Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
29
Smáauglýsingar
Fréttir
Veldur hárlos áhyggjum? Ný þjónusta
á íslandi. Meðhöndlun orkupunkta
(akupunkta) með leysigeisla hefur gef-
ið góða raun. Meðferð þessi stöðvar
hárlos, er hættulaus og hefur engar
þekktar aukaverkanir. Uppl. og tíma-
pantanir í síma 11275 frá kl. 10-17.
Fataskápar, frá kr. 7.648., glerborð, frá
kr. 7.240., leðurstólar, frá kr. 4.179.,
eldhússtólar, frá kr. 1.916., klapp-
stólar, frá kr. 920. Nýborg hf.,
Skútuvogi 4, s. 82470.
Útsala - Útsala! Stórkostleg verðlækk-
un á hollenska gæðagaminu. Einnig
40-70% afsláttur af handavinnu. Zar-
eska-húsið, Hafnarstræti 17, Reykja-
vík, sími 11244.
■ Sumarbústaðir
Seljum ýmsar gerðlr sumarhúsa á mis-
munandi byggingarstigum. Getum
útvegað lönd. S.G. Einingahús hf.,
Selfossi, sími 99-2277.
■ BOar til sölu
Dodge Van 71 til sölu, snúningsstólar,
innréttaður, 6 cyl., beinskiptur, út-
varp. Fæst með 15 þús. út og 10 á
mán. á 165 þús. S. 79732.
Mazda 626 GLX 2000 árg. ’87 til sölu,
ekinn 10.000 km, sjálfskipt, vökva- og
veltistýri, sentrallæsingar, útvarp/
segulband, sumar- og vetrardekk.
Uppl. í síma 73058.
Mazda 626 GLX 2000 árg. '83, 2ja
dyra. sjálfskiptur, vökvastýri o. fl.
Uppl. í síma 611741 og 617016.
Ford Escort 1300 Laser '86 til sölu.
ekinn 22 þús. km, útvarp + segulband.
auk fleiri aukahluta. Uppl. í síma
611742 og 617016.
Fimm ferðaskrifstofur:
Hafa samvinnu
um innkaup
Ferðaskriístofumar Pólaris, Terra,
Ferðamiðstöðin, Atlantik og Saga
hafa tekið upp samvinnu um innkaup,
undir nafninu Reisuklúbburinn, sam-
kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá
Karli Sigurhjartarsyni, forstjóra
ferðaskrifstofunnar Pólaris.
Sagði Karl að þessar fimm ferða-
skrifstofur ættu það sammerkt að
bjóða upp á sumarleyfisferðir til út-
landa og meðal annars með leiguflugi.
Síðastliðið haust hefðu ferðaskrifstof-
umar átt viðræður um samstarf af
þessu tagi og hefði þessi samvinna
orðið árangurinn. Sagði Karl að með
samstarfi af þessu tagi væri hægt að
ná meiri hagkvæmni og beta verði en
ef hver væri að vinna út af fvrir sig.
Sagði Karl að gengið hefði verið frá
samningum um leiguflug og náðst
hefði hagstætt verð þannig að þegar
væri farinn að sjást árangur af sam-
starfinu. Einnig sagði hann að sam-
starfið myndi leiða af sér rneiri
fjölbreytni á ferðamarkaðimmi ásamt
því að betri nýting væri á sætum.
Enda þótt samvinna þessara aðila
væri fyrir hendi að þessu levti sagði
Karl að áfram mvndu ferðaskrifstof-
urnar keppa á markaðinum og setti
hver ferðaskrifstofa saman sínar ferðir
og hóteltilboð hér eftir sem hingað til.
-ój
Hætt við samflot
í samningunum
í vikubyrjun var haldinn fundur
með þeim félögum ríkisstarfsmanna
og Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar sem til þessa hafa hafl samflot
í kjarasamningum og þar var ákveðið
að hætta samfloti og hvert félag fari
með viðræðurnar sjálft.
Starfsmannafélög sveitarfélaganna
hafa þegar samið, sem kunnugt er, en
þau höfðu samflot í samningagerðinni
og funduðu á Akureyri á dögunum og
náðu samkomulaginu á methraða.
-S.dór
Skjálfti á KEA
Jón G. Haúksson, DV, Akureyri;
Kosningaskjálfti verður á Hótel KEA
í kvöld og á morgun þegar þingmenn,
ráðherrar og fólk í efstu sætum á list-
um Framsóknarflokksins mæta til að
móta stefnuna í komandi kosningum
og ræða kosningastarfið. Ráðstefnan
hefst í kvöld klukkan 20. í fyrramálið
verður farið í fyrirtæki en eftir hádegi
verður lagt á ráðin fyrir kosningarnar
sem margir spá að verði 25. apríl næst-
komandi.
Hið íslenska kennarafélag:
Ætlar að leita eftir
verkfallsheimild
Ákveðið hefur verið að allsherjar-
atkvæðagreiðsla fari fram innan
Hins íslenska kennarafélags 20. fe-
brúar um verkfallsheimild fyrir
félagið og stíla kennarar, að sögn
Kristjáns Thorlaciusar, formanns
félagsins, á að til verkfalls komi 16.
mars hafi samningar ekki náðst fyrir
þann tíma. Verkfall má ekki hefjast
fyrr en 15 sólarhringum frá boðun
þess. Boðað hefur verið til samn-
ingafundar með kennurum og full-
trúum fjármálaráðuneytisins á
morgun, fimmtudag.
Höfuðkrafa kennara er, að sögn
Kristjáns, að lágmarkslaun verði 45
þúsund krónur á mánuði og að met-
in verði löggildingarbréf kennara
samkvæmt nýjum lögum. Þessi sama
kaupkrafa var sett fram þegar stjóm
BHMR leitaði eftir rammasamningi
fyrir félögin en henni var hafnað af
fulltrúum ríkisins. Nú greinir menn
á um hvað ríkið bauð. Stjómarmenn
BHMR segja 35 þúsund krónur en
fulltrúi fjármálaráðherra segir 40
þúsund krónur. Upp úr viðræðum
heildarsamtakanna og ríkisins slitn-
aði i lok janúar og fer nú hvert félag- -
innan BHMR með samninga fyrir
sig.
„Við sjáum til hvað þeir bjóða á
fundinum á fimmtudaginn." sagði
Kristján Thorlacius.
-S.dór
Jón Páll vinsæll á Akureyri.
Jón Páll vann
hug og hjörtu
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri;
Sterkasti maður heims, Jón Páll
Sigmarsson, hélt námskeið í bekk-
pressu og almennri þrekþjálfun á
Akureyri í síðustu viku. Hátt á ann-
að hundrað drengir mættu til Jóns
Páls og þótti þeim mikið til þess
koma að fá að sjá kappann með eig-
in augum. Hann vann hug og hjörtu
þeirra og ku sjálfur hafa haft jafh
gaman af drengjunum og leikið á
als oddi þegar hann aðstoðaði þá
með lóðin.