Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Síða 2
44 LAUGARDAGUR 31. JANIJAR 1987. Ekki þessa hraðbraut Vegamálastjórinn á Ítalíu ráðgerir nú að leggja hraðbraut mikla rétt við hina fornu borg Pompei. Um- hverfisverndarmenn og fornleifa- fræðingar hafa brugðist ævareiðir við og hóta öllu illu ef ekki verður hætt við lagningu vegarins. í Pompei eru fádæma vel varðveitt- ar 2000 ára gamlar fomleifar því sem kunnugt er fór borgin undir ösku í miklu gosi í Vesúvíusi. Yfirvöld segja að hraðbrautin hafi ekki áhrif á forn- leifarnar því brautin verði skilin frá borginni með 30 metra breiðri gras- flöt. Þeir sem eru á móti segja að tæring vegna loftmengunar eigi eftir að fær- ast mjög í aukana ef brautin verður lögð á þessum stgð. Fróðir menn Breið siðan segja þó að engin ástæða sé til að óttast þessar ráðagerðir því enn muni líða mörg ár áður en hrað- brautin komist á fjárlög og enn lengri tími þangað til hafist verður handa við lagninguna. VIKAN er blaðið Gefðu mér gott stríð og ég harðna - segii Albert Guðmundsson iðnaðanáðherra í Vikuviðtalinu Rauður kjóll, smásaga eftir Oddnýju Björgvins- dóttur. Fyrsta smá- saga höfundar sem birtist á prenti. Viðtal við höfundinn. í þrjá mánuði á eftir leið ég vítiskvalir í fráhvörfum efdr aHa neysluna. Hefði ég ekki átt fjölskyldu mína að hefði ég svipt mig lífi, segir fyrrverandi eitur- lyflaneytandi í viðtali við Vikurta. Hvað vantar? Tilbú- inn varahlut eöa líf- fræðilegan, gervis- inar eða beinmerg? Lesið um varahluta- þjónustu líkamans í Vikunni. Missið ekki af þessari Viku Mafíósinn Castellano. Eins dauði er aimars brauð Á Sikiley standa nú yfir umfangs- mikil réttarhöld í tveimm mafíumál- um. Þrátt fyrir að áhrifamiklir mafíósar standi í vitnastúkunum virðast áhrif mafíunnar ekki hafa dvínað. Alls eru það 11 mafíuleiðtogar sem bíða dóms og með þeim 468 minni- háttar gangsterar. Réttarhöldin fara fram í rammgerðu dómshúsi í Pal- ermó. Þaðan eiga engin boð að geta gengið frá glæpamönnunum en samt virðast félagarnir utan veggja hafa nóg að dunda. Þegar réttarhöldin hófust fyrir tæpu ári lýsti Bettino Craxi, forsæt- isráðherra Ítalíu, þeim sem miklum ósigri fyrir mafíuna því þarna áttu allir helstu mafíósamir að vera komnir fyrir dóm. Handtökumar höfðu óumdeilan- lega mikil áhrif á heróínviðskipti mafíunnar í Bandaríkjunum en fyrir ítali hafa sigurlaunin reynst minni. Bandarísk yfirvöld halda því og fram að nú sæki mjög í sama farið og fyrr með heróínverslunina um Sikiley. Auk þeirra sem settir voru undir lás og slá voru um eitt hundrað mafí- ósar aðrir ákærðir án þess að til þeirra hefði náðst. Það em þessir menn sem nú er talið að hafi komið ár sinni vel fyrir borð þegar keppinautunum fækkaði. Drottningin í klössun Þýskir skipasmiðir em nú hálfnað- ir við að breyta skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth II í fljótandi ferða- mannastað. Þetta eru umfangsmikl- ar breytingar sem kosta ekki undir milljarði króna þegar allt er komið. „Það verður síst minni hefðarbrag- ur á frúnni eftir þessar breytingar en áður,“ er haft eftir skipstjóranum Lawrence Portet. Þetta er fyrsta meiriháttar breyt- ingin á skipinu síðan því var hleypt af stokkunum fyrir tveim áratugum. Þó var ofurlítið lappað upp á skipið þegar það var tekið í þjónustu breska flotans á dögum Falklandseyja- stríðsins. Drottning skemmtiferöaskipanna - eins og hún var. Queen Elizabeth II er seinasta í land og gríðarmikil dísilvél sett í skemmtiferðaskipið sem búið er staðinn. gufuvél. Nú verður gufuvélin tekin Séð í gegnum pýramída Japanskir fornleifafræðingar hafa fengið leyfi egypsku stjómarinnar til að kanna innviði pýramídanna miklu í Giz suðvestur af Kaíró. Með nýjustu tækni má skoða þessa grjóthauga að innan. Egyptar ætlað að leggja leiðangri Japananna lið og einnig nokkrir franskir sérfræðingar sem þó unnu sér það til óvinsælda í fyrra að bora í einn pýramídann. Japanirnir ætla þó ekki að nota bora heldur rafsegulbylgjur sem draga auðveldlega í gegnum þessa miklu steinveggi. Lengi hefur því verið trúað að í pýramídunum sé að finna leyniherbergi sem kunni að geyma mikil undur. Frakkarnir, sem áður eru nefndir, boruðu í Keopspýramídann í leit að múmíu faraósins Keops en fundu ekkert nema grjót. Nú er ætlunin að finna hugsanleg leyniherbergi fyrst og bora síðan sem jafnvel Breiðsíðu- nefndin hefur orðið sammála um að sé skynsamlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.