Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
Fréttir
Reykjavík:
Erilsöm nýársnótt án
alvariegra vandræða
Nýársnóttin var fremur erilsöm hjá
lögreglunni í Reykjavík en án stór-
slysa, að sögn Einars Bjamasonar
varðstjóra.
Að hans sögn var þetta eins og mjög
slæm helgi og ekki hægt að líkja þessu
við gamlárskvöldin hér áður íyrr. Þó
var mikið af rúðubrotum víðs vegar
um bæinn og tókst í fæstum tilfellum
að ná sökudólgunum. Rúður voru
bæði brotnar í verslunum sem og í
íbúðarhúsum. í fjölbýlishúsi í Árbæ
vom allnokkrar rúður brotnar. Einnig
vom brotnar rúður í Árbæjarskóla,
Breiðholtskjöri og í KRON í Fella-
görðum.
Um klukkan níu á gamlárskvöld var
maður tekinn á Skólavörðustíg þar
sem hann var að skjóta úr haglabyssu,
en athæfi hans skapaði ekki hættu
fyrir nærstadda. Ekið var á gangandi
mann á Bústaðavegi og var hann flutt-
ur á slysadeild.
Undir morgun var nokkuð um út-
köll og þá aðallega vegna ölvunar í
heimahúsum og deilna milli fólks.
-SJ
Suðumes:
Rólegt
oggott
gamlárs-
kvöld
Lögreglumenn á Suðumesjum vom
ánægðir með nýársnóttina í sínu um-
dæmi og töldu gamlárskvöldið hafa
verið rólegt og gott. Það var sama
sagan hjá þeim og víðast annars stað-
ar. flest útköllin voru í heimahús.
Fjórir voru teknir gmnaðir um ölv-
un við akstur. En fangageymslur
lögreglunnar í Keflavík vom ekki full-
nýttar. _SJ
Himinn var svo sannarlega fallegur yfir Reykjavík þegar klukkan sló tólf og árið 1987 rann upp og var gamla
árið kvatt myndarlega eins og sjá má á myndinni sem Ijósmyndarinn okkar tók þegar flugeldarnir lýstu upp
himininn á miðnætti. DV-mynd S
Ohappa-
laust á
Akureyri
Það var margt fólk á ferðinni á
Akureyri á nýársnótt, að sögn lögregl-
unnar þar. Nóttin gekk þó vel fyrir
sig og án óhappa. Ein rúða var brotin
i miðbænum.
Lögreglan vai' ánægð með útkom-
una og taldi að nóttin hefði verið
heldur rólegri en í fyrra.
-SJ
Kópavogur:
Með rólegri
gamlárs-
kvöldum
Að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi var talsvert af útköllum hjá
henni á gamlárskvöld og nýársnótt
en ekki var um að rasða nein alvar-
leg tilfelli. Flest útkallanna vom í
heimahús. 'IVeir voru teknir í
Kópavogi grunaðir um ölvun við
akstur.
Þrátt fyrir erilinn töldu lögreglu-
mennirnir þetta hafa verið með
rólegri gamlárskvöldum í nokkur
ár og mun rólegra en í fyrra. -SJ
ísafjörður:
Góð
mðBting
á brennur
Að sögn lögreglunnar á ísafirði
vom áramótin þar með rólegra
móti og var lítið að gera hjá henni.
Það var góð mæting á brennurnar
fyrir vestan en á Isafirði vom tvær
brennur og ein í Hnífsdal.
Áramótin gengu sem sagt vel
fyrir sig og vom lögreglumenn
ánægðir með hversu vel tókst til.
_____________ -SJ
Talsverð
ölvuná
Akranesi
Það var talsverður erill hjá lög-
reglunni á Akranesi á nýársnótt
og þá sérstaklega seinni hluta
næturinnar. Talsverð ölvun var í
bænum og var fólk mikið á ferð-
inni enda hið besta veður.
Engin slys urðu í bænum en
fangageymslur vom fullnýttar
þegar leið á nóttina. -SJ
Hafnarfjörður:
Fullar
fanga-
„Samúð
okkar er
einhuga“
-sagði Vigdís Finnbogadöttir í nýársávarpi sínu
í byrjun nýársávarps síns talaði
forseti Islands Vigdís Finnboga-
dóttir um „skuggann sem hvílt
heíúr yfir hátíðarhöldum okkar við
fregnir af miklum sjóslysum undan
ströndum landsins. Á slíkum
raunastundum kemur ávallt í ljós
hinn mikli samhugur sem býr með
Islendingum. Missir eins er missir
allra. Samúð okkar er einhuga um
þessar mundir með fjölskyldum
látinna sjómanna og alíra annarra
sem að hefur verið höggvið."
Einnig minntist hún í ávarpi sínu
á Kristján Eldjám sem heföi orðið
70 ára á þessu ári. Þar sagði hún:
„Rifjast það enn upp fyrir okkur
að hve allt of snemma við máttum
sjá á bak svo dýrmætum manni
sem hann var.“ Auk þess minntist
hún á að um aldamótin væri það
fynrséð að aldraðir yrðu um 17%
þjóðarinnar. „Þá um leið mun
færri sem sjá þurfa öldruðum, sem
skilað hafa sínum hlut til sam-
félags þjóðarinnar, fyrir góðu og
sómaríku ævikvöldi.“
-GKr
Álfar og aðrar furðuverur fara gjarnan á kreik á nýársnótt og ekki vant-
aði við borgarbrennuna i Breiðholti alls kyns verur sem stigu léttan dans.
DV-mynd GVA
Það var töluverð ölvun í Hafhar-
firði á nýársnótt, að sögn lögregl-
unnar þar í bæ. Fangageymslumar
vom fullnýttar sem er ekki vaninn
á gamlárskvöld.
Lögreglan fór í allnokkur útköll
og var það aðllega vegna deilna í
heimahúsum. Annars vom lög-
reglumenn í Hafnarfirði ánægðir
með áramótin og töldu að nóttin
hefði verið rólegri en í fyrra. -SJ
Rólegt hjá
slokkvi-
liðinu
Það var mun rólegri nýársnótt
hjá slökkviliðinu í Reykjavík held-
ur en í fyrra þegar bærinn logaði
nánast vegna sinubruna.
Nú fór slökkviliðið aðeins í þrjú
minni háttar útköll, eitt vegna
þess að kveikt hafói verið í póst-
kössum fjölbýlishúss í Breiðholti.
Annað útkallið var vegna elds á
svölum og það þriðja vegna elds í
mannlausum bíl við Reykjanes-
braut. Bíllinn mun ekki hafa
skemmst að ráði vegna eldsins.
-SJ