Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 5
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. 47 Næstu verkefni - Hvað eruð þig svo að fást við í dag? Það er Signý sem verður fyrir svörum: „Við Rannveig erum nú á kafi í undirbúningi íyrir næstu óperu, Ariadne frá Naxos eftir Richard Strauss. Það verður farið í 3ja vikna óperuferðalag nú í febrúar sem verður með svipuðu sniði og fyrri ferðin. Óperan er í tveimur þáttum og það eru 15 hlutverk í sýningunni en enginn kór. Þar af leiðandi eru hlutverk- in umfangsmeiri og erfiðari en í Brúðkaupi Fígarós. Ég syng Ar- iadne í þessari uppfærslu og er það mitt stærsta hlutverk til þessa.“ Og Rannveig bætir við: „Strauss blandar þarna skemmti- lega saman tveimur stíltegund- um, óp'era buffa og ópera seria, þ.e.a.s. léttri og alvarlegri óperu, og það má geta þess að Strauss taldi sjálfur þessa óperu eitt af sinum bestu verkum. Ég syng hlutverk tónskáldsins sem er mjög erfitt og umfangsmikið hlutverk fyrir mezzosópran. Verkið fjallar einmitt að hluta til um stöðu tónlistarfólks um alda- mótin 1800.“ „Það má kannski skjóta þvi inn í,“ segir Haukur, „að 5 af þessum 15 hlutverkum i sýningunni eru skipuð nemendum frá Karusso og þykir okkur það ekki verra." - Já, Haukur, þú syngur ekki í Ariadne, hvað hefur þú íyrir stafni þessa dagana? „Ég einbeiti mér aðallega að þvi að syngja og ég var svo hepp- inn að í gegnum hlutverk Dr. Bartolo var ég meira og minna tekinn inn í óperudeildina sem er mjög sjaldgæft því að í raun- inni þyrfti ég fyrst að ljúka 2 árum í viðbót. Þarna fæ ég að spreyta mig á ýmsum hlutverk- um, m.a. Collini í La Boheme og Alfonso í Cosi fan tutte eftir Mozart." Framtíðin frekar óljós - Svona að lokum, að hverju stefnið þið í framtiðinni að námi loknu? Haukur fær orðið: „Ég hef hugsað mér að vera 3-4 ár í við- bót í þessum skóla en hvað svo gerist er frekar óljóst. Mig langar til að kynnast öðrum skólum, t.d. í Ameríku eða jafnvel á Ítalíu. Minn draumur er að geta starf- að sem söngvari við óperuhús í Evrópu en geta samt haft mögu- leika á að starfa tímabundið heima á íslandi." Rannveig er næst með svar: „Ég reikna með að verða 2-3 ár hér í skólanum í viðbót og jafnframt byrja að koma mér á framfæri. Ég býst nú fastlega við að verða hér í nágrenni Vínarborgar þvi ég tengist Vín og Austurríki ákveðnum böndum. En auðvitað langar mig heim, eða a.m.k. að vera með annan fótinn heima á íslandi.Það er að vísu fyrirsjáan- legt að Island rúmar okkur ekki öll, söngnemendurna.“ Hér grípur Haukur fram í: „Ég held að það sé öllum mikilvægt að fá tækifæri til að starfa í Evr- ópu, við það mundi maður öðlast ómetanlega reynslu." „Það er e.t.v. rétt,“ segir Signý, „en það er kannski meira hin mikla samkeppni og framboð á frábærum listamönnum sem heldur manni við efnið og ýtir undir sjálfsgagnrýni sem er hverjum listamanni bráðnauð- synleg. Mitt takmark er að geta starfað sem söngvari heima á ís- landi, hvort sem það yrði eftir reynslutíma í Evrópu eður ei. En lokatakmarkið er að geta starfað að söngmálum á íslandi því þar er geysilega mikil gróska og mik- ið að gerast í listinni. Það er spennandi, mjög spennandi verk- efni.“ Lokaorð Þá er nú lítið eftir annað en að þakka íyrir sig og slá botninn í þetta. Og um leið og við kveðjum söngfuglana þrjá vonum við að bæði lánið og lánin leiki við þá. Viðtal og myndir: Jóharma Rútsdóttir og Snorri Valsson, DV, Vínarborg Söngtríóið fyrir framan Mozart- minnismerki en þau tóku öll þátt i uppfærslu á óperu Mozarts, Brúðkaupi Figa- rós, sem farið var með til margra Evrópulanda. Ford Escort XR3 i árg. ’84, ekinn MMC Pajero, styttri, disil, árg. 32.000 km, sóllúga. Verð kr. 1986, ekinn 10.000 km, gullsans. 480.000. Verð kr. 760.000. Mælir. Honda Accord EX, 3ja dyra, árg. BMW 315 árg. 1982, ekinn 65.000 1982, ekinn 41.000 km, grásans. km, rauður. Verð kr. 320.000. Verð kr. 340.000. MMC Cordia GLS árg. 1983, ekinn 65.000 km, grænsans., vökvastýri, rafmagn i rúðum, sumar- og vetr- ardekk. Verð kr. 320.000. VW Golf CL árg. '84, ekinn 47.000 km, rauður, sumar- og vetrardekk. Verð kr. 330.000. GOTT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.