Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. 39 Merming Birgir Sigurðsson - „Að bjóða byrginn myrkraöflum jarðarinnar“. DV-mynd BG Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega velta elnum Islendlngl skólavlst og styrk til háskólanáms í Sovétrlkjunum háskólaárió 1987-88. Umsóknum skal kom- ió til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavik, fyrir 6. febrúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meómælum. Umsóknareyóublöð fást i ráóuneytinu. 6. janúar 1987, Menntamálaráðuneytið. StD MURARAR ATHUGIÐ Innflutningsfyrirtækið Veggprýði hf., sem flytur inn sto-utanhúss-klæðn- ingarkerfi og múrviðgerðarefni, óskar eftirsamstarfi við múrara um land allt. Um næstu mánaðamót verður haldið námskeið í Þýskalandi á vegum fram- leiðandans. Þar verða efnin kynnt og meðferð þeirra. Þeir sem áhuga hafa á að fá nánari upplýsingar vinsamlega hafi samband við Veggprýði hfv sunnudag í síma. á laugardag og 673320. RYÐI r Bíldshöfða 18, Reykjavík, Sími 67 33 20. ÞORRAMATUR „Ekki leikgerð af mínu lífi“ Félagasamtök og starfshópar! Afgreiðum þorramatinn til ykkar á hagstæðu verði. 18 Tegundir. Verð kr. 490,- - frumsýningarspjall við Birgi Sigurðsson „Alveg sjálfsagt, en hafðu það stutt,“ svaraði Birgir Sigurðsson rit- höfundur þegar ég spurði hvort við gætum ekki sett saman spjall um leikrit hans, Dag vonar, sem frum- sýnt verður í Iðnó annað kvöld. „Mér leiðast þessi endalausu viðtöl í blöðunum," bætti hann við. Ég hjó eftir því á blaðamannafundi fyrir tveimur dögum að Birgir fór undan í flæmingi þegar menn spurðu hvort leikrit hans væri fjölskyldu- drama. Mér fannst upplagt að brydda upp á þeirri spumingu á nýjan leik. „í þessu leikriti er fjölskylda, móð- ir með þrjú uppkomin böm og sambýlismann, en leikritið fjallar ekki um fjölskyldu í þröngum skiln- ingi, heldur uppgjör innan fjölskyldu hér í Reykjavík einhvem tímann á sjötta áratugnum.“ Ég gekk á lagið og spurði hvers vegna honiun væri illa við hugtakið „fjölskyldudrama". „Ætli það sé ekki að hluta vegna þess að fólk hefúr tilhneigingu til þess að flokka slík leikverk undir „raunsæisverk" í fremur þröngum skilningi." Raunsæió of takmarkað Hvað hefurðu á móti raunsæi? spyr ég- „ Það gefur of takmarkaða mynd af veruleikanum og á alls ekki við um mín leikrit, þó svo að gagmýn- endur og leikhúsfræðingar hafi reynt að afgreiða þau með þeim hætti. Við nánari skoðun hafa þeir síðan uppgötvað að verkin passa ekki í raunsæisrammann og kenna höfundinum um.“ Hver em þá helstu einkenni á leik- ritun Birgis Sigurðssonar? „Sjáðu til, í leikritum mínum er vissulega að finna raunsæislega meðvitund um þá félagslegu aðstöðu sem persónurnar búa við. En í þeim er líka að finna ljóðrænu og ex- pressjónískan kraft. Yfirleitt fjalla þau um manneskjur á ystu nöf eða á áhættustundum, þegar ákveðnir sálrænir þættir em afhjúpaðir, og það gefur augaleið að slík afhjúpun sprengir af sér allt raunsæi, það dugar ekki til. Það raunsæi sem er í leikritum mínum, sömuleiðis tilvísanir í þann samfélagslega vemleika sem leik- persónumar hrærast í, blandast ljóðrænni sýn á mannleg samskipti og sálkönnun, þannig að varla verð- ur greint á milli allra þessara þátta. Ég vona að mér verði fyrirgefin þessi lauslega úttekt á eigin skáldskap. Ég held að hún sé að minnsta kosti jafngild og úttekt annarra og læt hana þess vegna flakka." Systurminning Dagur vonar er bæði persónulegt og sársaukafullt verk, sagði ég. Var erfitt að festa það á blað? „Efnið hefúr sótt á mig allt frá því ég byrjaði að skrifa prósa. Það var hins vegar ekki fyrr en nú að ég fann aðferð til að koma því til skila. Ekki svo að skilja að þetta verk fjalli um mig og mína fjölskyldu. Það er skáldskapur, ekki leikgerð af mínu lífi. Persónumar eru hvergi til nema í þessu leikverki og lúta eingöngu lög- málum skáldskaparins." Framan við leiktextann, sem kem- ur út á bók hjá Máli og menningu á frumsýningardaginn, er birtur ljóðaprósi eftir látna systur Birgis, Sigríði Freyju, en leikritið er einnig tileinkað minningu herrnar. Ég spvr Birgi um ástæðuna. „Ég tileinka henni verkið, einfald- lega vegna þess að mér þótti vænt um hana og það listræna innsæi sem hún hafði. Hún þjáðist mikið í sínu lífi, en varðveitti samt í sér tæra og einlæga skáldgáfú. hvort sem hún orti eða teiknaði." Dagur vonar, er það ekki rang- nefni á svo átakanlegu verki? spyr ég- Að gefast aldrei upp „í kaþólskri sálumessu, þeim texta sem notaður er í Requiem Mozarts. er sungið um Dag reiði, dag bræði: Dies irae, dies illa. Ég er hins vegar fyrir vonina og ætli það viðhorf skili sér ekki í verkinu. Vonin verður til þegar menn gera sér það að lífsreglu að gefast aldrei upp við að fram- fylgja því sem þeir álíta rétt og satt. Eg dái mest þá einstaklinga sem standa óvaldaðir af öllu nema eigin sannfærír.gu og samvisku og bjóða myrkraöflum jarðarinnar byrginn, hvað sem það kostar.“ Við Birgir sættumst á að hafa spjallið ekki lengra. Að lokum má geta þess að Dagur vonar er fimmta leikrit Birgis, leik- stjóri þess er Stefán Baldursson, en persónur og leikendur eru fimm: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sig- urður Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Valdimar Öm Flygen- ring, Sigríður Hagalin og Guðrún S.Gísladóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Þómnni S. Þorgrímsdóttur og tónlist eftir Gunnar Reyni Sveins- son. -ai □ VEITINGAMAÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16-110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880 Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1987 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkuiífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. 6. janúar 1987, Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.