Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
íþróttir
• Mark Hughes er ekki i miklum
metum hjá Hassan.
Hótar
mönnum
Ivfláti
Sá knattspymumaður sem vakið
hefiir hvað mesta athvgli á Spáni
í vetur heitir Faddil Hassan. Hann
er Marokkómaður og leikur með
baðstrandarliðinu Real Mallorca.
Þó er það hvorki leikni né geta sem
hefiir fatrt Hassan sess í sviðsljós-
inu heldur kjaftháttur og hvers-
kyns dólgslæti. Hann hefur fengið
að líta gula spjaldið átta sinnum á
þessu keppnismisseri og einu sinni
hefur kempan verið kæld með
rauðu spjaldi.
Hassan hefur verið óspar á yfir-
lysingar í spænskimi fiölmiðlum
og meðal annars hótað að ganga
frá nokkrum leikmönnum dauð-
um. NTú n\rverið réðst hann til að
mynda gegn Wales-búanum Mark
Hughes:
..Það er furðuleg mótsögn að
Hughes skuli leika í röðum Barcel-
ona eða á Spáni yfirhöfuð. Hann
hefur hvorki tækni né hraða til
að leika hér á landi. hvað þá í iiði
sem Barcelona." sagði Hassan.
..Getu heftu- hann. jú. mikil ósköp,
en aðeins á því sviðinu að stjaka
við andstæðingnum og skapa sér
rými með pústrum og hrindingum.
Markvörðum stafar því engin
hætta af Hughes enda er hann
svona álíka leikinn og líkneski eða
mvndastytta. Ég fæ ekkert skilið í
þeirri ákvörðun framkvæmda-
stjóra Barcelona. honum Teny
Venables. að semja við slíkan við-
vaning" sagði Hassan að lokum
og skók höfrtð sitt ákafiega.
-JÖG.
Roxburgh
kom mjög
á övart
Andy Roxburgh, þjálfari skoska
landsliðsins, er búinn að tilkynna
landsliðshóp sinn sem mætir ír-
landi næstkomandi miðvikudag.
Iæikurinn, sem fer fram á Hamp-
den Park, er liður í 7. riðli
undankeppi Evrópumeistaramóts-
ins.
Val Roxburgh kemui- að mörgu
leyti mjög á óvart. Hann skiptir
um fimm leikmenn og þverskallast
enn við að nota þá Graeme Sou-
ness og Charlie Nicholas. Þeir
Kenny Dalglish, Ally McCoist, Ian
Durrant, Derek Ferguson og Ro-
bert Connor eru allir úti í kuldan-
um þrátt fyrir að Skotar hafi unnið
Luxemburg, 3 0. I staðinn koma
þeir Willie Miller, David Narey,
Henry Smith og Gordon Strachan
inn í hópinn. Roxburgh hefur
ávallt farið eigin leiðir er hann
heftir valið skoska Iandsliðið og
engin breyting varð á því nú
-SMJ
„Hef aldrei dansað
við þessa konu“
- fínnski skíðastökkvarinn, Matti Nykánen, enn í fréttunum
,.Ég er í toppformi um þessar mund-
ir“. segir finnski skíðastökkvarinn
Matti Nvkánen. Hann hefur enda æft
af kappi upp á síðkastið og stökk hans
hafa verið löng og glæsileg.
Nykánen hefur þvi fengið upppreisn
æru og hefur val hans í landslið Finna
komið fáum á óvart. Hann mun þvi
skíða fyrir hönd heimalands síns á
heimsmeistaramótinu í norrænum
greinum í Oberstdorf síðar í þessum
mánuði.
Þótt fæstir efist um snilli garpsins
eru flestir landar hans á einu máli um
að hann láti lítt eða illa að stjóm og
framkvæmi eftir geðþótta sínum.
Nykánen þykir sopinn ákaflega góður
en sú nautn hefur ekki alveg átt við
á skíðalandsmótum þar sem finnska
þjóðin heimtar ávallt sigur.
Það er trú alþýðu í Finnlandi að
kappinn hafi nú rasað út í bili, enda
er hann nýkominn frá Sri Lanka þar
sem hann dvaldi á hveitibrauðsdögum
sínum.
Finnar em því einstaklega bjarsýnir
á góðan árangur á HM, -jafnvel þótt
sá kvittur sé nú kominn upp að
Nykánen sé orðinn faðir. f raun er
ekkert nema ágætt um það að segja
nema hvað móðir bamsins er víst önn-
ur en eiginkona Nykánen.
Nykánen hafði svar á reiðum hönd-
um er blaðamenn gengu á hann nú
nýverið:„Ég hef ekki einu sinni dansað
við þennan kvennmann, hvað þá
meira.“
Heimamenn vita hins vegar að
margt getur gerst í góðu teiti og sér-
lega þegar sá þjóðlegi siður er við-
hafður að leggjast kviknakinn á
trébekk í gufubaði. -JÖG.
Dalglish langar í Beardsley
íþróttablaðamenn í Englandi velta
nú mjög vöngum yfir þeirri féþúfú sem
lan Rush hefúrreynst forráðamönnum
Liverpool-liðsins. Þarlendir blaða-
menn hnvkla jafnan brúnir þegar
peningar em annars vegar enda verða
knattspyrnufélög að fjárfesta og nýta
fengið fé með skjótum hætti.
Hver kvitturinn rekur nú annan en
sá lífseigasti segir að Kenny Dalglish,
framkvæmdastjóri Liverpool, hyggist
kaupa sóknarmennina Peter Beards-
ley frá Newcastle og skoska ungling-
inn Joe Miller frá Aberdeen.
Dalglish hefur þegar keypt John
Aldridge frá Oxford og bíður hans það
hlutskipti að skora mörk fyrir rauða
herinn. Þannig á hann að leysa áður-
nefnda markavél af hólmi. sóknar-
kempuna Ian Rush sem er á förum til
Juventus á Ítalíu.
Það er þó ljóst að Rush er tveggja
manna maki og verður því róðurinn
þungur hjá Aldridge. Rush er ákafur
markvarðaskelfir og skori hann mark
í leik verður Liverpool ekki lagt að
velli. Sú hefur að minnsta kosti verið
raunin fram að þessu. „Ian Rush er
ekki einn að verki,“ sagði einn fylgis-
maður Liverpool-liðsins nú nýverið,
„forsjónin leikur við hlið hans.“
Það telst því vart annarlegt þótt
Dalglish hyggist hafa tvo eða jafnvel
þijá afburðaleikmenn til að hlaupa í
skarðið fyrir Ian Rush einan.
Peter Beardsley á til að mynda fast
sæti í enska landsliðinu. Joe Miller
er hins vegar að flestra dómi einn efhi-
legasti sóknarmaður sem komið hefur
fram í Skotlandi síðan Kenny Dalglish
hóf feril sinn fyrir nokkrum árum.
Dalglish hefúr nú lagt skóna til hlið-
ar að mestu leyti og lætur sér nægja
að halda um stjómvölinn hjá Liver-
pool. Liverpool er án efa eitt frægasta
knattspymulið heims þótt leikmenn
þess hafi aðeins haldið jöfnu gegn
KR-ingum hér um árið. -JÖG
Tvöfaldur
sigur Carls
Carl J. Eiríksson vann janúar- og
febrúarmót í skotfimi sem lauk nýver-
ið. Keppt var í liggjandi stöðu með
riffla og tuttugu skot. í janúarmótinu
hlaut Carl 195 stig, Lárus Fjeldsted
187, Þórjón P. Pétursson 177, Þor-
steinn Þ. Guðjónsson 175 stig og Emil
Kárason 172 stig. Carl hlaut síðan 197
stig í febrúarmótinu, Gissur Skarphéð-
insson 196, Þorsteinn Þ. Guðjónsson
185, Láms Fjeldsted 181 og fsleifur
Gíslason 179 stig. -SK
Rochtekur
stöðu Thiel
AtH Hilmajsson, DV, Þýskalandt
Nú er ljóst að Sigfried Roch,
markvörður Grosswaldstadt
í handknattleik, mun taka
sæti Andreas Thiel í v-þýska
landsliðinu í b-keppninni á
Ítalíu en Thiel meiddist á
dögunum og getur ekki leik-
ið. „Maður verður að hjálpa
til í neyð,“ sagði Roch sem
hafði lýst því yfir að hann
væri hættur í landsliöinu.
Morten Olsen var
stórkostiegur
Atli Htaiaisscn, DV, Þýskalandi:
Leikmenn vestur-þýska knatt-
spymuliðsins FC Köln fengu 1,6
milljónir króna fyrir að vinna sigur á
þriggja liða móti í ísrael á dögunum.
Köln vann Bomssia Múnchenglad-
bach í úrslitum, 5-2. Morten Olsen
átti stórkostlegan leik og skoraði eitt
marka Kölnar en hin skomðu þeir
Klaus Allofs (2), Paul Steiner og Len-
hof. Hochstátter skoraði bæði mörk
Gladbach en leikmenn liðsins fengu
1,2 milljónir fyrir 2. sætið. Maccabi
varð neðst á mótinu. -SK
Hörkuárekstur varð á I
kappaksturskeppni sem haldin var í Bandaríkj-
I unum nýverið. Eins og sjá má á myndinni, sem
j tekin var í þann mund sem áreksturinn átti sér
j stað eins og sjá má, skemmdust báðir bílarnir j
mikið en ekki urðu teljandi meiðsli á ökumönn- j
unum. Símamynd Reuter I
Það er gamall frasí að knattspyman sé
vart dans á rósum. Sjálfsagt er hún þó dans,
en á þyrnum rósanna. Eins og fram hefúr
komið hér í blaðinu slasaðist írski landsliðs-
maðurinn Jim Beglin mjög alvarlega í
viðureign Liverpool og Everton nú á dögun-
um. Garv Stevens heitir ólánsmaöurinn sem
olli þessu íþróttaslysi. Hann hefur vart f'eng-
ið frið á síðustu dögum vegna þessarar
ógæfu. Almenningi í Bretlandi þykir nú
mælirínn fylltur og fon’áðamenn Liverpool-
liðsins skera upp herör gegn Stevens í
þariendum fjölmiðlum.
„Þetta var öðru fremur slys,“ segir lúns
vegar breski blaðamaðurinn Peter Stewart.
Hann er einn af fáum sem hefúr svarað tíð-
imi árásura fjölmiðla á Gary Stevéns. „Báðir
leikmenn áttu fúllan rétt á að nálgast bolt-
ann. Þetta var því hefðbundin og eðlileg
barátta. Beglin varð hins vegar sneggri og
fyrri til og því fór sem fór.
Mér er kunnugt um að atburður þessi
laust Stevens. Hann var niðurbrotinn mað-
ur eftir leikinn og grét. Hann bíður því í
ofvæni eftir bata Beglin.
Gary Stevens er mjög góður leikmaður
og þótt hann leiki af krafti er það aldrei
ætlun hans að brjóta á andstæðingi. Boltinn
er ávallt efstur í huga hans.“
-JÖG.
Robson og Allen
í landsliðshóp
Englands á ný
- gegn Spáni 22. febrúar
Það fór eins og Ferguson, stjóri Man.
Utd, spáði á laugardag Bryan Robson var
valinn í enska landsliðshópinn á ný. Lands-
líðsþjálfarinn Bobby Rolison valdi lið sitt í
vináttuleik gegn Spáni sem fram fer þann
22. febrúar, annan sunnudag. Markakóngur
Tottenham, Clive Allen, var á ný valinn í
landsliðshópinn en langt er síðan hann hef-
ur verið þar. Þá er hinn ungi miðvörður
Arsenal, Tony Adams. í fýrsta sinn í hópn-
um. Leikmennimir, sem Robson valdi, eru
þessir.
Markverðir Peter Shilton, Southampton,
Chris Woods, Glasgow Rangers, og David
Seaman, QPR. Varnarmenn Viv Anderson,
Kenny Sansom og Adams, Arsenal, Gary
Stevens og Dave Wafson, Everton, Terry
Butcher, Rangers, Mark Wright, Sout-
hampton og Gary Mabbutt, Tottenham.
Framverðir em Glenn Hoddle, Steve
Hodge og Chris Waddle, Tottenham, Bryan
Robson, Man. Utd, Trevor Steven, Evorton
og Neil Webb, Nott. Forest, og framlínu-
menn em Gary Lineker, Barcelona, Peter
Beardsley, Newcastle, Mark Hateley, AC
Milano, John Barnes, Watford, og Clive
. Allen. -hsim
•Jim Beglin engist af kvölum, fótbrotinn.