuleg" íslensk húsmóð- ir sem er gift verslunareigandanum Georg. Hann á von á dönsku við- haldi sínu í heimsókn en „forfallast“ og eiginkonan verður að hlaupa í skarðið. Hún heldur að hér sé um viðskiptafélaga að ræða og pikkar því upp Svíann Salomon Gustavson sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Fyrir misskilning fer hann með Stellu í laxveiði og þá skeður margt spaugilegt. -SMJ Bíóhúsið: Draumurinn um að geta flogið Fyrsta jólamynd Bíóhússins, sem er eins og alþjóð veit í sama húsnæði og Nýja Bíó var áður, er mynd um strákinn sem gat flogið (The Boy Who Could Fly). Leikstjóri og hand- ritshöfundur myndarinnar er Nick Castle. Hann lýsir sjálfur myndinni sem mjög persónulegri og áhrifamik- illi mynd um vandamál unglinga og aðstandenda þeirra. Þetta sé vissu- lega unglingamynd en ekki í venju- legum skilningi þess orðs og því sé hún frábrugðin flestum öðrum ungl- ingamyndum sem hér hafa sést. Myndin segir frá unglingsstúlk- unni Milly sem er nýbúin að missa föður sinn og á ákaflega erfitt með að sætta sig við þessa staðreynd. Hún tek'ur þá eftir Eric (Jay Underwood) sem býr í næsta húsi. Hann missti foreldra sína þegar hann var fimm ára og hefur ekki talað síðan. Hann lifir í eigin draumaheimi og flýgur í huganum. Þegar hann er í þessu draumaástandi getur hann gert það sem hann vill og finnst hann þá vera almáttugur. Hann flýgur um heiminn og veitir aðstoð sína. Milly tekur þátt í draumum hans og trúir því að hann geti í raun flogið og óskar einskis heitar en að fljúga með hon- um. Aðstandendur myndarinnar eru ekki þekktir en þó má sjá þá ágætu leikkonu Louise Fletcher í litlu en mikilvægu aukahlutverki sem sál- fræðingurinn Dr. Granada. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.