Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Page 8
50 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. Þannig var umhorfs i dæmigerðu braggahverfi. Dj öflaeyj unni Samtök herskálabúa líta á það sem höfuðverkefni sitt að knýja á yfirvöld Reykjavíkurbæjar um byggingu mannsæmandi íbúða fyrir það fólk sem býr í her- mannaskálum og að braggahverf- um verði útrýmt innan tveggja til þriggja ára.“ Þannig hljóðaði fyrsta ályktun- un sem Samtök herskálabúa sendu frá sér eftir fund í Camp Knox í aðventubyrjun árið 1953. Samtök- in hétu á „Leigjendafélagið, Bandalag kvenna í Reykjavík,' Fegrunarfélagið og verkalýðsfé- lögin“ að koma til liðs við þessa kröfu og kom fyrir lítið því lengi eftir þetta voru braggahverfin áberandi í Reykjavík og enn stend- ur stöku braggi. Það er raunar eftirtekt- arvert að það var fyrst um þetta leyti sem orðin „braggi“ og „bragga- hverfi“ sáust í íslensk- um blöðum. Það voru þó liðin tíu ár síðan fyrstu íslendingarnir sett- ust að í bröggunum. Lífið í bragga- hverfunum var feimnismál og menn kunnu vart við að nefna þau sínu rétta nafni opinberlega fyrr en leið að lokum braggatímabils- ins. Lengi vel þótti ekki við hæfi að kveða fastar að orði en að kalla braggana „bráðabirgðahúsnæði“. Fljótlega þótti þó skammlaust að kalla þó herskála á prenti þótt í munni almennings hafi þeir heitið braggar og ekkert annað. Þegar blöðin sögðu frá því haustið 1943 að ís- lendingar hefðu fengið inni í bröggunum þá var aldrei sagt frá því ber- um orðum að um bragga væri að ræða þótt ráða mætti af lýsingun- um að þannig hlyti þetta húsnæði að vera. Þetta var á þeim árum þegar Reykvíkingmn fjölgaði meira en húsrúm var fyrir í bæn- um. Fyrir „sjálfstætt fólk“ var það vitaskuld niðurlægjandi að verða að setjast að í skálum útlendra hermanna. Raunar var ástæðulaust að forð- ast að kalla þetta húsnæði bragga þótt það væri lýsandi íyrir herset- una á þeim tímum sem menn höfðu þjóðarstoltið ekki í flimtingum. Þetta orð var komið inn í málið löngu áður en landið var hemumið og er komið hingað úr rómönskum í gegnum norsku. Þegar stríðinu var lokið og stríðsgróðinn horf- inn í kaup á atvinnu- tækjum þó þrengdi enn að á húsnæðismarkaðn- um í Reykjavík því fólki fjölgaði. íbúðum fjölgaði hins vegar ekki því haftastefna stjórnvalda var húsbyggjendum þung í skauti. Með brottför hersins úr Reykjavík opnaðist því mörgum möguleiki á að fá þak yfir höfuðið þótt ekki væri það reisulegt. Fjölmennasta braggahverfið var Camp Knox sem stóð vestur á Melum. Borgin keypti það í heilu lagi árið 1947 fyrir 415 þúsund krónur af bandaríska flotanum. í Camp Knox gátu á annað þúsund manns búið auk þess sem þar var fjöldi geymslubragga sem voru leigðir ýmsum fyrirtækjum í bæn- um. Þar á meðal tók Bæjarútgerð Reykjavíkur bragga á leigu við Meistarvelli. Þar hefur Leikfélag Reykjavíkur nú sett á svið leikrit- ið Djöflaeyjuna um lífið í bragga- William Franklin Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, lagði einu fræg- asta braggahverfinu til nafn. I Tfmtrm tP46 BJUGGU 1303 fftóJe^Herrrkálabúar berafram kri | | Mannsæmandi ibiiitr ve » ’a « n 'í aUA K —oa árum í staö bi®. %. \95Z BJUGGU _ 2400 REYKVíKIN G/ f hÚSnSCOl _ í.bróggum st®oi$nMinna i nuMi _ Tíl nilnnis kjósenduin: > fjtrýming bragganna næ = hefir alveg bril Tvö Jmsund og fimm hundrmS^ Su í byggingamálum almen búa í hermannabröggum í Reykjarík I dagblöðum frá braggatímabilinu var dregin upp ófögur mynd af lifinu í bröggunum. hverfunum og frumsýnir á morgun. Braggabúarnir eru því komir heim aftur þótt Einar Kára- son, höfundur sögunnar, neiti því að hún gerist fremur í Camp Knox en öðru braggahverfi. Camp Knox var kenndur við flotamálaráðherra Bandaríkjanna á árun- um 1940 til 1944. Sá hét fullu nafni William Franklin Knox og var mikill mekt- armaður í bandarísku þjóðlífi. Hér á landi lifir nafn hans í horfnu braggahverfi sem aldrei þótti til- takanlega virðulegt. Knox þessi þjónaði þjóð sinni í þremur styrj- öldum en fékkst við ritstjóm og blaðaútgáfu á friðartímum. Öllum frásögnum ber saman um að lífið í braggahverfunum hafi verið ömurlegt og íbúar þeirra voru lægra metnir þjóðfélagsþegn- ar en þeir sem bjuggu í „húsum“. Einkum varð þetta áberandi þegar líða tók á braggatímabilið. Þá var því trúað að íbúar braggahverf- anna væru upp til hópa skríll. Þessir fordómar hafa orðið mjög lífseigir hér á landi en það er önn- ur saga. ^ bröggunum var venjulegum fjölskyldum úthlutað plássi sem ekki var stærra en 20 til 30 fermetrar. Það var hálfur M íbúðarbraggi. Oft þurftu 6 eða 8 manna fjölskyldur að láta sér þetta húsnæði nægja. Við þrengslin bættist síðan að yfirleitt var engin hreinlætisaðstaða í bröggunum. Þeir voru ekki ein- angraðir en haldið heitum eftir föngum með kolaofnum. Þessum ofnum fylgdi eldhætta enda voru brunar tíðir. Þrátt fyrir að lífið í bröggunum ætti sér skuggahliðar þá var það ekki eintómur öm- urleiki. Þar þreifst fjölskrúðugt mannlíf við misjafnar aðstæður eins og sjá má í Djöfla- eyju þeirra Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar. Þar eru þau heiðurshjón Karólína spákona og Tómas kaupmaður mætt ljóslif- andi ásamt afkomendum sínum þegar rokkið var að nema land og braggarnir voru þéttsetnir. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.