Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 3 dv Frettir Bífreiðatiyggingar: Hækka um 19% Tryggingafélögin hafa ákveðið að hækka grunntaxta í gjaldskrám ábyrgðartrygginga ökutækja um 19% og hefur samstarfsneind íslensku bif- reiðatryggingafélaganna þegar til- kynnt Tryggingaeftirlitinu þessa niðurstöðu en eftirlitið féllst á þessa hækkun. Heildartjón 1986, greitt og ógreitt, varð 829 milljónir á móti 752 milljóna króna iðgjöldum og varð tjónahlutfall félaganria því 110,2%. Er ekki reiknað með rekstrarkostnaði inni í þessu dæmi. Veruleg aukning varð á árinu 1986 á tjónum, í raun óeðlileg, vegna auk- innar tjónatíðni i umferðinni. Bif- reiðatjón hækkuðu um 30,6% milli ára og meðaltjónið varð 41.000 krónur. Meðalupphæð slysatjóna varð 333.000 krónur sem er 17% hækkun. Utseld vinna á bifreiðaverkstæðum hækkaði milli febrúar 1986 og febrúar í ár um 34,7% og varahlutir á sama tíma um 11,1%. Félögin áætla að með- altal verðbreytinga verði 19-20% milli áranna 1986 og 87 og er þá miðað við 12% verðbólgu á þessu ári. Þetta eru forsendur 19% hækkunarinnar á bif- reiðatryggingunum. I frétt frá Sambandi íslensku bif- reiðatryggingafélaganna um þetta mál segir að 19% taxtahækkun þýði í raun að bifreiðaeigendur greiði i ár 15% hærri iðgjöld að meðaltali en í fyrra ef tekið er tillit til afsláttarreglna fé- laganna. -FRI Ferskfiskútflutningurínn: Útilokað að stjóma honum fiá íslandi - segir Hafsteinn Ás- geirsson „Þessar hugmyndir Kristjáns Ragn- arssonar og forystumanna Landssam- bands útvegsmanna um stjómun frá Islandi á ferskfiskútflutningnum eru alveg út í hött. Það sem stjómar þessu er og verður auðvitað verðið hverju sinni. Það em vitlausir menn sem senda út fisk eftir að hafa verið aðvar- aðir af umboðsmönnunum úti vegna verðhmns og ég trúi því ekki að nokk- ur maður geri það. Auðvitað getur einn og einn farmur lent í verðhmni ef það skellur skyndilega á og það myndi einnig gerast þótt reynt yrði að stjóma útflutningnum héðan,“ sagði Hafsteinn Asgeirsson, skipstjóri og gámaútílytjandi í Þorlákshöfn, í samtali við DV. Hann sagði að ef fara ætti að út- hluta mönnum leyfi hér heima, sem bíða þyrfti eftir svo og svo lengi, myndi gámaútflutningurinn að mestu leggj- ast af. Hafsteinn nefridi sem dæmi að i fyrra hefði hann komið með afla að landi, sett hann í gáma og sent samdægurs með skipi frá Eimskip. Um kvöldið fór hann svo út, rokveiddi og var kominn með fullan gám um miðjan næsta dag. Siglt var í land, aflinn settur í gám og sendur út með Sambandsskipi sam- dægurs. Toppverð fékkst fyrir allan þennan fisk. „Ef ég hefði þurft að sækja um og bíða eftir einhverjum leyfum hefði fiskurinn orðið að bíða nokkra daga ísaður i gámi og vitað mál að mun lægra verð hefði fengist fyrir hann nokkurra daga gamlan en glænýjan," sagði Hafsteinn. Ekki sagðist hann efast um að ef mikill afli væri sendur í einu héðan og ef sent væri mjög ört hefði það áhrif á verðið ytra. í þvi tilfelli þyrftu menn bara að hugsa en ekki vinna í blindni og skemma hver fyrir öðrum. Hafsteinn sagði að frystihúsin væru stærstu gámaútflytjendurnir og þau sendu út án umhugsunar allan þann afla sem þau gætu ekki unnið og einn- ig lakasta fiskinn. Þetta væri hættu- legur leikur. -S.dór MARGRET BORGARSDÓttíR LIFIR UTRÍKU LÍH MEÐ AÐSTOÐ FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ílaraldur, frændi Margrét- ar, er enn við sama hey- garðshornið. Hann fær t.d. með engu móti skilið hvernig Margrét hefur efni á að leggjast í ferðalög á hverju ári. Svo er hún alltaf svo ansans ári ungleg. Hann er líka að gantast með að hún hljóti að vera í persónulegum tengslum við einhvern góðan mann hjá Fjárfestingarfélaginu. „Það er í raun alveg rétt,“ segir Margrét. „Ráðgjöfin hjá Fjárfestingarfélaginu er persónuleg. Sérfræðingar þess leitast alltaf við að finna bestu sparnaðarleiðir fyrir hvern og einn.“ ,Árið 1976 átti ég íbúðina næstum skuldlausa og börnin voru flutt að heiman. Ég ákvað að tala við sér- fræðing hjá Fjárfestingar- félaginu því ég vildi hafa tryggar tekjur þegar ég hætti að vinna. Þá átti ég nákvæmlega 26.090 krónur. Um síðustu áramót var upphæðin komin í 2.500.000 þökk sé Fjárfestingar- félaginu.“ „ Sérfræðingarnir ráðlögðu mér einnig að leggja alltaf 15% af mánaðarlaunum mínum fyrir. Mér tókst að safna 1.525.000 og á nú samtals 4.025.000 í TEKJU- BRÉFUM. Og hvort sem þú trúir því eða ekki, Halli minn, þá fæ ég senda heim peninga fjórum sinnum á ári. Upphæðin svarar nú til um 42 þúsund króna mánaðarlaunum, án þess að skerða verðtryggðan höfuðstólinn. Allt er þetta persónulegri og góðri ráðgjöf þeirra hjá Fjárfest- ingarfélaginu að þakka.“ HVAÐ Á VESLINGS HARALDUR NÚ AÐ GERA? -Á hann að halda áfram að stríða frænku sinni? - Á hann að hætta að geyma peningana undir koddanum? - Á hann að tala við sérfræðinga Fjárfestingar- félagsins? PÉTUR KRISTINSSON, KINN AF RÁÐGJÖFUM FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS FJARFESTINGARFELACIÐ Hafnarstræti 7-101 Rvík. 28566. BUTT ||

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.