Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Fréttir Picasso enn í hvelf- ingunni Picasso liggur enn í hvelfingu Seðlabankans, öllum hulinn. Listaverkinu Jaqueline, sem ekkja Picassos færði Vigdísi Finnbogad- óttur að gjöf að lokinni listahátíð síðastliðið sumar, hefur ekki veríð fundinn staðiu'. „Engum hefur enn dottið ákjós- anlegur staður í hug," sagði Komelíus Sigmundsson forsetarit- ari í samtali við DV. „Staðurinn þarf að vera ömggur og að auki þannig að almenningur geti notið verksins sem er sérstætt og fal- legt.“ Það er skoðun sérfræðings Christie's uppboðsfyrirtækisins í Ix)ndon að Picasso Vigdísai- sé 10 milljóna króna virði á frjálsum markaði. -EIR Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-11 Sp 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12mán. uppsögn 11-18.25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 16-18 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.9-4 Úb Innlán með sárkjörum 8.9-18 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 9-6 Ab Sterlingspund 9.9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.9-4 Ab Danskar krónur 8.9-9.5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst lltlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.79-18 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 16-18.5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18,5 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5-6.75 Lb Til lengri tíma 6-6.75 Bb.Lb Utlán til framleíðslu ísl. krónur 19-16.5 Sp SDR 8-8.25 Allir nema Ib Bandarí kjadali r 7.9-7,75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12.79-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.25-6.5 Bb.Sb. Vb.Sp Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 9-6.5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 1565 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 7.5% 1 jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn HOkr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðiia, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Sumir bankarnir miða þó við 21% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvii nubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb=Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánuri upplýsingar um peninga- markaðinn birtast i DV á fimmtudög- um. Landsmönnum fjölgaði aðeins um 1.948 á einu ári: Fólksfjölgunin nær öll á Reykjavíku rsvæði n u Mannfjöldi á landinu 1. desember 1986 nam 243.698, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Islands. Hefur landsmönnum fjölgað á einu ári um 1.948 eða 0,81%, nokkuð meira en árið 1985 en talsvert minna en á árunum þar á undan. Svo virðist sem tala brottfluttra af landinu hafi orðið um 200 fleiri en tala aðfluttra. Er það minni brott- flutningur en að jafhaði tuttugu árin þar á undan. Á árinu fæddust um 2.100 til 2.200 fleiri en létust. Rúmlega 3.800 böm fæddust lifandi en um 1.700 manns létust. Mannfjöldi óx um 1,7% á höfuð- borgarsvæðinu og um 0,4% á Suðumesjum. Hann stóð í stað á Austurlandi. Á Vesturlandi og Suð- urlandi fækkaði um 0,2%, á Vest- íjörðum um 0,5%, á Norðurlandi eystra um 0,6% og á Norðurlandi vestra um 1,1%. I Reykjavík fjölgaði íbúum um 1.627 eða 1,8%. Hlaut höfuðborgin á afinælisári sínu þannig 84% af heild- amiannijölgun á landinu. Hefúr fjölgun borgarbúa ekki verið meiri síðan 1962. Eru Reykvíkingar orðnir 91.394 talsins. Á þessum úratug hefur það ein- kennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin þrjú ár hefur verið bein fækkun í öðrum landshlutum. Af einstökum stöðum má nefna að á Hólmavík á Ströndum fjölgaði fólki um 7,2%, á Hellissandi og Rifi um 6,8%, í Bessastaðahreppi um 4,9% og á Djúpavogi um 4,7%. Mest fækkaði fólki í Norður-Isa- fjarðarsýslu, um 8,6%, og á Blöndu- ósi, um 4,4%. -KMU Ekkert lát er á deilunum um Borgarspitalann. Borgarsprtalamálið: Held að þetta sé meiriháttar vandamál nokkurra lækna - segir borgarstjóri „Ég held að þetta sé bara meirihátt- ar vandamál nokkurra lækna, þeir verða að kunna sér hóf,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við DV. Davíð var spurður álits á samþykkt Heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokks- ins þar sem fram kemur meðal annars að Borgai-spítalamálið sé orðið að meiriháttar vandamáli fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og tilurð þess og lausn sé á ábyrgð forystumanna hans. Davíð sagði að um væri að ræða nokkra lækna sem hefðu sig mjög í frammi vegna þessa máls og væru þeir sjálfum sér og sinni stofnun til minnk- unar með framferði sínu. -ój Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra: Slæmt að formaður læknaráðs Borgarsprtalans segi sig úr nefndinni „Auðvitað tel ég það afar slæmt að formaður læknaráðs Borgarspítalans segi sig úr slíkri nefnd en ég lít á af- sögnina einungis sem tímabundna," sagði Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra þegar hún var spurð álits á úrsögn Ólafs Jónssonar úr nefhd sem ráðherrann hafði skipað vegna Borgarspítalamálsins en í nefhdinni voru tveir fulltrúar Landsp- ítala, Borgarspítala og einn fulltrúi ráðherra. „Nefhdin var skipuð til að gera til- lögur um aukið samstarf á milli spítalanna," sagði Ragnhildur og gat þess ennfremur að ákvörðun í þessu máli af hálfu ríkisins lægi ekki fyrir fyrr en Alþingi hefði samþykkt heim- ild til yfirtökunnar. Hins vegar taldi hún eðlilegt að áðumefnd nefhd hefði átt að gera tillögur um rekstur spítal- ans og í henni hefðu fulltrúar Borg- arspítalans haft tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum. „Við höfum með þessu gert tilraun til þess að fá þá til samstarfs og þeir geta því ekki sagt að það hafi verið framhjá þeim gengið," sagði Ragn- hildur. -ój Akranes: Verkalýðsfélagið fékk brfreið í happdrætti Verkalýðsfélag Akraness vann bifreið af Suzuki gerð í bygginga- happdrætti sem félagið Vegurinn efndi til fyrir jólin. Nokkrar deilur urðu innan stjómar félagsins um hvað gera ætti við bifreiðina. Vildu sumir gefa hana til líknarmála, til sjúkrahúss Akraness eða til elli- heimilisins. Aðrir vildu að félagið - deilur í stjóminni um hvað gera ætti við vinninginn ætti bifreiðina til afnota fyrir starfs- mann. Á stjómarfundi í fyrrakvöld var svo kosið um málið og samþykkt að félagið héldi bifreiðinni. „Það kemur fyrir að við kaupum happdrættismiða af líknarfélögum, ekki oft en það kemur þó fyrir. Ég var búinn að gleyma því að við hefð- um keypt miða af Veginum þegar ég sá vinningsnúmerin auglýst. Þá rankaði ég við mér og því eins og sló niður í kollinn á mér að við hefð- um unnið bifreiðina. Ég var heima hjá mér og þaut niður á skrifstofu vegna þessa og þar kom í ljós að til- gáta mín var rétt,“ sagði Guðmund- ur Maggi, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við DV. Guðmundur sagði að félagið hefði aldrei átt bifreið fyrr en starfsmaður þess notað sína eigin bifreið en feng- ið ákveðið magn af bensíni greitt fyrir hana, annað ekki. Hann sagði það hafa verið sína skoðun að félag- ið ætti að halda bifreiðinni, enda væru full not fyrir hana. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.