Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. Atvinnumál DV Enn fiskverðshækkun á Bandaríkjamarkaði - ýsuflök hækkuðu um 20 sent pundið og blokk um 10 sent „Fiskverð hækkaði enn einu sinni hér i byrjun febrúar og hefur fiskverð á Bandaríkjamarkaði aldrei verið hærra. Það er erfitt að tala um þetta í prósentum vegna þess að hækkunin er mismunandi eftir tegundum. Ætli það mætti ekki nefha 6% til 8% hækk- un. Sem dæmi má nefha að þorskblokk hækkaði um 10 sent pundið, fór úr 1.50 dollurum upp í 1.60 dollara pund- ið. En það sem skiptir þó enn meira máli fyrir okkur er hækkunin á flök- um. Sem dæmi má nefna að ýsuflök hækkuðu úr 2.30 dollurum pundið upp í 2.50 dollara," sagði Magnús Gústafs- son, framkvæmdastjóri Coldwather dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum. í samtali við DV í gær. Magnús var spurður hvort sú mikla fiskverðshækkun sem orðið hefur á Bandaríkjamarkaði síðustu misserin >töí ekki til þess að fólk minnkaði við sig fiskneyslu. „Fiskur hefur verið ódýr fæða en hann er það ekki lengur og keppir þvi við kjúklingakjöt og nautakjöt hér á markaði. Hann rýmar hins vegar lítið við matreiðslu, öfugt við kjötið, þann- Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára ogeldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Út- tekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 19,25% nafnvöxtum og 20,2% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verð- tryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 19,75% nafnvöxtum og 20,7% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Að 18 mánuðum liðnum er hvert innlegg laust í mánuð en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir eru færðir misserislega og eru lausir til úttektar næstu sex mánuði eftir hveija vaxtafærslu en bindast síðan eins og höfuðstóllinn Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 16% vexti með 16,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Á sex mán- aða fresti er borin saman verðtryggð og óverðtryggð ávöxtun og gildir sú sem hærri er. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningurer með 18% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 19,25% nafnvöxtum og 20,2% ársávöxtun. Af óhreyfðum hluta innstæðu frá síðustu ára- mótum eða stofndegi reiknings síðar greiðast 20,9% nafnvextir eftir 16 mánuði og 21,5% eftir 24 mánuði. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxt- unin. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svo- nefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 11%, eftir 3 mánuði 15,5%, eftir 6 mánuði 19%, eftir 24 mánuði 20%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gildir hún um hávaxtareikn- Fiskverö í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra en nú. Myndin var tekin er þeim gula var landað í Reykjavikurhöfn í gær. DV-mynd GVA inginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 19,5% nafnvexti og 20,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir fær- ast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af upp- færðum vöxtum síðustu 12 mánaða. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 16,64% (ársávöxtun 17,24%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 9%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotuspamaðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 17,79-19,49%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 17.5% nafnvöxtum og 18,7% ársávöxtun, eða 6 mán- aða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þessara „kaskókjara“. Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni íjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársQórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í inn- leggsmánuði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðs- bókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfylltuin skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 17,5% með 18,23% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 9%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 18,25% nafnvöxtum. Miss- erislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 18% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Neskaupstað, og Sparisjóð- ur Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins getur numið 2.461.000 krónum á 1. árs- fjórðungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.723.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.723.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.206.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan heQast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfs- tíma og stigum. Lánin eru verðtryggö og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravisitala í febrúar 1987 er 1594 stig en var 1565 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársijórðungi 1987 er 293 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisitala hœkkaði um 7,5% 1. janúar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstak- ig að hann er enn ódýrari miðað við magn.Það er alveg ljóst að samkeppni fiskbitastaðanna við hamborgarastað- ina er mikil. Læknar hvetja fólk til að auka fiskneyslu og það styrkir okk- ur í samkeppninni. Við verðum bara að sjá hvort verðið helst og vona það besta,“ sagði Magnús. Hann bætti því við að í sínum huga væri það alveg númer eitt í þessum viðskiptum að vera talinn áreiðanleg- ur, númer tvö koma gaíðin og verðið í þriðja sæti. Hann sagði ennfremur að nú færi að rætast úr erfiðleikunum sem sjómannaverkfallið og síðan far- mannaverkfallið hefðu valdið og því bjart framundan. -S.dór Þorskrannsóknir við Grænland: Mikið af áiganginum 1984 fúndið á Grænlandsmiðum -gæti komið á íslandsmið 1990 til hrygningar „Við töldum að allmikið af þorsk- árganginum frá 1984 hefði farið héðan til Grænlands og nú hafa rannsóknir Þjóðverja á Grænlandsmiðum leitt í lega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaltals- hækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðttyggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.S-10 Ab.Bb. Lb.Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-17,5 Vb 12 mán. uppsögn 12-18,25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18-19,75 Bb Ávisanareikningar J-10 Ab Hlaupareikningar S-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 5-20 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab.lb Danskar krónur 8.5-9,5 Ab.Lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 16,5-20 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21-22 Almenn skuldabréf(2) 17,5-21 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5,75-6,75 Lb Til lengritíma 6,25-6,75 Bb.Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15-18,5 Sp SDR 9-8,25 Ui.Úh Bandarikjadalir 7,5-7.75 Sb.Sp Sterlingspund 12,5-13 Lb.Úb.Vb Vestur-þýsk mörk 6-6,25 Lb.Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalafeb. 1594 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 7,5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup ú viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum., (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab — Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. ljós að þar er mikið af ungfiski að al- ast upp, þar á meðal verulegt magn af árganginum 1984. Og ef sú kenning er rétt, sem þó hefur ekki verið sönn- uð, að þorskur, sem fer ungur til Grænlands frá íslandi, komi aftur til að hrygna þá megum við eiga von á göngu frá Grænlandi 1990,“ sagði Sigf- ús Schopka fiskifræðingur í samtali við DV. Sigfus sagði að þetta hefði gerst 1963, 1973 og 1981. Þá hefðu miklar göngur komið frá Grænlandi af þorski sem var kominn til að hrygna í fyrsta sinn. I öll skiptin urðu vertíðir einstaklega góðar, samanber vertíðina 1981, sem er ein sú besta sem hér hefur komið. Allra síðustu ár hefur mjög lítið ve- rið um þorsk á Grænlandsmiðum og í íyrra var einhver lélegasta vertíð sem þar hefur komið í hálfa öld. Svo leiða rannsóknir Þjóðverja það í ljós nú að mikið af ungfiski er að alast þar upp. Það gæti því verið bjart framundan í þorskveiðum okkar ef sú kenning reynist rétt að fiskurinn komi á upp- eldisstöðvamar til að hrygna. -S.dór Óvenju mikið er af smáfiski á miðunum skyndilokanir orðnar 24 Það sem af er þessu ári hefur 24 sinn- um orðið að grípa til skyndilokana veiðisvæða á nokkrum stöðum við landið en mest á Austfjarðamiðum. Þetta eru óvenju margar skyndilokan- ir á svo stuttum tíma og má til samanburðar geta þess að á fyrstu 6 mánuðum ársins í fyrra urðu skyndi- lokanir 24. „Það er óvenju mikið af smáþorski á miðunum núna. Árgangarnir frá 1983 og 1984 eru að koma á miðin og því ekki um annað að ræða en loka veiðisvæðunum. Við látum loka svæð- um ef 30% aflans er fiskur undir 55 sentimetrum," sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur í samtali við DV. Sigfus sagði að þorskárgangurinn frá 1983 væri talinn sterkur og 1984 árgangurinn í meðallagi þannig að þeir væru báðir yfir rauða strikinu hvað þetta varðar. Sigfús sagði enn- fremur að 1983 árgangurinn yrði uppistaðan í þorskveiðunum hér við land á næsta ári. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.