Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 36
« 36
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sylvester
Stallone
hnyklar vöðvana stoltur þessa
dagana því einn toppanna I dans-
aðlinum vestra lét hafa það eftir
sér að Gitte væri með fegurstu
fætur i heimi. Þegar hann fékk svo
ekki gluggasæti fyrir frúna á veit-
ingastaðnum Dockside Harbour
keypti Rambo staðinn i snatri og
nú bíður ævinlega autt sæti á
besta stað ef þeirri fögru Gitte
flýgur í hug að setja matarbita
niður I gegnum sitt litla og ofsa-
sæta vélinda.
Tom Jones
er ekkert sólskinsbarn um þessar
mundir. Fyrrum Supremes söng-
konan, Mary Wilson, vinnur
ótrauð að útgáfu bókarkorns um
kynmök þeirra tveggja á árum
áður - og þykir bókin I safaríkara
lagi. Ástarsambandið var leynilegt
- enda Tom harðgiftur maður -
og óttast nú kappinn mjög um
mannorðið. Ekki bætir það að
þóksalar þúast við löngum bið-
röðum kvenna við rekkana þegar
skræöan kemur á markað og þeir
allra illgjörnustu tala um mögu-
leika á fleiri en einu þindi um
þetta annars ágæta söguefni.
Larry Hagman
hefur árum saman suðað um leyfi
til að kaupa tvö risavaxin Ijón sem
standa við innkeyrsluna að MGM
kvikmyndaverinu i Hollívúdd. Nú
hefur tilboð hans verið samþykkt
og Larry Ijómar af ánægju. Það
er aðeins eitt Ijón eftir í veginum,
honum hefur ekki ennþá tekist að
sannfæra frúna um ágæti þess að
koma þessum ferlíkjum fyrir á
heimavígstöðvum. Sagt er að for-
stjórar MGM séu hreinustu kettl-
ingar í samskiptum - miðað við
hina sænskættuðu eiginkonu
kvikmyndaleikarans.
Þrefaldur íslandsmeistarinn - Sólveig Leifsdóttir - átti þessa gala-
greiðslu sem varð i öðru sæti keppninnar. Hún á reyndar einnig
sýningarstúlkuna sem er sautján ára dóttir hennar - María Auður Stein-
grimsdóttir - og móðir Sólveigar - Maria Auður Guðnadóttir - á heiðurinn
að kjólnum.
Galagreiðsla Guðfinnu Jóhannsdóttur varð í öðru sætinu.
DV-myndir Brynjar Gauti
Islandskeppnin í hárgreiðslu og hárskurði:
„Þetta var hörkukeppni -
og mjög jöfn,“ sagði sigurveg-
arinn. Sólveig Leifsdóttir,
þegar hún hafði hlotið ís-
landsmeistaratitilinn í þriðja
sinn í röð.
Islandskeppnin í hárgreiðslu
og hárskurði var háð í veit-
ingahúsinu Broadway á
sunnudag og lauk tvísýnni
keppni milli þeirra Sólveigar
Leifsdóttur og Dórótheu
Magnúsdóttur með sigri Sól-
veigar. Munaði einungis
þremur stigum, Sólveig fékk
266 en Dóróthea 263 stig. í
þriðja sæti varð Guðrún
Sverrisdóttir með 244 stig.
Þær þrjár hafa nú náð sæti í
landsliðinu og keppa því á
Norðurlandamótinu sem fer
fram hérlendis 7. nóvember
næstkomandi. Að sögn Torfa
Geirmundssonar, formanns
Sambands hárgreiðslu- og
hárskerameistara, var þessi
keppni á heimsmælikvarða.
I hárskurði varð Gísli Viðar
Þórisson í fyrsta sæti. I öðru
sæti varð Eiríkur Þorsteins-
son og í því þriðja varð
Sigurkarl Aðalsteinsson.
Einnig yar háð keppni hjá
nemum. í hárgreiðslu varð
Birna Hermannsdóttir í fyrsta
sæti, í öðru varð Þórey Gísla-
dóttir og Berglind Eiríksdóttir
varð í þriðja sæti. I hárskurði
Dóróthea Magnúsdóttir hreppti
fyrsta sætið i galagreiðslunni.
nema varð í fyrsta sæti Guð-
laugur Aðalsteinsson, Asta
Þóra Valdimarsdóttir varð í
öðru sæti og í því þriðja varð
Grímur Þórisson. Til gamans
má geta þess að Gísli Viðar
Þórisson, er varð í fyrsta sæti
í hárskurði, er bróðir Gríms
sem varð í þriðja sæti nema
og Sigurkarl Aðalsteinsson,
sem varð í þriðja sæti hár-
skera, er bróðir Sigurkarls
sem varð í fyrsta sæti nema.
Dómarar í keppninni voru
Christopher Man frá Eng-
landi, Rita Won-don-Burg frá
Hollandi og Anneli Palmgren
frá Svíþjóð.
Grasbjöllusaga Antons ráðagóða
Það eru ekki allir sem hafa efni á því að láta sprauta gamla bílinn þegar
greyið er farið að láta á sjá að utanverðu. Anton Schafier í Regensburg í
Vestur-Þýskalandi makaði leðjukenndum jarðvegi yfir gamla Fólksvagninn
sinn og sáði grasi í allt heila klabbið. Og viti menn bjallan varð grösug
með afbrigðum þannig að nú er Anton með grasklippurnar á lofti alla daga.
Áhugamönnum hérlendis skal á það bent að snarrótarpuntur og melgresi
eru með harðgerðari tegundunum.
Hlustaðu, sauðhausíim þinn!
Það er eins gott að sperra eyrun og leggja þau við áður en viðmæl-
andinn reynir að rífa þau af í örvæntingarfullri tilraun til þess að ná
sambandi. Svipurinn á hinum hundslega Rex segir greinilega: „Haltu
áfram, ég elska þegar þú nartar í eyrun á mér,“ svo það er borin von
fyrir Mahogany að ná betra sambandi við leikfélagann. Annars er hundin-
um uppálagt að gæta síns órólega vinar og búa báðir í Longleat Safari
Park í Englandi.