Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 33
EÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987.
45. ~
Fjölgun í
fjölskyld-
unni
Fyrrum eiginkona rokkrisans sáluga
Elvis gamla Presleys kemst nú ekki
fetið fyrir ljósmyndurum og blaða-
mönnum. Ástæðan fyrir síauknum
áhuga á ferðum Priscillu Presley er
meint meðganga hennar- en að dómi
fróðra manna er hún komin nokkra
mánuðf á leið með væntanlegt
krakkakríli sitt og hins hjartkæra
Marco Garibaldi. Ennþá hefur Prisc-
illa ekki komið því í verk að láta
einhvern útsendara almættisins á
jörðu niðri pússa sig saman við elsk-
hugann - sem þykir ekki kristileg
hegðan í guðs útvalda landi.
Hinn verðandi faðir er tíu árum
yngri en rokkekkjan - sem er núna
í topptísku vestra. Hann er þó eldri
en Lisa Marie - dóttir Elvis Presley
og Prisillu - sem þykir til bóta. Prisc-
illa Presley er rúmlega fertug og
fyllir flokk þeirra stjarna sem hafa
að undanförnu staðið í barneignum
á fimmtugsaldrinum. Frjósemi hefur
stungið sér niður meðal eldri goð-
anna af auknum krafti - Ursula
Andress, Betta Midler og Goldie
Hawn hafa allar komið sér upp hvít-
voðungum eftir fertugt og segjast
alsælar með framkvæmdirnar.
Myndin af bamum
Svo sem kunnugt er af fréttum
voru foreldrar leikarans Patricks
Duffy myrtir við störf á barstofunni
sinni í Boulder í Montana. Þetta var
mikið áfall fyrir hinn dáða Duffy
enda náið samband milli fjölskyldu-
meðlimanna. Meðfylgjandi mynd
hékk uppi á vegg í barstofunni og
voru hjónin Mary og Terry óþreyt-
andi að ræða um sinn fræga son við
gesti og gangandi. Patrick Duffy er
ennþá óhuggandi og kennir sér um
örlög foreldranna því hann telur að
velgengni hans á framabrautinni
hafi orðið morðingjanum hvati til
þess að velja sér Duffyhjónin að fórn-
arlömbum.
Með sitt
á þurru
I rigningu og slvddu er leiðindafærð
og mikilvægt að geta komist þurrum
fótum milli staða. Gæsin Guðriður
hefur það alveg á hreinu og bað því
um góðar gúmmígræjur í jólagjöf
þetta árið. Hún var á hraðferð þegar
meðfylgjandi mynd var smellt af
henni í bæjarferð rétt eftir áramótin
en gaf sér þó tíma til að senda lesend-
um Sviðsljóssins heillandi hornauga.
Svo smellti hún góðri regnhlíf undir
væng og tók stefnu á næstu stórút-
sölu - Guðríður leitar nú stíft að
vatnsheldum undirfatnaði fvrir kom-
andi dýrðardaga undir hækkandi sól
með varmari vindum.
Erfiðleikar
yfirstignir
Leikkonan fræga, Heather Thomas.
lenti í ýmsum erfiðleikum á síðasta
ári. Það afdrifarikasta er eflaust það
að ljóskan giftist vafasömiun rokk-
ara svo sem frægt er orðið og svo
lenti hún að auki í slæmu bílslysi.
Það síðarnefnda varð til þess að um
tíma héldu þarlendir læknar að hún
vrði aldrei fær um að ganga á nýjan
leik.
Meðfvlgjandi mynd sýnir þegar
Heather er ekið út af sjúkrahúsinu
í Los Angeles þar sem hún gekkst
undir fjóra uppskurði í lok ársins.
Þeir heppnuðust vel þannig að leik-
konan getur andað léttara hvað það
vandamálið snertir. Og þá er bara
eiginmaðurinn eftir...
■
wtö 1 Jl 11
3 m ■|lj| , .
J.... ■ ■ t
...fw 3
■ ‘ 'T ■ ,. • i
" "”"T
Leiðin til
frægðar
og frama
Fljúgandi fíll getur fengið vinnu í
hvaða sirkus sem honum þóknast og
þegið fyrir vinnu sína höfðinglegar
launagreiðslur. Fljúgandi belja getur
svo bókað að ná jafnvel ennþá lengra
því ekkert fordæmi er fyrir slíku
furðuverki. Þessir fjórir fræknu
nautgripir búa í Fort Scott í Kansas-
fylki og ákváðu að feta í fótspor
Júmbós sem átti hug og hjörtu áhorf-
enda hvert sem hann fór. Eitthvað
fataðist þeim flugið í fyrstu ferðinni
- enda vantaði framagosana þá höfð-
inglegu eyrnastærð sem nauðsynleg
telst til slíkra æfinga - og fallið var
i votari kantinum. Ekki eru víst allar
ferðir til fjár og frægðar - eða þannig.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Linda Evans
hefur skipt um hárgreiðslu
og aðdáendur hennar þurfa
því að hendast á næstu hár-
greiðslustofu með DV undir
hendinni. Þetta er hið eina
sanna yfirbragð á Ijóskurnar
þessa dagana og á það skal
bent hér og nú að liturinn
er ekki lengur sá sami. Yfir
hverju hári þeirrar góðu
konu liggur gráblá slikja og
er því ekki seinna vænna að
líta á litaspjaldið hjá næsta
hárgreiðslumeistara.
veldur miklum heilaþrotum
um þessar mundir með því
að vilja ekki gefa upp ná-
kvæma hæð sína í sentí-
metrum talið. Vestra eru nú
birtar myndir af kappanum
við hlið hinna ýmsu manna
og kvenna og reynt að áætla
hæðina miðað við þá stað-
reynd hvort hann virðist ná
þeim í axlir eða jafnvel
hærra. Ljóst er af skrifum
þessum öllum að Newman
er ekki dvergur en nær verð-
ur líklega ekki komist hvað
varðar þetta stórmerka
áhyggjuefni helstu stjörn-
uskríbenta.
Prinsessan af
Kent
er í ónáð hjá bresku hirðinni
- einkum og sér í lagi er
Betu drottningu uppsigað
við þennan kvenmann.
Hárfín hæðnin sem prins-
essan hefur notað til þess
að gagnrýna kóngaliðið fer
illa fyrir brjóst manna innan
hallarveggjanna og fyrir jólin
var það boð látið út ganga
meðal þegnanna að sú tann-
hvassa væri ekki velkomin í
jólaboðin þetta árið. Prins-
essan svaraði fyrir sig með
því að undirbúa flutning til
Bandaríkjanna þar sem hún
gerir ráð fyrir að aðeins megi
anda á mannskapinn.
Paul Newman