Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Side 18
18
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
Ymislegt
Tímaritið Þroskahjálp
4. tölublað 1986 er komið út. Útgefandi
er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju
eru í ritinu ýmsar greinar, upplýsingar og
fróðleikur um málefni fatlaðra. Það tölu-
blað sem hér um ræðir er að nokkru helgað
10 ára afmælisþingi Landssamtakanna, frá
))VÍ nú í haust. Þar stöldruðu menn við,
litu um öxl og horfðu fram á veginn. í leið-
ara þessa heftis hugleiðir Svanfríður
Larsen stöðu og störf aðildarfélaga
Þroskahjálpar og tvö af erindum afmælis-
þingsins birtast: Guðlaug Sveinbjarnar-
dóttir rifjar upp atriði úr 10 ára sögu og
skoðar hvað áunnist hefur út frá sjónar-
hóli foreldris og Halldóra Kristjánsdóttir
greinir frá nokkrum framtíðardraumum
þroskaheftra. Og í pistli af starfi samtak-
anna er svo sagt frá helstu atriðum þessa
þings. Af öðru efni má nefna ýmsan fróð-
leik um viðhorf til fósturrannsókna í
samantekt Ingu Sigurðardóttur og spjall
við Eyjólf Finnsson um störfsvæðisstjórn-
ar Vesturlands. Evald Sæmundsen fjallar
um kennslu- og uppeldisaðferð hreyfi-
hamlaðra barna. sem kennd eru við
Ungverjann Andreas Petö og skýrir frá
námskeiði sem haldið var síðastliðið sum-
ar um þetta efni. En þá var Ester Cotton
hér á landi á vegum Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins. Loks má nefna
ferðasögu eftir Lilju Pétursdóttur. þar sem
höfundur hregður ljósi á ferð sína til
Þýskalands síðastliðið sumar. Tímaritið
Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á
ári. Það er sent áskrifendum og til sölu á
hlaðasölustöðum og á skrifstofu Þroska-
hjálpar. Nóatúni 17. Áskriftasíminn er
91 29901.
Happdrætti
Almanakshappdrætti Lands-
samtakanna Þroskahjálpar
Vinningurinn í desember kom á nr. 1477.
Aðrir vinningar á árinu eru: 14927. 16911.
4792. 11769. 11639. 7767. 1185, 16619. 360.
4404 og 7314.
Á sunnudag verður frumsýnt leik-
ritið um Kaj Munk eftir Guðrúnu
Ásmundsdóttur sem hún jafhframt
leikstýrir og leikur í. Sýningin verð-
ur í Hallgrímskirkju kl. 16.00 og
verður framvegis sýnt á sunnudög-
um á sama tíma og á mánudags-
kvöldum kl. 20.30.
Kaj Munk var, eins og kunnugt er,
danskur prestur og leikritahöfundur.
Á árunum 1932 til 1934 var Munk
blaðamaður og þótti svo góður að
hann var sendur til Þýskalands þar
sem allt var að gerast, nasisminn að
vinna sigur og Hitler að komast til
valda. Nokkrum árum fyrir stríð var
hann farinn að skrifa á móti nasis-
manum og hafði það þær afleiðingar
að í lok stríðsins drógu nasistar hann
út af heimili hans og skutu hann.
Líkið fannst svo í skurði nálægt
Silkiborg 4. janúar árið 1944.
Sautján leikarar taka þátt í sýn-
ingunni, þar af þrjú böm. Þeir em
Amar Jónsson, sem leikur Kaj
Munk, Guðrún Ásmundsdóttir, Karl
Guðmundsson, Jón Hjartarson,
Ragnheiður Tryggvadóttir, Andri
Öm Clausen, Hallmar Sigurðsson,
Edda V. Guðmundsdóttir, Helga Þ.
Stephensen, Helena Jóhannsdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, ívar Öm
og Daði Sverrissynir, Elín Edda
Ámadóttir, Ragnar Kjartansson,
Unnur ösp Stefánsdóttir, Reinhold
Richter og Margrét Guðmundsdótt-
ir. Birgitta Hellerstedt og fleiri sjá
um dansa og hreyfingar.
Fjölmörg þekkt andlit mátti sjá í blysförinni í tilefni vígslu Litla sviðsins.
Nýtt leikhús undir
handarjaðri Þjóðleikhússins
Smiðshöggið var rekið á nýtt leik-
hús á þriðjudaginn undir handarjaðri
Þjóðleikhússins, en það var Litla svið-
ið að Lindargötu 7 sem var vígt við
hátíðlega athöfri með frumsýningu á
verki eftir Þómnni Sigurðardóttur, í
smásjá.
Blysför var farin klukkan 20 um
kvöldið þar sem íslenskir leikarar og
starfsmenn Þjóðleikhússins ásamt
bamalúðrasveit Mosfellssveitar gengu
frá anddyri Þjóðleikhússins að Litla
sviðinu. Fjöldi fólks var þar saman
kominn og allir virtust una undirleik
bamalúðrasveitarinnar vel. -GKr