Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. Verðkönnui í miðbæ Reykjavíkur Að þessu sinni var kannað verð í miðbæ Reykjavíkur. Mikil fjöl- breytni er á verði og munur oft mikill milli verslana. Þannig kost- ar t.d. smjörvi frá kr. 78 upp í kr. 89 og Gevalia kaffi frá kr. 89 upp í kr. 99,50. I miðbænum er meira um sér- verslanir en almennar matvöru- verslanir. Tvær kjötbúðir eru með í könnuninni og er önnur þeirra hálfgerð „delikatessen" verslun. Ekki er óeðlilegt að slíkar verslan- ir séu með nokkuð hærra verð Rvík, Miðbær vegna eðlis síns en ótrúlega lítill munur er á þeirra verði og verði í almennum matvöruverslunum og er það athyglisverð niðurstaða. Verðlag í miðbæ virðist almennt nokkuð hærra en almennt gerist og ekki að efa að hátt fasteigna- verð ráði þar nokkru um. Vegna þessa hefur öll verslun á svæðinu verið að þróast yfir í lúxus- og sér- verslanir ýmiss konar en almenn verslun virðist hafa flust yfir í önn- ur hverfi. Hér á síðunni er súlurit vfir nið- urstöður könnunarinnar og er meðalverð sýnt sem lína sem dregin er í gegnum súlurnar. Einnig er tafla með öllum niðurstöðum birt. -PLP 850 750 700- 5Í 500 Séð niður Laugaveg og Hverfisgötu. Verðlag er hátt i gamla miðbænum. Reykjavik Kjöt- bær Þing- holt Víóir SS Hafnstr. Hverfis- kjötbúðin Meðal- verö Cheerios198g 73,00 72,80 72,90 66,00 73,00 71,54 Honig spagh. 230g 48,00 41,60 37,50 42,36 Smjörvi 300g 89,00 81,00 84,90 78,00 85,00 83,58 GræntHreinol 53,00 51,00 51,00 52,00 51,75 Ríó kaffi 250g 105,00 94,80 95,45 93,00 95,00 96,65 Gevalía rautt 250g 99,50 89,00 89,00 92,00 92,37 Grænar baunir Bonduelle 500g 67,50 67,50 Libby’s tómats. 340g 48,00 44,30 42,20 46,00 45,12 Spar appelsínus. 11 57,00 59,00 49,00 60,00 56,25 Appelsinur 92,00 83,00 85,00 86,00 99,00 89,00 Gulrófur 49,00 52,00 49,00 53,00 50,00 50,60 Hækkanir á neysluvörum Alþjóða efriahagsmálastoíhunin. OECD, hefur sent frá sér yfirlit um verðhækkanir á neysluvarningi í aðildarlöndum stofnunarinnar. I henni kemur fram að verðbólga hef- ur minnkað talsvert í aðildarríkjun- um og var að meðaltali um 2,8%. Hefur hún ekki verið minni síðan 1964 en þá var hún 2,4%. Fram kemur að nær öll aðildarríki stofnunarinnar hafa leitast við að stemma stigu við verðbólgu undan- farin ár og það ásamt olíuverðslækk- un gerir árangurinn svo góðan sem raun ber vitni. Þau lönd, sem hafa minni verð- bólgu en 5%, eru nú orðin sextán. en voru aðeins tíu árið 1985. Á síðasta árí var neysluvöruhækk- un 22.2°0 á íslandi. aðeins í Grikk- landi hækkaði nevsluvara meir. eða um 23%. Skiptist hækkunin þannig að fvrstu sex mánuði ársins var hækkunin 13.8%, en á seinni helm- ingi var hún 6.5° (). -PLP Matvæli, almennar neysluvörur, hækkuðu minna en oft áður á siðasta ári. Þó var óviða meiri hækkun en á íslandi. Danir herða reglur um aukaefni Á eiturefnalista Evrópubandalags- ins eru nú tun þúsund efni skráð hættuleg. 22 þeiira eru álitin krabbamt'insvaldandi, og ber að merkja þau með áletruninni. "geta valdið krabhameini". Danir vilja meina að efni sem valda krabba séu mun fieiri. eða 41. og em að revna að fá Evrópubandalagið til að fallast á þetta. 011 efnin á listanum ber að merkja með hættutáknum, hættustigum. hugsanlegum afleiðingum og gagn- ráðstöfunum, samkvæmt öryggis- reglugerðum umhverfisráðsins danska. Efhi utan listans geta einnig verið skaðleg, og er það framleiðandans að bera ábyrgð á því að efnin séu merkt i samræmi við reglugerðir þar að lútandi. -PLP Hættutákn. Danir sækja þá framleió- endur og innflytjendur til ábyrgdar sem virda að vettugi reglur um merkingar. Strásykurinn í Hagkaupi Á dögunum gerðum við smáverðkönnun á sykri. Gefið var upp kílóverð í Hagkaupi, kr. 16,90. Þetta var ekki rétt verð, samkvæmt upplýsingum inn- kaupastjóra í sykrinum, ívars Benediktssonar. Sykurinn í Hagkaupi kostar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.