Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. 57 JOV Bílar Audi 80 1,8S - nýr bill frá Þýskalandi sem sækir margt til „stóra bróður", Audi 100, en er þó með minni loftmótstöðu og léttara útlit. Það sem helst vekur athygli er hve gott útsýni er ur bilnum í akstri. DV-myndir Gunnar V. Andrésson hestöfl svo að það þarf að „hræra“ svolítið í gírkassanum í venjulegum akstri. Raunar er bíllinn bestur í þriðja gír, þar hefur hann mikla sveigju og er hægt að þeyta honum áfram. Fyrir okkar aðstæður hér á landi er fimmti gírinn, sem er yfirgír, næsta óþarfur því bíllinn þarf í raun að vera á mörk- um leyfilegs hámarkshraða til að njóta sín í akstri í fimmta gír. Óþarflega lítið farangursrými Farangursrýmið í Audi 80 er óþarf- lega litið. Það nær stutt fram og er grunnt þannig að töskupláss er af skomum skammti. Því var hvíslað að mér á kynningu á bílnum hjá Heklu hf. að næstu bílar yrðu með rúmbetra farangursrými, varadekkið yrði fært úr gólfinu til hliðar þannig að dýpt farangursiýmisins yrði meiri. Annars er það stór plús við farangursrýmið hve vel lokið yfir því opnast. Það opn- ast það vel fram að engin hætta ér á að reka höfuðið í það þótt verið sé að bogra með farangur. Ýmsir valkostir Þótt bíllinn sem hér um er fjallað sé af gerðinni 80 1,8S og með 90 hest- afla vél þá eru ýmsir aðrir valkostir. Sterkasta vélin sem boðið er upp á er 112 hestöfl i 1,8E bílnum og eins Qu- attro-útgáfunni. Eins er hægt að fá vél allt niður í 75 hestöfl auk tveggja dísil- véla með og án forþjöppu sem gefa annars vegar 54 og hins vegar 80 hest- öfl. Hvað aukabúnað varðar þá er úr ýmsu að velja. Bíllinn sem reynsluekið var á dögunum er búinn ýmsum bún- aði sem gerir aksturinn þægilegri og skemmtilegri. Þar á meðal má nefha rafstýringu á útispeglum beggja meg- in, miðstýrðum hurðalæsingum auk stórskemmtilegs útvarps með kass- ettuspilara en því var að nær öllu leyti stýrt með snertitökkum Niðurstaða , Heildamiðurstaða eftir stuttan reynsluakstur er að hér er á ferðinni fjölskyldubíll í hærri gæðaflokki með eiginleika sér dýrari bíla. Kostir hans eru góðir aksturseigin- leikar, góður frágangur á innréttingu og stílhreint útlit. Það sem betur mætti fara er yfirsýn yfir mælaborð, lítið fótarými vegna drifskafts„hryggjarins“í gólfinu og al- mennt rými fyrir aftursætisfarþega ásamt of litlu farangursrýani. Að aftan minnir Audi 80 um margt á einn helsta keppinautanna, Mercedes Benz 190, en þó er léttara yfirbragð. Farangursrými er fulllitið, en það stendur til bóta með færslu á varadekkinu úr gólfinu og til hiiðar. Athygli vekur hve vel lokið opnast upp, þannig að engin hætta er á að reka höfuðið i þótt verið sé að bogra yfir farangrinum. Vandaður frágangur er orðið eitt helsta einkenni þýskra bíla í dag. Það á ekki siður við um Audi 80, góð sæti og innrétting, þótt fullþröngt sé fyrir farþega i aftursæti og hefði mátt ætla að bill i jafnháum gæðaflokki byði upp á meiri þægindi i þá veru. Nýr Audi 80 Strax í fyrsta augnakasti er hinn nýi Audi 80, árgerð 1987, verulega spenn- andi bíll. Beinu línumar og lítið eitt kantaða formið sem prýddi gamla 80-bílinn er á bak og burt. í staðiim er komin ný hönnun sem um margt minnir á „stóra bróðir", Audi 100, sem um nokkum tíma hefur skapað nokk- urs konar staðal fyrir bíla með litla loftmótsstöðu. Litli bróðir hefur nú Vélin gefur 90 hestöfl sem nægja vel fyrir bílinn en eflaust þarfnast hann stærri vélar á hraðbrautum Evrópu þar sem meiri hraði er leyfður. Auð- velt er að komast að öllu í vélarrýminu og frágangur góður. bætt um enn betur og státar af aðeins Cw-gildi 0,29. Baksvipurinn á þessum nýja Audi 80 minnir hins vegar á einn keppinautanna, Mercedes Benz 190, nema hvað hér finnst mér betur hafa til tekist því skálínumar við skottlok- ið em ekki hér eins og á Benz. Vissulega kemur Benz 190 líka upp í hugann þegar sest er inn i bílinn. 011 hönnun innréttinga og stjómtækja er greinilega gerð með það í huga að fá fram svipaða ímynd og hjá Benz. Sama tilfinning kemur upp þegar hurðir em opnaðar og þeim skellt, ekkert skrölt og hurðin lokast ljáflega. Umsjón: Jóhannes Reykdal Vandaður að innan en dálítið þröngur Það er ágætt að sitja undir stýri í Audi 80 fyrir flesta. Flest stjómtæki liggja vel við og þau sem mest em notuð em í stilkum sín til hvorrar handar í fingurfjarlægð frá stýrinu. Hraðamælir og snúningshraðamælir em stórir og læsilegir en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að fyrir flesta ökumenn er erfitt að sjá efri hluta þeirra ásamt stefnuljósavísunum vegna þess að stýrishjólið skyggir á. Það er hægt að stilla hæð öku- mannssætisins með einu handtaki og eykur það þægindi að mun. En þrátt fyrir að hægt sé að velja sér þægileg- ustu stöðu sætisins þá finnst mér fullþröngt fyrir vinstri fótinn á lang- keyrslu. Fyrir aftursætisfarþegana er ekki of mikið pláss séu framsætin í miðlungs- stöðu. Stutt er fyrir hnjákollana á fullorðnum manni í bak framsætisins og eins reka hávaxnir menn sig upp undir loft aftur í. Hins vegar er inn- og útstig ágætt, jafhvel fyrir þá sem em af stærri gerðinni. Það vakti mikla athygli hjá mér að þrátt fyrir að Audi 80 sé framhjóladrif- inn bíll þá er hann ekki með sléttu gólfi eins og vænta mátti. Hann er með „hrygg“ í gólfinu líkt og fyrir drifskaft til afturhjólanna. Skýringin á þessu er næsta einföld: Að sögn þeirra hjá Audi em allir bílamir fram- leiddir eins, eða nánar tiltekið að það sé pláss fyrir drifskaftið í Quattro út- gáfunni, eða Audi 80, með sídrifi á öllum §órum hjólum. Lipur í akstri Ekki hafði ég þennan nýja Audi svo lengi undir höndum að ég gæti mynd- að mér fullkomna mynd af eiginleikum hans og göllum en þó nóg til að sann- reyna að margt sem um bílinn hefur verið rætt og ritað erlendis fær staðist. I akstri stendur bíllinn fyllilega fyrir sínu. Gírskiptingar em eins og best verður á kosið, upp á „þýskan máta“, sem er gæðastuðull út af fyrir sig. Hins vegar er vélaraflið ekki nema 90 AUDI 801.8S: Nokkrar tölur Lengd: 4393 mm Breidd: 1695 mm Hæð: 1397 mm Bil milli öxla: 2546 mm Minnsta hæð frá jörðu: 120 mm Snúningsradíus: 10,3 m Farangursrými: 487 litrar Hjól: 175/70 HR 14 Þyngd (óhlaðinn) 1020 kg Vél: Fjögurra strokka, 1781 rúmsm, 90 hestöfl (66 kW) við 5200 sn. á mín. Þjöppun 10,0:1 Gírkassi: Fimm gíra með fimmta gír sem sérlega háum yfirgir. Hemlar: Diskar að framan/ skál- ar að aftan. Átaksjöfnun. Stýri: Tannstangarstýri með vökvaafli Eyðsla: 90 km/ 5,6 1. 120km/ 7,4 1. Innanbæjar/ 9,3 1. Verð: 816.000 kr. pr. 16. janúar (án ryðvamar). Stjórntæki eru ágætlega staðsett en stýrið skyggir á efstu rönd mælaborðsins. í heild er „þýskur" svipur yfir öllum frágangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.