Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Síða 10
íkissjónvarpið hefur nú tekið til sýningar framhaldsþættina vinsælu um leynilög- reglumanninn og kvennagullið Mike Hammer og var fyrsti þátturinn sýndur í gærkvöldi. Mike Hammer er einkaspæjari af gamla skólanum, sem herjar á glæpamenn og annað hyski á götum New York borgar. Hann tekur aldrei að sér mál eingöngu peninganna vegna en er rekinn áfram af sterkri réttlætiskennd og löngun til sjá sannleikann sigra í hverju máli. Hammer leysir málin með sín- um eigin aðferðum, sem eru ekki alltaf vel séðar af yfirvöldum. Réttlætiskennd hans setur hann oft upp á kant við lögin, sérstak- lega þó saksóknarann sem vinnur allt eftir bókinni. Ham- mer á hins vegar marga góða kunningja innan lögreglunnar og einn besti vinur hans, Pat Chambers, er yfirmaður í morð- deild New York lögreglunnar. Nánasti samstarfsmaður hans er samt sem áður einkaritari hans, hin fagra Velda. ættirnir um einka- spæjarann Mike Hammer og ævintýri hans hafa notið mik- illa vinsælda þar sem þeir hafa verið sýndir. í þeim þáttum, sem sjónvarpið hefur tekið til sýninga, glímir Hammer við óvenju erfitt mál. Aldraðir nágrannar hans, Bec- kers- hjónin, er myrtir og að því er virðist tengist morðið á ein- hvern hátt fjárfestingarbanka sem gömlu hjónin höfðu við- skipti við. Ung og fögur frænka Beckers-hjónanna, kölluð Claire, flækist líka í málið. Eina nóttina hringir hún frávita af skelfingu í Hammer og biður hann að hitta sig. Þegar Hammer kemur á stað- inn finnst engin Claire, en innan stundar rekst hann á lík hennar, eða hvað? Var þetta Claire eða einhver önnur? En það er ekki vert að rekja söguþráðinn frekar, menn verða bara að fylgjast með. Mike Hammer er ímynd bandarísku hetjunnar holdi klædd. Hann er í ákaflega góðu lík- amlegu formi og sterkur sem naut, ókrýndur meistari götu- bardaganna. Hann er sterka, þögla týpan sem allt getur og allt veit og mikið kvennagull. Hann verður bókstaflega að berja frá sér glæ- sikonurnar sem sækja að honum í hverjum þætti. Og síðast en ekki síst er hann góði gæinn sem berst gegn ranglætinu hvar sem það birtist. Leikarinn, sem fer með hlut- verk Mike Hammers, heitir Stacy Keach. Hann er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur fyrir leik sinn í þáttunum Dóttir málarans sem sýndir voru á síðasta ári. Keach hefur hlotið mjög góða dóma fyrir túlkun sína á Mike Hammer. Hann sló fyrst í gegn í Bretlandi í þeim þáttum. Persónan Mike Hammer og leikarinn Stacy Ke- ach þykja að ýmsu leyti mjög líkir. Eins og Hammer er Keach mikill íþróttakappi og hann hef- ur löngum þótt mikill kvenna- maður. Kannski er það ekkert undar- legt heldur þó Hammer beri svip af Keach, því Hammer er að ein- hverju leyti sköpunarverk Keach, ekki síður en höfundar- ins. Keach hefur leikið í þessum þáttum lengi og lagt sjálfan sig í hlutverkið. Kannanir hafa sýnt að þættir þessir eru mun vinsælli meðal karla en kvenna og sjálfur hefur Keach sagt að fleiri karlmenn og færri konur hafi séð þessa sjónvarpsþætti en nokkra aðra í sögunni. Ferill Stacy Keach hefur gegn- um tíðina verið nokkuð sérstæð- ur. Um hann hefur verið sagt að hann væri „besti bandaríski Hamletinn" og einnig að hann væri hinn nýi Brando. Hann hefur leikið í fjölda mynda og sópað að sér verðlaun- um. En Keach hefur reyndar líka leikið í algjörum ruslmyndum, eins og til dæmis „The Butt- erfly“, sem var frumraun smá- stirnisins Piu Zadora. Keach sagði einmitt um þá mynd að hann hefði bara tekið hlutverk- inu af því hann fékk að baða Piu. Keach er fæddur árið 1941 og sonur leik- arahjóna. „Um- ræðuefnið á heimili mínu var alltaf leik- ur og leikarar. Og jafnvel þó foreldrar mínir legðust gegn því í fyrstu voru fyrstu hugsanir mínar bær að gerast leikari,“ segir Keach. „Foreldrar mínir vildu að ég yrði hagfræðingur eða lögfræð- ingur en mig dreymdi um að ganga um sviðið í Shakespeare- fötum, baðaður flóðljósum. Þegar ég sá Laurence Olivier í Hamlet í fyrsta sinn vissi ég að ég varð að verða leikari.“ Engu síður innritaði Keach sig í hagfræði við háskólann í Kali- fomíu og stundaði þar nám í fjögur ár en lék með farandleik- húsum á sumrin. Þaðan lá leið- inn í Yale leikhússþólann og síðan til London í framhaldsnám í leiklist. Framan af ferli sínum lék Ke- ach fyrst og fremst á sviði og gekk mjög vel, en 1968 lá leiðin í kvikmyndir. Fimm fyrstu myndum Keach er best að gleyma en fyrir leik sinn í þeirri sjöttu, „Fat City“, vann hann til verðlauna á Cannes 1971. í þeirri mynd túlkar Keach á meistaralegan hátt afdankaðan hnefaleikara á hraðri leið í ræsið. Síðan komu myndirnar hver á fætur annarri, margar mjög góð- ar, og framtíðin virtist brosa við Keach. En um miðjan áttunda áratuginn hvarf Keach af sjónar- sviðinu. Hann eyddi fjórum árum með söngkonunni Judy Collins í að semja söngva, læra píanó- og gítarleik og dreymdi um að verða rokkstjama, eins og besti vinur hans á þessum tíma, Alice Coo- per. Hann hellti sér á kaf í samskipti við Woodstock-kyn- slóðina, blómafólkið og síðustu leifamar af hippunum. En hann hafði ekki gleymt leiklistinni. „Ég gerði mér það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.