Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
Meiming
Nýtt verk á nýju sviði
Þjóóleikhúsið sýnir á Litla sviðinu: I Smá-
sjá
Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir.
Leikmynd og búningar: Gerla.
Tónlist Ámi Harðarson.
Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Leikendur: Anna Kristin Amgrimsdóttir,
Arnar Jónsson. Ragnheiður Steindórs-
dóttir og Sigurður Skúlason. Auk þeirra
koma fram nokkrir sjónvarpsfréttamenn.
Loksins hefur ræst langþráður
draumur og Litla sviðið í Þjóðleik-
húsinu fengið endanlegan sama-
stað. í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar hefur verið innréttað
reglulega snoturt leikhús og var
það vígt þann 30. des. með pomp
og prakt. Þetta er stór áfangi í
starfi leikhússins því að slík að-
staða er bráðnauðsynleg og for-
senda þess að hægt sé að sinna
ýmsum þeim verkefnum sem ekki
væri kostur að setja upp ella.
Litla sviðið hefur alla tið verið á
hrakhólum með húsnæði eða öllu
heldur verið rekið við ófullkomnar
aðstæður þó að þetta sé lögboðinn
þáttur í starfsemi leikhússins. Það
var um árabil starfrækt í Lindarbæ
og síðar í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þrátt fyrir erfiðan húsakost voru
settar þarna upp margar eftir-
minnilegar sýningar. A síðasta
leikári lá starfsemi þess alveg niðri
svo að það gefur augaleið að nú
blasir við betri tíð með þeirri ágætu
aðstöðu sem fæst í þessu nýja,
notalega leikhúsi.
Sérstaklega er það fagnaðarefni
að á fyrsta starfsári Litla sviðsins
er fyrirhugað að sýna eingöngu ís-
lensk verk.
Leikrit Þórunnar Sigurðardótt-
ur, í smásjá, er að mörgu leyti
verðugt vígsluverkefni og heppi-
legt til sýningar í því nána and-
rúmslofti sem skapast í leikhúsi
sem ekki er stærra en þetta.
Þórunn er auðvitað þaulreyndur
leikhúsmaður, leikari og leikstjóri,
en hér reynir fyrst og fremst á hana
sem rithöfund, þó að leikhúsreynsl-
an komi til góða. í verki hennar,
„Guðrúnu", sem sýnt var hjá Leik-
félagi Reykjavíkur 1983, voru það
persónur og atburðir Laxdælu sem
byggt var á. Söguþráðurinn var
þekktur en höfundur velti upp
ýmsum spurningum um samband
þeirra Guðrúnar, Bolla og Kjart-
ans og skoðaði söguna í nýju ljósi.
Efniviðurinn í þetta nýja leikrit
er hins vegar sóttur í okkar sam-
tíð. Fjallað er um fólk á „besta“
aldri sem átt hefur samleið allt frá
Anna Kristín Arngrímsdóttir
leikur Dúnu, þá persónu verksins
sem skýrustum dráttum er dregin.
Mér fannst Anna Kristín ná styrk-
ari tökum á hlutverkinu eftir því
sem á leið. I upphafi er Dúna beisk
og lífsleið, þó að í eðli sínu sé hún
létt, en verður síðan að horfast í
augu við þungbær tíðindi og sýnir
þá hvað í henni býr. í upphafi
fannst mér vanta fyllingu í túlkun
Önnu Kristínar en í seinni hlutan-
um sýndi hún vel þann innri kraft
sem Dúna á að hafa yfir að ráða
þegar mótlætið herjar.
Læknaþrenningin er leikin af
þeim Arnari Jónssyni, sem leikur
Bjarna, eiginmann Dúnu, og Ragn-
heiði Steindórsdóttur og Sigurði
Skúlasýni sem leika hjónin Hildi
og Alla.
Arnar sýnir ágætlega mann sem
er að lokast inni í heimi sjálfum-
gleðinnar, ekkert skiptir máli nema
starfið og rannsóknir sem vissulega
gætu orðið til blessunar fyrir fjölda
sjúklinga. En sá hængur er á að í
hans augum hafa sjúklingarnir
misst öll persónueinkenni, þeir eru
aðeins tilfelli sem hann skoðar
kalt og hlutlaust. Og Arnar var
kaldur og hlutlaus, kannski um of
undir lokin þegar hann átti að
bráðna.
Sigurður Skúlason leikur
„mannlega“ lækninn sen kannski
fmnur of mikið til með öðrum.
Hann hefur hallað sér um of að
flöskunni en raunir konunnar, sem
hann elskar, verða til þess að
lækna hann af áfengissýkinni og
bæta hans eigið hjónaband í leið-
inni (vonandi). Dálítið melodra-
matískt en sleppur fyrir horn vegna
hins ágæta texta Þórunnar sem er
laus við alla væmni, sannur og ein-
lægur. Og er ekki lífið sjálft einmitt
eitthvað þessu líkt?
Sigurður leikur sem fyrr segir
hlutverk Alla og er hæfilega gal-
gopalegur en nær þó að sýna inn í
kviku á honum þegar við á.
Ragnheiður Steindórsdóttir er
Hildur, aðstoðarlæknir Bjarna.
Hún gerði um margt vel í þessu
hlutverki þó að það gæfi ekki mikla
möguleika fyrr en í seinni hlutan-
um þegar áhorfendur kynnast Hildi
fyrst ofurlítið sem sjálfstæðri per-
sónu.
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri
heldur blæ hófstillingar yfir sýn-
ingunni sem kemur ljómandi vel
fyrir á þessu nýja sviði.
AE
skólaárum. Þetta eru tvenn hjón,
þrjú þeirra eru læknar en sú sem
gefið er í skyn að léttast hafi átt
með að læra varð að hætta lækna-
náminu af því að það fór ekki
saman að lesa fræðin og vera með
barn á brjósti.
Hjá þessu fólki er lífsgæðakapp-
hlaupið að baki, starfsframinn er
það sem lífið snýst um. Sá tími
nálgast óðum þegar staldrað er við,
litið til baka og lífið endurmetið.
Til hvers var allt erfiðið, hvað hef-
ur áunnist, týndist ef til vill eitt-
hvað mikilvægt á leiðinni? Nema
persónur Þórunnar fá ekkert ráð-
rúm, þeim er harkalega kippt niður
á jörðina þegar óvæntir atburðir
gerast. Aðstæður, sem hver og einn
getur hvenær sem er þurft að horf-
ast í augu við, verða til þess að
gjörbreyta viðhorfum persónanna,
bæði til sjálfra sín og hverrar til
annarrar.
Höfundur fjallar hér um ást og
vináttu, líf og dauða, mismunandi
gildismat og viðbrögð einstaklings-
ins við breyttum aðstæðum.
Þetta er þannig verk sem fjallar
um venjulegt fólk af holdi og blóði,
saga úr daglega lífinu, sem vel er
til þess fallin að vekja til umhugs-
unur um það andvaraleysi og til-
litsleysi sem allt of oft einkennir
líf nútímamannsins, að minnsta
kosti á meðan allt leikur í lyndi.
Höfundur og leikstjórinn Þór-
hallur Sigurðsson hafa á æfinga-
tímanum haft nána samvinnu og
verkið kemur fyrir sjónir áhorf-
enda í stílhreinni umgjörð leik-
myndar sem er verk Gerlu.
Atriði eru nokkuð mörg og skipt-
ingar tíðar og mér fannst Gerla
Leiklist
Auður Eydal
leysa sitt verkefni harla vel. Um-
hverfið er hæfilega kalt, sviðsmun-
ir fáir en hver og einn prýðilega
valinn.
Myndskjáir eru notaðir og gegna
töluverðu hlutverki og tónlist er
ákaflega mikilsvert atriði í sýning-
unni en Árni Harðarson sér um
hana. Hvort tveggja setur nútíma-
legan svip á sýninguna. Á frumsýn-
ingu voru einhverjir tækniörðug-
leikar á stjórn myndbandstækj-
anna er. það stendur væntanlega
til bóta.
Leikritið gefur nokkuð góða
mynd af þeim fjórum einstakling-
um sem koma við sögu þó að
persóna Dúnu sé skýrast mótuð.
Hún verður sá möndull sem at-
burðarásin snýst um og hennar
skapgerðareinkenni verða skýrust
í verkinu. Lýsing hinna þriggja er
grynnri þó að þau hvert um sig
hljóti að gera upp sín mál í ljósi
nýrra viðhorfa og þá komi í ljós
hver þau eru þegar á reynir.
Mér fannst fyrri hluti verksins
sterkari. í seinni hlutanum, eftir
hvörfin sem verða þegar Ijóst er
að Dúna er haldin sjaldgæfum
sjúkdómi, hægir á atburðarásinni.
Það verður visst spennufall og upp-
gjör persónanna við sjálfar sig og
stefnubreytingar þeirra verða ekki
eins dramatísk og efni standa til.
Hin sterka hlið Þórunnar er að
mínu mati textasköpun hennar.
Samtölin eru mjög vel upp byggð,
textinn er leikhæfur, hún fjallar
hér um margslungnar persónur og
margháttuð tengsl þeirra í milli og
skeikar hvergi hvað hið talaða orð
varðar.
Ragnheiður Steindórsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sinum í „í smásjá“.
Er enthvað að?
Kolbrún Ema Pétursdóttir, Amór Benónýsson og Briet Héðinsdóttir í „Lifi til
einhvers" eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Sjónvarpiö, 1987: Lif til einhvers.
Handrit Nina Björk Árnadóttir.
Tónlist: Hilmar örn Hilmarsson.
Leikmynd og búningar: Guðrún Sigriöur
Haraldsdóttir.
Stjórn upptöku: Þrándur Thoroddsen.
Leikstjóri/klipping: Kristín Jóhannesdóttir.
Sjónvarpsleikritið, Líf til einhvers,
var tekið upp á árinu 1985, en ekki
frumsýnt fyrr en nú að kvöldi nýárs-
dags. Það hefur því legið töluverðan
tíma í salti hjá stofnuninni af ein-
hverjum ástæðum sem ég hef ekki séð
skýringu á.
Það er heldur dapurleg mynd af
mannlegum samskiptum, sem dregin
er upp í þessu verki Nínu Bjarkar
Ámadóttur, og mér finnst úrvinnsla
leikstjórans, Kristínar Jóhannesdótt-
ur, skerpa og magna þennan dapur-
leika. Konumar íjórar, sem koma við
sögu, standa allar einar hver á sirrn
hátt en þrá mannleg samskipti og það
að komast út úr einangruninni. Undir
lokin eygjum við von fyrir sumar per-
sónanna þó að ekki séu gefhar
ákveðnar lausnir.
Yfirbragð myndarinnar er bjart,
nærri kalt, og myndatakan stundum
miskunnarlaus og hörð. Nokkur atriði
em allhrottaleg og ástarlífslýsingar
hispurslausar. Erótík gegnir stóm
hlutverki í lífi og samskiptum fulltrúa
þriggja kynslóða, Mörtu, móður henn-
ar og dóttur, en þar kemur við sögu
sami maðurinn í draumum þeirra
allra, Haraldur, sambýlismaður
Mörtu.
1 myndinni em ýmis tákn og vísan-
ir, nokkur draumkennd atriði falla inn
í söguþráðinn og speglar gegna miklu
hlutverki og koma hvað eftir annað
fyrir. Einstaklingurinn þráir snertingu
við aðra mannvem en fyrir verður
aðeins kalt yfirborð glersins eða speg-
ilsléttur vatnsflöturinn.
Annars fer fram ýmsum sögum í
myndinni eins og sjónvarpsáhorfendur
frá því í gærkvöldi vita. Minnstu mun-
ar að afskipti félagsráðgjafans, Mörtu,
af málum einstæðu móðurinnar,
Bryndísar, hverfist í óbærilegan harm-
leik. Á sama tíma fer fram uppgjör
mála á heimili Mörtu og eins og fyrr
segir hillir kannski undir betri tíð í
lokin.
Persónumar em allar sjálfhverfar,
þjakaðar af eigin einmanakennd og
tómleikatilfinningu, nema Haraldur,
sem reynir að bæta fyrir einhverja
óljósa sektarkennd frá því í bemsku
Leiklist
Auður Eydal
með því að vera öllum góður en vekur
þá upp tilfinningar sem hann ræður
ekki við og kunna að draga dilk á
eftir sér.
Hanna María Karlsdóttir nær góð-
um tökum á hlutverki Mörtu og
manngerðin fellur mjög vel að stíl og
andblæ myndarinnar. Sama er að
segja um Bríeti Héðinsdóttur sem á
létt með að túlka móður Mörtu.
Guðlaug María Bjamadóttir fcrnnst
mér þvinguð í hlutverki Bryndísar,
framsögnin óeðlileg og kom þess
vegna slagsíðu á atriðin á milli þeirra
Hönnu Maríu. Guðlaug lék hins vegar
lokaatriðin mun betur þegar botnlaus
örvæntingin knýr Bryndísi út á ystu
nöf.
Kolbrún Erna Pétursdóttir gerði
margt vel í hlutverki unglingsstelp-
unnar Sifjar. Hún lufsast um einmana
og óánægð og enginn hinna fullorðnu
sér hvemig henni líður. Haraldur, full-
trúi allra karlmanna í myndinni, er
leikinn af Amóri Benónýssyni og var
nokkuð sannfæandi, sem þessi bjarti
og væni draumaprins þriggja kyn-
slóða.
Þetta verk er í rökréttu samhengi
við fyrri verk þeirra Nínu Bjarkar og
Kristínar Jóhannesdóttur. Ég verð að
viðurkenna að mér fannst þó meira
af Kristínu en Nínu í myndinni, úr-
vinnslan á handritinu er bæði sterk
og persónuleg frá hendi leikstjórans.
En eins og sagði í upphafi fannst
mér þetta verk dapurlegt og í því mik-
il angist. Aðeins á einum stað tók ég
eftir að ögn var slegið af alvömþung-
anum og áhorfandanum leyft að brosa
út í annað.
En lífið sjálft er nú sem betur fer
oftar en ekki blanda af súm og sætu.
AE