Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Blaðsíða 11
f- FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987. 11 DV Fréttir Ríkissaksóknari um okurmálið: Ekki akært i málum þegar engir hámarksvextir giltu „Það er ljóst að þessi dómur hefur veruleg áhrif á framgang málatil- búnaðar ákæruvaldsins í þessum okurmálum," sagði Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari í samtali við DV þegar hann var spurður að því hver áhrif dómur Hæstaréttar í okurmálinu svokallaða á dögunum myndi hafa á þau mál sem í uppsigl- ingu væru. Sagði Hallvarður að ákæruvaldið og héraðsdómarar myndu líta til dóms Hæstaréttar í þeim málum sem framundan væru og yrði fallið frá ákærum í málum þeim þar sem meint brot væru framin á þeim tíma þegar ekki giltu hámarksvextir, sam- kvæmt dómi Hæstaréttar, en í öðrum málum myndi ákæruatriðum fækka. ! fréttatilkynningu sem Seðla- bankinn sendi frá sér nýlega, vegna dóms Hæstaréttar í máli þessu, kem- ur meðal annars fram að Seðlabank- anum hafi ekki borið skylda til að ákveða hámarksvexti heldur hafi bankanum aðeins verið það heimilt. Um það að auglýsingar Seðlabank- ans skuli, að mati Hæstaréttar, ekki vera grundvöllur refsiábyrgðar f málinu segir bankinn að það sé hlut- verk löggjafans en ekki Seðlabank- ans að tryggja að refsiheimildir séu jafnan I samræmi við þá stjórnsýslu- löggjöf sem bankanum sé ætlað að starfa eftir. Þá segir í frétt bankans að dómur Hæstaréttar leiði til verulegrar rétt- aróvissu við beitingu okurlaga samhliða nýrri bankalöggjöf sem miðist við brevttar forsendur. Því sé tímabært að móta heildstæða löggjöf um vaxtamál og refsiheimildir til samræmis við þróun undanfarinna ára og eyða þar með þeirri réttar- óvissu sem nú ríkir. -ój Aukinn þorskkvoti: Meiri afli en við ráðlögðum - segir Jakob Jakobsson „Því er ekki að leyna að þessi 30 þúsund tonna aukning á þorskkvótan- um er gagnstæð okkar ráðleggingum. Við lögðum til að veiðunum yrði hald- ið í skefjum næstu tvö árin meðan þorskárgangamir frá 1983 og 1984 væru að stækka en ljóst er að árgang- urinn frá 1983 verður uppistaða aflans á næsta ári. Ágangarnir frá 1981 og 1982 eru báðir lélegir þannig að hinn sterki 1983 árgangur mun bera veiðina uppi. Hitt er svo annað mál að þorsk- stofninn er ekki í hættu þótt kvótinn sé aukinn um 30 þúsund tonn, þetta er bara spuming um hvemig menn vilja nýta hann,“ sagði Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, þegar hann var spurður mn álit á auknum þorskkvóta á næsta ári. Jakob sagði að talið væri að þorsk- stofninn væri um ein milljón lesta og þar af væri 1983 árgangurinn um 460 þúsund lestir. Hann verður ekki kyn- þroska fyrr en 1989 til 1990, fer nokkuð eftir skilyrðum í sjónum. Þvi má svo bæta við að veiðin á hverju ári fer alltaf eitthvað fram úr áætlun og því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að á næsta ári veiðist 350 til 360 þúsund lestir af þorski. -S.dór Aramotadansleikurinn: Kostaði um eina milljón Kostnaður sjónvarpsins vegna ára- mótadansleiksins í Broadway var um ein milljón króna. Beinn dagskrár- kostnaður nam um 480.000 krónum og reikna má með að annað eins hafi far- ið í þann mannskap sem vann fyrir sjónvarpið þessa nótt auk upptöku- kostnaðar. Að sögn Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsins, þurftu þeir ekkert að greiða fyrir hú- sið sjálft og náðust mjög hagstæðir samningar við Ólaf Laufdal, eiganda þess. „Mér sýnist að sjónvarpið hafi slopp- ið nokkuð vel frá þessu dæmi,“ sagði Pétur í samtali við DV. -FRI STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar írá BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.