Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 11 UÚönd ræðustól í þinginu í Róm í gær, þar sem hann tilkynnti afsögn sína. Norðmenn í fjallgöngu í Tíbet Hópur norskra og breskra fjalla- garpa, undir forystu hins 52 ára gamla Chris Bonington, ætlar að freista þess að sigrast á tindi Menlungtse sem er 7.150 metra hátt fjall í Himalayafjall- garðinum og tilheyrir Tíbet. Menlungtse hefur ekki verið klifið áður og raunar fer sú saga af þessu fjalli að þar séu aðalheimkynni „snjó- mannsins" sem Tíbetar kalla „Yeti“. Þetta fjall er sagt meðal þeirra erfið- ustu til fjallgöngu þótt það sé ekki meðal þeirra hæstu. Það eru fjórir úr hópnum sem ætla að freista þess að komast upp á tindinn. Fimmburar í Las Vegas Fimmburar fæddust í Las Vegas í gær. Allt meybörn og fæddust þau ell- efu vikum fyrir tímann. Móðurinni og flórum hvítvoðunganna heilsaðist vel, en fimmta bamið þarf að gangast und- ir læknisaðgerð vegna fæðingargalla. Fimmburarnir vógu 680 grömm sá léttasti og 1130 grömm sá þyngsti. Móðirin, þrítug húsmóðir, gift bíla- sala, hafði ekki tekið inn nein frjósem- islyf, en líkurnar á fimmburum án slíks eru ekki nema ein af hverjum 70 millj- ón barnsfæðingum. Michael Werikhe og nashyrnings- kálfurinn, Sam, á göngunni. Björgum nas- hymingnum Kenýamaðurinn Michael Werikhe er í krossferð til þess að safna fé svo að bjarga megi nashymingum frá því að deyja út. Hann ætlar að ganga Norður-Afríku frá Nairobi og um ítal- íu, Sviss, Vestur-Þýskaland, Holland og til London. Fyrsta áfangann hafði Werikhe fé- lagsskap Sams á göngunni en það er sjö mánaða gamall munaðarlaus nas- hymingskálfúr sem alinn er upp í þjóðgarði Daphne Sheldrick í Nairobi. Craxi sagði af sér Bettino Craxi, forsætisráðherra ít- alíu, sagði af sér í gær og framkallaði með því stjómarkreppu, sem hugsan- lega gætti leitt til þingkosninga, áður en yfirstandandi kjörtímabil rennur út. Craxi, sem er sósíalisti, lagði afsögn sína og ríkisstjómar sinnar fyrir Cos- siga forseta í gær og lét þau orð falla í þinginu, þar sem hann kunngerði ákvörðun sína, að „andrúmsloftið í stjómmálum landsins væri orðið kæf- andi og eitrað". -- Ríkisstjóm hans hafði verið samsteypustjóm fimm flokka. Cossiga, forseti Italíu, mun kalla for- menn flokkanna á sinn fund á morgun til skrafs og ráðagerða um hverjum skuli fela myndun nýrrar ríkisstjómar sem yrði þá sú 46. síðan í stríðslok. Almennt er talið að Giulio Andre- otti, utanríkisráðherra og leiðtoga kristilegra demókrata, verði falin stjómarmyndun. Andreotti hefur fimm sinnum verið forsætisráðherra, síðast 1979, en sú ríkisstjóm stóð aðeins 11 daga og fall hennar leiddi til fjögurra mánaða stjómarkreppu. Afsögn Craxis er komin til vegna ágreinings milli sósfalista og kristi- legra demókrata sem em stærsti fiokkurinn í stjómarsamsteypunni og gera kröfu til þess að hafa forsætis- ráðuneytið. Enn er eftir um eitt ár af yfirstandandi kjörtímabili. STÆRSTA TIMARIT LANDSINS í hvert hús kjördæmisins næstu daga Grindavík, Garð, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík, Voga, Hafnir, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalarnes, Kjós Viðtöl - Mannlíf - Stefna - Heimsóknir t 3- £ 2. 3 3 Si Q. 0» S tO ** 3' <T> 3 1 v? 0« 31 yc sr « -.*< S"2- c- &J X TJ VZ 1 5 Ql- 3 £. 3 3 O*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.