Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Sakir í okurmálinu Bjargarlaus horfði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra að eigin sögn upp á það, að Seðlabankinn ákvað enga hámarksvexti hvorki í ágúst 1984 né í jan- úar 1985. Síðan liðu um tvö ár. Þá hóf forsætisráðherra skítkast við seðlabankastjóra um málið. Það hefur stað- ið síðan. Svokallað okurmál kom upp. Mikill fjöldi manna var kærður fyrir okur, það er að hafa tekið geipi- háa vexti af lánum. Hæstiréttur hefur kollvarpað ákærunum á hendur hinum meintu okrurum. Hæstirétt- ur segir, að engir hámarksvextir hafi verið í landinu og því ekkert okur samkvæmt skilgreiningu laga. Al- menningur hefur vafalaust þá skoðun, að vaxtataka umfram ákveðin mörk sé okur. Steingrímur Hermanns- son segir, að þetta sé gersamlega óeðlilegt ástand. Fleiri standa í slíkum viðskiptum en þeir, sem allajafna kall- ast okrarar. Bankar kaupa víxla með afföllum, sem þýða allt upp í 70 prósent vexti. Fyrir því höfum við til dæmis orð forsætisráðherra í DV-yfirheyrslu í fyrradag. Nú er í lögum, að Seðlabankinn fari eftir þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin ákveður. Ef taka á mark á forsætisráð- herra, hefur Seðlabankinn alls ekki gert það í þessu máli. Seðlabankinn hefur ekki ákveðið hámarksvexti samkvæmt dómi Hæstaréttar. Miðað við, að hámarks- vextir skuli vera til, hefur þetta valdið miklum óskunda í öllu kerfinu. Fjöldi fólks hefur greitt miklu hærri vexti en ella, ekki bara þeir, sem áttu viðskipti við þá, sem kærðir voru fyrir okur. Seðlabankinn hefur því gengið gegn ríkisstjórninni, ef eitthvað er að marka forsætis- ráðherra. Steingrímur segir, að þetta hafi kannski verið mannleg mistök seðlabankastjóra. En þetta er svo stórt mál, að seðlabankastjórum er ekki stætt á að sitja. Eina vörn þeirra væri sú, að þeir hefðu getað verið í góðri trú um, að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að hafa enga hámarksvexti. Markaðurinn skyldi alfarið ráða vöxtum. Okur væri ekki til. En hver er staða ríkisstjórnar, sem horfir upp á þessa aðferð Seðlabankans og gerir ekkert? Valdið var hjá ríkisstjórninni. Seðlabankanum bar að hlýða henni. Forsætisráðherra sagði í DV-yfirheyrslunni: „Ég segi hiklaust, að það sé hneyksli, að Seðlabankinn skuli ekki gera sér grein fyrir þessu með alla þá sérfræðinga og alla þá ráðgjöf, sem hann hefur...Það skal viður- kennt, að hér í ríkisstjórninni voru menn hræddir við þetta, að vextir færu upp úr öllu valdi. En ég held, að menn hafi alls ekki hugsað út í það, að okurlögin yrðu þar með afnumin.“ Sem sagt, menn sátu allan tímann hjálparlausir í ríkisstjórninni, horfðu á þetta en máttu sig ekki hræra, segir sjálfur forsætisráðherrann. Við þessa útlistun forsætisráðherra verður ekki un- að. Einnig ríkisstjórnin hefur fjölmargra ráðgjafa, og henni ætti ekki að vera skotaskuld úr að fá upplýsing- ar um, hvað sé að gerast. Forsætisráðherra er því einungis að útlista, að hann og ríkisstjórnin séu sek um það, hvernig fór. Aðra túlkun verður ekki unnt að samþykkja, ef við eigum að trúa, að við séum alvöru- ríki með alvöruríkisstjórn. Það þýðir ekki fyrir forsætis- ráðherra að skamma Jóhannes Nordal. Forsætisráð- herra er sjálfur sekur. Séum við alvöruríki, verður ekki heldur unað við látlausar skammir milli forsætisráðherra og höfuðs Seðlabankans út af þessu máli, án þess að forsætisráð- herra komi seðlabankastjórum frá. Ríkisstjórn hlýtur að ráða og jafnframt er það hennar að axla ábyrgðina. Haukur Helgason. „Þar sem alvöru torsætisráöherrar eru ábyrgir tekur þjóðin mark á oröum þeirra. Hér segir Steingrimur að Al- bert eigi að fara en notar svo ekki formlegt vald sitt til að víkja honum úr embætti." Enginn er ábyrgur KjaUariim Ólafur Ragnar Grímsson - , formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins aftur. Vitnaleiðslur. Húsrannsóknir. Réttarhöld. Lögfræðingar í önnum marga mánuði. Hæstiréttur upptek- inn í hálfan vetur. Eftir allt þetta umstang kemur svo loksins úrskurður. Hinir landsfrægu okrarar ganga brosandi og sýknaðir út úr réttarsalnum af því að Seðla- bankinn gleymdi að auglýsa há- marksvexti. Þjóðin er agndofa. Hún spyr í hneykslan: Hver er þá sekur? Þá setja ráðherramir fríspilið aftur í gang. Viðskiptaráðherrann segir: Ekki ég. Forsætisráðherrann segir: Ekki ég. Seðlabankastjóramir segja: Ekki ég. Viðskiptabankamir segja: Ekki við. Síðan fara þeir með frafári að benda hver á annan. Steingrímur bendir á Jóhannes. Jóhannes á ríkis- stjóm og Alþingi. Matthías út í buskann. Fyrst heimtar Steingrímur „Á undanförnum vikum og mánuðum hafa ráðherrar og aðrir forráðamenn í stjórn- kerfinu keppst um að koma sök af sér og vísa út og suður þegar afbrot og yfirsjónir koma upp á yfirborðið.“ Lýðræðið felst ekki aðeins í reglum um kosningar til Alþingis og sveitar- stjóma. Það gmndvallast fyrst og fremst á siðferði og heilindum, virð- ingu fyrir fastheldni loforða og heiðarleika. Það er traustið sem rík- ir milli fólksins og forystumanna sem er besti prófsteinninn á styrkleika lýðræðisins. Þegar það þrýtur þá duga engar reglur eða form. Lýðræð- ið er því í innsta eðli sínu stjómskip- un byggð á virðingu fyrir siðareglum og gagnkvæmri ábyrgð. Ef ábyrgðin brestur, ráðamenn skjóta sér undan og enginn vill kannast við eigin verk, þá er verið að eyðileggja tiltrú almennings á kostum lýðræðisins. Á undanfómum vikum og mánuð- um hafa ráðherrar og aðrir forráða- menn í stjómkerfinu keppst um að koma sök af sér og vísa út og suður þegar afbrot og yfirsjónir koma úpp á yfirborðið. Þeir virðast líta á at- burðarásina eins og siðferðilegt fríspil þar sem fremst er sú regla að allir eiga að sleppa, einkum þeir sem í æðstum sessi sitja. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af því að í útlöndum séu ráðamenn sí og æ að segja af sér vegna sið- ferðilegra yfirsjóna og vanrækslu í starfi. En það gerist ekki hér. ísland er ekki svoleiðis. Hér er allt hægt ef ráðmenn em bara nógu stafffrug- ir. Hafskipsráðherrann fer í sérstakt smölunarprófkjör og telur sigur sinn sönnun á að hann sé saklaus. For- sætisráðherrann boðar fyrir áramót brýna rannsókn á okurmálum en tilkynnir svo eftir nýársdag að hún sé alveg óþörf eins og málið hafi upplýst um leið og rakettumar dóu út í náttmyrkrinu. Enginn er ábyrgur. Allir sitja áfram í sínum stöðum. Iðnaðarráð- herrann. Forsætisráðherrann. Viðskiptaráðherrann. Bankastjór- amir. Bankaráðin. Forstjóramir. Og svo auðvitað okraramir og spekúl- antamir. Siðferðileg upplausn ís- lenska stjómkerfisins er í algleym- ingi. Hafskipsmálið Fyrir rúmu ári var ljóst að yfir- stjóm bankakerfisins höfðu orðið á alvarleg mistök í mati á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans. Skipa- félagið naut velvildar langt umfram eðlileg mörk vegna áhrifa forstjóra þess og stjómarformanna innan Sjálfstæðisflokksins. Iðnaðarráð- herrann var potturinn og pannan í þessum áhrifahring. Varaformaður flokksins hafði svo stjómað hale- lújakór á frægum aðalfundi þegar hluthafar vom blekktir til að leggja fram meira fé. Málið var klárt. Hin siðferðilega sekt ótvíræð. Brestir í trúnaðar- trausti og ábyrgð sáust í mílufjar- lægð. I öllum siðmenntuðum lýðræðisríkjum hefði allt heila gall- eríið sagt af sér trúnaðarstörfum. Ráðherrann og varaformaður fiokksins. Bankastjóramir og bankaráðsmennimir. í reynd allir þeir sem komu við sögu og kjömir höfðu verið til trúnaðar. Þeir hefðu sagt: Hér verður allt að vera hreint og sérhver ábyrgðarmaður í stjóm- kerfinu að vera hafinn yfir grun ef fólkið á áfram að geta treyst þeim siðferðilegu leikreglum sem em for- senda lýðræðisins. En í fríspili kerfisins sem ríkis- stjómin passar að halda gangandi var úskurðað: Allt í lagi, strákar. Við sitjum bara allir áfram. Enginn er sekur þar til formlegur dómur fell- ur í Hæstarétti. Það getur tekið hálfan áratug eða meir og á meðan njótum við valdsins. Forsætisráðherrann var að vísu eitthvað að tauta að ef hann væri Albert þá segði hann af sér. En það vom nú bara máttlaus orð því auð- vitað hvarflaði ekki að Steingrími að nota stjómskipað vald forsætis- ráðherra til að víkja Albert úr ríkisstjóminni. Það gera bara alvöru forsætisráðherrar í útlöndum. Okurmálið I rúmt ár vann Rannsóknarlög- •regla ríkisins að athugun á starfsemi nafrifrægra okrara í landinu sem fé- flett höfðu almenna borgara um hundmð milljóna. Þeir vom teknir fastir. Sluppu úr landi. Komu svo opinbera rannsókn en bakkar svo með allt saman. Ríkisstjómin kemur á fund en kýs síðan að þegja. Hneykslið gengur yfir. Ekkert ger- ist. Allir sitja áfram. Samtryggingin blívur. Marklaus orð f löndum þar sem allir vita að for- ysta í lýðræðisríki felur í sér sið- ferðilega ábyrgð þá væri svona óperetta hrópuð niður. Hér halda sýningamar bara áfram í Stjómar- ráðinu og Seðlabankanum. Þar sem alvöru forsætisráðherrar em ábyrgir tekur þjóðin mark á orð- um þeirra. Hér segir Steingrímur að Albert eigi að fara en notar svo ekki formlegt vald sitt til að víkja honum úr embætti. Hér tilkynnir Steingrím- ur að rannsaka þurfi Seðlabankann en bakkar svo um leið og Jóhannes byrstir sig. Orðin flæða og flæða. Marklaus eins og ætíð áður. Forsætisráðherra sem þannig verður ómerkur orða sinna í hveiju stórmálinu á fætur öðm er að eyði- leggja þá ábyrgðarvitund hjá vald- höfum og almenningi sem er homsteinn raunvemlegs lýðræðis. Það var sagt fyrir nokkrum árum að blaðrið í Steingrími væri orðið efnahagsvandamál. Nú virðist það á góðri leið með að verða einnig stjómkerfisvandamál. Ólafur Ragnar Grímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.