Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Page 3
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
45
Ég hef tekið eftir því nokkur
undanfarin ár að íslendingar verða
margir hverjir veikir um þetta
leyti, ekki þó líkamlega heldur
andlega og kemur þetta fram í
mörgum og mismunandi myndum
og fer eftir því hvernig skammdegið
leggst í fólk. Til dæmis vann einu
sinni með mér kona sem mölvaði
bolla í bræði sinni yfir því að það
hafði einhver drukkuð allt kaffið
sem til var í húsinu og í staðinn
fyrir að hella upp á henti hún boll-
anum eins fast og hún gat í vegginn
og bölvaði síðan þessum helvítis
andskotans kaffiþömburum sem
væru ævinlega búnir með allt kaff-
ið þegar hún ætlaði að fá sér sopa.
Þessi viðbrögð eru dæmigerð fyr-
ir skammdegissjúklingana, þeir
reiðast oft af litlu tilefni og láta
reiði sína bitna á saklausum.
Skömmu eftir áramót fór að bera
talsvert á þessum sjúkdómi og þótt
ég ætlist ekki til þess að hann verði
gerður að kosningamáli eins og
farið er fram á varðandi annan
sjúkdóm, gott ef ekki er lagt til að
skipaður verði smokkamálaráð-
herra, held ég að menn ættu að
íhuga veikina annaðhvort hver í
sínu homi eða margir saman þvi
að hann skýrir oft undarlega hegð-
un fólks og getur komið í veg fyrir
misskilning.
Það er þó dálítið slæmt að oft og
tíðum getur reynst erfitt að greina
hvort sjúkdómurinn er á byrjunar-
stigi eða kominn eitthvað lengra
og er nýársleikrit sjónvarpsins gott
dæmi um það.
Eins og allir vita sem lesa blöðin
þótti þjóðinni óþægilegt að horfa á
tvo leikara þykjast vera að búa til
barn uppi á eldhúsborði, margir
klikkuðust og skrifuðu blöðunum
um þessa reynslu sína, sumir höfðu
tekið þetta upp á band og horft á
það aftur og aftur og orðið því reið-
ari sem þeir horfðu oftar á það og
allir báðu sjónvarpið að hlífa sér
við slíkum ófögnuði í framtíðinni
því að þeir væru búnir að fá nóg
og meira en nóg þeir sem áttu
vídíótæki.
Allt er þetta svo sem gott og
blessað enda dæmigerð einkenni
skammdegisveikinnar sem veldur
mönnurn hrolli af minnsta tilefni
en það sem mér finnst dálítið skrý-
Háaloft
Benédikt Axelsson
tið er að þeir sem hneykslast á
tilbúningi bama skuli ekki hafa
neitt við beinu útsendinguna af
hrútspungunum að athuga en sýn-
ing á þessum dónaskap fór fram
ekki alls fyrir löngu í sjónvarpi
allra landsmanna.
Finnst mönnum virkilega ekkert
athugavert við það að þessi dóna-
skapur skuli vera sýndur og þar
að auki étinn frammi fyrir alþjóð
í beinni útsendingu? Mér finnst að
það hefði mátt veita fólkinu, sem
smjattaði svo rækilega á áður-
nefndu líffæri fyrir framan sjón-
varpsvélamar, dálitla áminningu
og skrifa kannski eins og eitt
skammarbréf um það í blöðin.
Kosningar
Ég gæti svo sem nefnt mörg fleiri
dæmi um títtnefndan sjúkdóm og
væri kannski ástæða til svo að
menn rugluðu honum ekki saman
við kosningamar og allt sem þeim
fylgir en upp á síðkastið eru svo-
kallaðir pólitíkusar famir að
skjálfa og myndu þessar hræringar
í þeim sjálfsagt mælast á Richter
ef þeir væru í sambandi við hann.
Ékki alls fyrir löngu varð til að
mynda mikill Suðurlandsskjálfti
sem átti upptök sín í bankastjóra
í Vestmannaeyjum og olli tals-
verðu tjóni í ónefhdum alþingis-
manni.
Skömmu seinna rak ráðherra við
Hverfisgötuna mann fyrir norðan
vegna þess að hann vildi endilega
kenna tomæmum bömum að lesa
og skrifa en eins og þeir vita sem
stjórna þessum málum og hinir sem
hafa vit á þeim er ekki nauðsynlegt
að vera vel að sér í þessum greinum
á að minnsta kosti einum vinnu-
stað svo ég viti til.
Og nú bíðum við, háttvirtir kjós-
endur, eftir kosningaloforðunum
sem verið er að semja í þríriti og
kosta okkur ekki neitt frekar en
kádiljálkar og oldsmóbílar eigend-
ur sína.
Stundum eru kosningaloforðin
umdeild og menn tala um bruðl og
klíkuskap og að menn séu að hygla
sínu kjördæmi.
Þetta var sagt um Borgarfjarðar-
brúna á sínum tíma og fundu menn
henni allt til foráttu, hún var of
löng, of breið, of dýr og lá upp í
Borgames.
í dag eru menn hins vegar afskap-
lega ánægðir með þessa brú og
einnig hvert hún liggur.
Að minnsta kosti þekki ég engan
sem treystir sér til að aka yfir Borg-
arfjörðinn brúarlausan.
Kveðja
Ben. Ax.
Finnurðu
átta breytingar?
28
Þessar tvær myndir sýnast í flj ótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna
þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun: Supertech ferðaútvarp frá hljóm-
tækj aversluninni Steríó (verðmæti kr. 2.360,-), Supertech
vasadiskó frá Steríó (verðmæti kr. 1.690,-) og Supertech
vasaútvarp frá Steríó (verðmæti kr. 890,-).
I þriðj a helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar- 28, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera: Valur Birgisson, Reyni-
grund 44, 300 Akranesi (ferðaútvarp, kr. 2.360,-), Gunnar
Skúlason, Vesturbergi 146, 111 Reykjavík (vasadiskó, kr.
1.690,-), Sigríður T. Óskarsdóttir, Háaleitisbraut 32, 108
Reykjavík (vasaútvarp, kr. 890,-).
Vinningarnir verða sendir heim.
DF.SWAEN