Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Qupperneq 18
60
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
Popp
Robbie Nevil, hippalegur ungur maður á uppleið í poppinu á blómaskeiði
uppanna.
Robbie Nevil
haslar sér völl
Söngvarinn og lagasmiður-
inn Robbie Nevil hefur
haslað sér völl með frum-
smíð sinni, laginu C’est La
Vie, sem nýtur vinsælda
víða um þessar mundir. Robbie er
nokkuð sérstæður þótt ekki sé fyr-
ir aðrar sakir en þær að hann lítur
út eins og hipparnir gerðu fyrir
teimur áratugum. Hann er með
hárlubba sem nær niður á mitt bak
og hlustar öllum stundum á Led
Zeppelin. Og ekki er klæðaburður-
inn skárri, gallabuxur og leður-
jakki með gæruskinni. Fyrir innan
leðrið og gæruna klæðist drengur-
inn þunnum T-bol. Robbie Nevil
hefur sterka söngrödd og þrátt fyr-
ir að hann sé bandarískur kaus
hann að hljóðrita þessa frumsmíð
sína í Lundúnum. Þar naut hann
liðsinnis upptökustjórans, Alex-
ander Sadkin. Að auki komu
fyrrum tæknilegur ráðunautur
Cure, Phil Thornally, nokkuð við
sögu. Robbie nýtur góðra krafta
fleiri þekktra manna úr tónlistar-
iðnaðinum því fyrrum umboðs-
maður Madonnu sér um þá hlið
mála fyrir Robbie. Það er því
greinilegt að hann hefur ráðið ein-
valalið til að annast faglegu
vinnuna en þetta byggir ekki síður
á huglægri vinnu.
„Ég vinn að því að semja tónlist
sem kemur mér í beint samband
við hlustendur mína,“ segir herra
Nevil. Reyndar er hann ekki einn
um tónsmíðarnar því hann nýtur
aðstoðar góðra manna á því sviði
sem öðrum. „Ég er skapandi sam-
verkamaður,“ segir Robbie og
meinar að honum takist best upp
er hann vinnur með öðrum.
Eiginmaður + eiginkona + kassettutæki =
ramtíðin er svo björt að
Fég verð að nota sólgler-
augu,“ syngur Pat
McDonald í samnefndu
lagi sem hljómar oft á
öldum ljósvakans nú um stundir.
Pat er annar helmingur hins
skemmtilega Timbuk 3 dúetts.
Hinn helmingurinn heitir Bar-
bara og er eiginkona Pats.
Þessi skötuhjú eru frá Austin
í Texas en þar eiga kántrýútla-
garnir Waylon Jennings, Willie
Nelson og fleiri heimkynni sín.
En þau Pat og Barbara blása á
útlagana því þeirra tónlist er
ekkert annað en hluti af kántrý-
iðnaðinum í dag. Að vísu sækja
Pat og Barbara áhrif sín jafnt í
kántrýið sem og aðra tónlist, t.d.
ryþmablús og popp í sinni víð-
ustu mynd. En samsetningin er
með sérstökum blæ því þau leika
á rafgítara, hljómgítara, fiðlu,
munnhörpu, mandólín og bassa
við hljómfall trommumaskínu.
Munnharpan og gítararnir eru
aðaleinkennishljóðfærin og bera
tónlistina uppi. Þegar þau koma
fram á hljómleikum notast þau
við lítið kröftugt stereo útvarps-
og segulbandstæki af bestu gerð.
Þetta tæki sér þeim fyrir bak-
grunnsspilverkinu. Þessu ágæta
tæki er stillt þannig upp að það
blasir við áhorfendunum og ei
því þriðji meðlimurinn þótt ekki
renni blóð um æðamar enda eru
slík tæki ekki búin blóðrása-
kerfi. Nafn þessa sérstæða flokks
er afbökun á heiti borgarinnar
Timbuktu í Afríkuríkinu Malí en
þetta borgarheiti er gjaman not-
að í bandarísku máli sem
samnefnari fyrir afskekktan út-
kjálkastað. En þar sem meðlimir
sveitarinnar em þrír talsins, þ.e.
þegar tækið góða er talið með,
þá þótti sjálfsagt að kalla hana
Timbukthree í stað Timbuktwo.
Fyrir einu ári vom McDonald
hjónin óþekkt fyrir utan Austin.
Þegar MTV myndrokkssjón-
varpið gerði úttekt á tónlist
hljómsveita frá Texas komust
þau í sviðsljósið. IRS útgáfan
gerði samning við þau og á rúm-
lega einu ári hefur vegsemd
Timbuk 3 vaxið svo um munar.
Tvö laga þeirra vom notuð i
myndinni The Texas Chainshaw
Massacre 2, auk þess sem þau
Tiníbuk 3
hjónin hafa ferðast um Banda-
ríkin og Bretland og hvarvetna
hlotið góðar móttökur og frá-
bæra dóma. Fyrsta breiðskífa
þeirra, Greetings From Timbuk
3, var nýverið tilnefnd til
Grammy verðlauna sem besta
frumsmíð ársins 1986. Aukheldur
hlutu þau tilnefningu sem bestu
nýliðar ársins.
Framtíðin virðist vera björt en
þau Pat og Barbara em ekki á
þeim buxunum að halda starf-
semi Timbuk 3 áfram til eilífð-.
arnóns. Þau segja: „Framtíð
Timbuk 3 er undir því komin
hvert tilraunaþorsti okkar leiðir
okkur. Við ætlum ekki að vera
Pat og Barbara með kassettu-
tækið að eilífu. Þessa stundina
hentar nafnið Timbuk 3 okkur
einkar vel. En eftir eitt ár getur
vel farið svo að við verðum búin
að finna nýtt nafh og farin að
leika Louisiana Hip Hop dans-
tónlist, - hver veit? Og hver fæst
um það? Aðalmálið er að fólk
hafi gaman af tónlistinni."
Nýfundinn Ijóðabálkur eftir
Jim Morrison veldur deilum
Allt frá því að Jim Morrison,
söngvari hljómsveitarinnar Doors,
lést með dularfullum hætti í París
3. júli 1971 hefur áhuginn á tónlist
og ljóðlist hans farið vaxandi með
hverju árinu. Þessa dagana ganga
ólöglega fjölfaldaðar snældur með
hljómleikaupptökum Doors kaup-
um og sölum vestur í Bandaríkjun-
um og er jafnvel búist við að
eftirlifandi félagar Morrisons í
Doors geri alvöru úr því að gefa
eitthvað af þessu efni út á hljóm-
plötu innan tíðar.
Aðalfjaðrafokið þar vestra er
hins vegar vegna þess að fyrir
skömmu voru ýmis gögn úr dánar-
búi Morrisons seld fyrir u.þ.b. 8
Jim Morrison,
Hjónin Barbara og Pat McDonald
sem skipa Timbuk 3.
milljónir íslenskra króna. Þetta
eru handrit að ljóðum, textum, lög-
um og öðrum sköpunarverkum Jim
Morrisons sem ekki hafa komið
fyrir almenningssjónir eða eyru
áður. Allt hafði þetta verið geymt
í stórum stálkassa sem merktur var
„127 Fascination". I kassanum
reyndust vera hátt í 200 blaðsíður
af ýmiss konar ritverkum og
minnispunktum skrifaðir með rit-
hönd Jim Morrison með blýanti á
gulan skrifpappír. Þar á meðal var
hluti mikils ljóðaflokks sem hann
var að fást við að semja síðustu
mánuðina sem hann lifði og bjó í
París. Einnig nokkur lög sem aldr-
ei voru hljóðrituð, skráð á nótna-
blöð, lítil minnisbók sem ber
titilinn The Square Of Life og
handrit fyrstu ljóðabókar Morri-
sons sem gefin var út, The Lords
and the New Creatures. Það sem
er líklega merkilegast af þessu ný-
fundna efni er söguljóð í óperustíl
sem kallast An American Night og
spannar 43 blaðsíður. Meginhluti
þessara verka er frá árinu 1971
þegar Morrison bjó ásamt eigin-
konu sinni, Pamelu Courson, í
París. Þegar Morrison lést í júlí
1971, trúlega vegna ofneyslu eitur-
lyfja þótt dánarorsökin sé skráð
hjartaáfall í opinberum skjölum,
fluttist Pamela aftur til Bandaríkj-
anna. Hún flutti handrit og
minnisblöð Jims með sér í stórum
stálkassa en þegar hún lést árið
1974 vegna ofneyslu heróíns, varð
kassinn eftir í vörslu þáverandi
kærasta hennar. Nýlega seldi þessi
fyrrum kærasti Pamelu Courson
kassann með öllu innihaldinu fyrir
8 milljónir og nú er deilt um það
hvort hann hafi í raun réttri átt
kassann með innihaldinu eða hvort
dánarbú Morrisons og konu hans,
Courson, hafi talist lögmætur eig-
andi munanna. Fjölskyldur þeirra
tveggja gera tilkall til þessara
handrita, sem og gömlu félagarnir
í Doors, sem segjast eiga höfundar-
réttinn á öllum hugverkum hins
fallna félaga síns.
Gamlir Doors-aðdáendur bíða
þess nú að útgáfufyrírtækið Ran-
dom House gefi þessi verk út á bók
en af því getur víst ekki orðið fyrr
en búið er að útkljá hver teljist
lögmætur eigandi þessara dýrmætu
hugverka.