Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1987. Fréttir i>v Rækjutogarinn Hafþór frá ísafirði: Mun sigla inn ef aðrir togarar gera það líka - segir útgerðarstjórinn Birgir Valdimarsson „Við létum það alfarið í hendur skipstjórans hvort hann héldi áfram veiðum eða færi að óskum samnings- aðila í sjómannadeilunni og sigldi inn. Hann sagðist ekki sigla inn einskipa, enda engin sanngirni í að kalla hann einan til hafnar, fjöldinn allur af skip- um er á veiðum í trássi við Sjómanna- sambandið. Það er hins vegar alveg ljóst að ef aðrir togarar verða kallaðir inn, kemur Hafþór líka, en skipstjór- inn Iætur ekki kalla sig einan til hafnar," sagði Birgir Valdimarsson, útgerðarstjóri hins nafntogaða rækju- togara frá Isafirði, Hafþórs, í samtali við DV í gærkvöldi en þá var hann nýkominn til Reykjavíkur. Birgir sagðist eiga erindi við sjávar- útvegsráðherra út af öðrum málum en þessu. Hann sagðist aftur á móti eiga von á því að þetta mjög svo umdeilda mál kæmi til umræðu á fúndi hans með ráðherranum. Eins sagðist Birgir vera tilbúinn til að ræða við deiluað- ila í sjómannadeilunni, ef það mætti verða til þess að liðka fyrir um lausn málsins. Það er alveg ljóst að sjómenn munu ekki setjast að samningaborði fyrr en togarinn Hafþór er kominn til hafnar. En hvort þessi nýja staða, að hann fylgi öðrum togurum til hafnar, verður til að breyta einhverju, kemm- í Ijós í dag eða um helgina. -S.dór Fulltrúar Bylgjunnar á ísafirði á fundi með Matthiasi Bjarnasyni og Halldori Ásgrímssyni í gær. DV-mynd Ragnar S Sjómannadeilan: Frá sátta- semjara til ráð> herrafundar nkisstjómin farin að hafa afskipti af deilunni Fundur sá sem Guðlaugur Þor- valdsson boðaði deiluaðila í sjó- mannadeilunni á í gærmorgun var stuttur. Hann stóð í innan við klukku- stund, þá gengu fulltrúar sjómanna af fúndi þar eð rækjutogarinn Hafþór frá ísafirði var enn að veiðum. Þá gerðist það að ríkisstjómin ákvað að blanda sér í málið. Samninganefhd- ir deiluaðila vom kallaðar á fund ráðherranna Halldórs Asgrímssonar og Matthíasar Bjamasonar. Hópamir komu til fundar hver fyrir sig og stóðu fundahöldin yfir í þrjár klukkustund- ir. Staðan í deilunni var rædd og deilu- aðilar skýrðu sjónarmið sín fyrir ráðherrunum. Það kom í ljós á þessum fundum að ráðherramir, eins og fleiri, stóðu í þeirri meiningu að útgerðar- stjóm rækjutogarans Hafþórs hefði skipað skipstjóranum að hætta veið- um og sigla inn. Svo er alls ekki, eins og kemur fram í viðtali við Birgir Valdimarsson, útgerðarstjóra togar- ans, í DV í gær. Þvert á móti segir Birgir skipstjórann hafa fullan stuðn- ing útgerðarstjómar um að halda áfram veiðum. Þetta kom ráðherrum á óvart, að sögn fulltrúa vestfirðinga. Matthías Bjamason viðskiptaráð- herra benti deiluaðilum á þá hættu sem fiskmarkaðir okkar erlendis væm að komast í ef verkfallinu héldi áfram. Að öðm leyti lögðu þeir ekkert ákveð- ið til málanna. Framvinda málsins er í mikilli óvissu. Guðlaugur Þorvalds- son sáttasemjari segir tilgangslaust að kalla menn til sáttafundar meðan Hafþór er að veiðum. -S.dór Nýir eigendur að Tívolí Á næstunni munu nýir aðilar taka yfir meirihluta hlutabréfa í Skemmtigarðinum hf. sem rekur Ti- volí Eden-Borg i Hveragerði. Aðal- eigandi fyrirtækisins nú er Sigurður Kárason. Aðaleigandi mun verða i Ólafur Ragnarsson hæstarréttarlög- maður í Reykjavík. Tildrög þessara eigendaskipta munu vera þau að Fjárfestingarfé- lagið, sem á kröfu upp á um fimmtán milljónir í Skemmtigarðinn, hefur krafist þess að til að gerðar verði skuldbreytingar á lánum félagsins komi til nýir hluthafar og að Sigurð- ur Kárason hætti öllum afskiptum af fjármálum félagsins. Upphaf þessa máls mun vera það að í október 1985 keypti Verðbréfa- sjóður Fjárfestingarfélagsins skuldabréf að upphæð þrettán millj- ónir króna af fyrirtækinu Skemmti- garðinum sf. Bréf þessi voru með fyrsta gjalddaga í október á síðasta ári. Samkvæmt heimildum DV mun Verðbréfasjóðurinn hafa kannað rækilega þær tryggingar sem voru fyrir bréfunum en þær eru í landi, fasteignum og tækjum Skemmti- garðsins. Fengið var álit hjá sérfræð- ingum í Bandaríkjunum og Italíu um raunverð á skemmtitækjunum. Einnig voru fengnir fasteignasalar til að leggja mat á eignir félagsins. Munu þær hafa numið að minnsta kosti þrjátíu milljónum króna og fékk Verðbréfasjóðurinn fyrsta veð- rétt í öllum þessum eignum og einnig þeim eignum sem kynnu að rísa á landi Skemmtigarðsins í framtíðinni. Fjárfestingarfélagið yfirtekur skuldabréfin Hið næsta sem gerðist í málinu var það að síðastliðið vor var það upp- lýst að Sigurður Kárason væri tengdur okurmálinu svonefnda og skuldaði Hermanni Björgvinssyni rúmar eitt hundrað og áttatíu millj- ónir. Þá þegar greip Fjárfestingarfé- lagið til þess ráðs að taka yfir skuldabréf þau er Verðbréfasjóður- inn átti með veði í eignum Skemmti- garðsins sf. Það mun hafa verið gert til þess að koma í veg fyrir að Verð- bréfasjóðurinn biði álitshnekki vegna viðskipta við fyrirtæki i eigu Sigurðar Kárasonar. I júní á síðastliðnu ári er síðan fyrirtækinu Skemmtigarðinum sf. breytt í hlutafélag en var áfrarn að mestu í eigu Sigurðar Kárasonar. Þegar kom fram í október á síðast- liðnu ári og Skemmtigarðurinn hf. átti að byrja að greiða af bréfunum hjá Fjárfestingarfélaginu fóru greiðslur í vanskil og munu nú um sex milljónir vera í vanskilum. Heildarskuld Skemmtigarðsins við Fjárfestingarfélagið mun hins vegar nema um fimmtán milljónum króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Staðan i málinu í dag er sú að Fjárfestingarfélagið hefur beðið um uppboð á eignum Skemmtigarðsins og alfarið hafnað óskum um skuld- breytingu nema að nýir eigendur komi inn í fyrirtækið með meiri- hlutaeign og þar kemur Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður inn í málið. Hann ásamt fleirum mun nú standa í viðræðum við Fjárfest- ingarfélagið um skuldbreytingu. Ölafúr Ragnarsson varðist allra frétta er DV spurði hann um þetta mál. Hann staðfesti þó að hann ásamt fleirum væri að athuga hvort grundvöllur væri fyrir því að kaupa meirihluta í Skemmtigarðinum en það væri undir því komið hvort hægt væri að semja um skuldbreyt- ingu á bréfúm sem eru í vanskilum hjá Fjárfestingarfélaginu og einnig hvemig önnur skuldastaða fyrirtæk- isins væri. Vilja Sigurð Kárason út Gunnar Helgi Hálfdanarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins, sagði í samtali við DV að það væri alveg ljóst að ef ekki fengjust nýir hluthafar inn í Skemmtigarð- inn, sem þar færu með meirihluta, °S væri að Sigurður Kárason kæmi ekki framar nálægt fjármálum fyrirtækisins þá yrðu eignir Skemmtigarðsins boðnar upp. Gunnar sagðist ekki hafa áhyggjur af því að peningar Fjárfestingarfé- lagsins væru í hættu í þessu máli en að þægilegra væri fyrir alla aðila að ekki þyrfti að koma til uppboðs. Gunnar sagði að upphæð bréfanna sem keypt hefðu verið af Skemmti- garðinum væri einungis brot af veltu Fjárfestingarfélagsins og stafaði hluthöfum engin hætta af þessum viðskiptum. Hlutafé Fjárfestingarfélagsins er þrjátíu milljónir króna en árið 1984 var ákveðið að auka hlutaféð um þrjátíu og fimm milljónir króna og er þeim hlutafjaraukningu nú nær lokið. a4 Sennilegt er að nýir eigendur muni koma inn i Tívolíið í Hveragerði. Skuldastaða fyrirtækisins mun vera slæm og eina vonin um áfram- haldandi rekstur mun vera sú að nýir eigendur eignist meirihluta i fyrirtækinu. Annars munu eignir þess verða boðnar upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.