Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. F.h. Innkaupanefndar sjúkrahúsa óskum vér eftir til- boðum í skurðstofuhanska. Magn: ca 680.000 pör. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri fyrir kr. 300,- settið. Tilboð verða opnuó á skrifstofu vorri þriðjudag- inn 24. mars nk. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGAWTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Lausar stöður sérfræðinga við Raunvísindastofnun Háskólans Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður vió Raunvísindastofnun Háskólans sem veittar eru til 1-3 ára. a) Tvær stöður sérfræðinga við Reiknifræðistofu. Starfssvið Reiknifræðistofu er einkum í aðgerða- greiningu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvun- arfræói. b) Ein staða sérfræðings við Stærðfræðistofu en á Stærðfræðistofu fara fram rannsóknir í stærófræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Fastráðning kemur til greina í þessa stöðu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar- andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu- lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf og rannsóknaáætlun, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. mars nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm- bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. 2. mars 1987, Menntamálaráðuneytið. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skildinganesi 62, þingl. eigandi Leifur Ingólfsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. mars '87 kl. 11.15. Uppboðsbeiöendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Iðnaöarbanki Islands hf. Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Flyðruðgranda 10, 1. hæð C-1, þingl. eigandi Örn Steinar Sverrisson o.fl., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. mars '87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Baldur Guðlaugsson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Tryggingastofnun ríkisins. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hraunbæ 182, hluta, þingl. eigandi Þórarinn G. Valgeirsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. mars '87 kl. 15.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólafur Gústafsson hrl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Reykási 37, íbúð 03-01, þingl. eigandi Bjarni Halldórsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. mars '87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hringbraut 119, hluta, tal. eign Ásdísar Magnúsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. mars '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Steingrímur Þormóðsson hdl. og Landsbanki is- lands. ____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Alvarlega gallað frumvarp Það frumvarp til umferðarlaga, sem nú á að kýla í gegnum alþingi, er að margra áliti svo alvarlega gall- að að það yrði alvarlegt slys og öllum til háðungar ef að lögum yrði. Því miður er frumvarpið byggt á sömu gömlu reglunum og gömlu lögin. Nú eru til margar tegundir gatna og vega, hringtorg, umferðarmerki og margs konar merkingar. Á afar margt af þessu er ekki minnst í hinu nýja frumvarpi. Eða að öllu slíku er vísað til dómsmálaráðherra að setja nánari reglur þar um. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun á svona vinnu- brögðum. Það á að skilja fólkið eftir í umferðinni án þess það geti flett upp í bók þar sem það getur fræðst um hvemig umferðin á að vera. Frumvarp til umferðarlaga Mig langar til, í fáum orðum, að lýsa undmn minni og vonbrigðum yfir hinu nýja frumvarpi til umferð- arlaga. Frumvarp til umferðarlaga. efri deild, mál 314: „Skilgreiningar, 2. gr. Akbraut, sá hluti vegar sem ætlað- ur er ökutækjum. Akrein, hver og ein af samhliða reinum sem skipta má akbraut í að endilöngu og hver um sig er nægi- lega breið fyrir eina röð fjórhjóla ökutækja." Skilgreining, inngangur eða skýr- ingar á götum og vegum ætti að vera augljósari, t.d.: „Akbraut, sá hluti vegar sem ætlaður er ökutækj- um.“ „Einstefnugata, gata fyrir eina röð ökutækja.“ Einstefnubraut þegar breiðri ak- braut er skipt að endilöngu með umferðareyju eða tvöfaldri hindr- unarlínu. Akrein, þegar einstefnu- braut er skipt í samhliða reinar hlið við hlið að endilöngu. Aðrennslis- grein, tengibraut milli tveggja aðalbrauta. Mitt tillag: Hraðajöfn- unarbraut. Tvístefnugata, gata sem ekið er eftir í gagnstæðar áttir. Veg- ur, gata, stígur, brú, torg með bif- reiðastæðum, notaðar til almennrar umferðar. Vegamót, þar sem vegir mætast, skerast eða greinast. Gang- stétt, sá hluti vegar til hliðar við akbraut eða bifreiðastæði sem ætl- aður er gangandi vegfarendum. Gangbraut, merkt braut þvert yfir götu eða veg, ætluð gangandi vegfa- rendum. Frumvarpið ringulreið Þetta litla brot, sem ég hef hér sett saman, á að.sýna að það væri aðgengilegra, auðveldara til ávinn- ings, að skýr ákvæði væru og í samhengi. Allt hið nýja frumvarj) er ein ringulreið sem engin bót er að, betra hefði verið að bæta nauðsyn- legum nýjum köflum inn í gömlu lögin. Ég sé ekki hagnað í því að breyta umferðarlögunum eins og ætlast er til með frumvarpinu, þ.e. að færa eihi einstakra greina milli málsgreina. Skilgreining á öllum merkjum og merkingum á einnig tafarlaust að vera í umferðarlögunum, þ.e. í þeim kafla sem nefhdur er skilgreiningar. Þar á að lýsa hverju einasta merki og hvemig á að nota þau. Ég hef þá trú að umferðarlög og lög um gatna- og vegahönnun, einn- ig merkingar og merki alls konar við og á götum og yfir gatnamótum, KjaUarinn Vilhjálmur Sigurjónsson ökukennari eigi að styðjast við þær reglur sem bestar em í öðrum löndum, svo- nefhdar alþjóðareglur. Umferðarlög- in eiga að vera á því máli og svo einföld að almenningur jafnt sem ráðamenn skilji þau og túlki á einn og sama hátt. Þau eiga ekki að vera á stofhanamáli en nákvæmar út- skýringar á hverri grein svo ekki fari milli mála hvað átt er við. Um- ferðarlögum ber að hlýða, öllum þáttum þeirra, þess vegna ber yfir- völdum jafnt sem öðrum borgurum að leggja sama skilning í þau og virða þau. Það vantar bæði í eldri lögin og hið nýja frumvarp heila kafla. Gat í umferðarlögunum I eldri lögunum og frumvarpinu er svo lítið sagt að almenningur er engu nær um hvemig umferðin á að ganga. Ég tel að gleymst hafi, þegar farið var að leggja breiðar götur með umferðareyjum, þ.e. graseyjum eða tvöföldum gulum hindrunarlinum milli akbrauta, að nefna þær til ,að- greiningar frá einstefnugötum og tvístefnugötum sem lögin em byggð á og ættu þær götur að nefhast ein- stefnubrautir. Þama er gat í um- ferðarlögunum og einnig í frumvarpinu vegna þess að settar vom sérreglur um vinstri beygjur á umferðarljósum og einnig vegna þess að hindmnarlína var lögð niður þegar komið var yfir gatnamótin en stefhuljósin vom látin lönd og leið. Það gleymdist að nota þau og eng- inn minntist á að virða þau og ættu því þessar tvískiptu götur að heita einstefnubrautir. Dæmi: Kringlumýrarbraut er ein- stefiiubrautargata vegna eyjanna á milli einstefnubrautanna og tvær akreinar í hvora átt, kannski þrjár við gatnamót. Ákveðnara ákvæði vantar um vinstri beygjur úr einstefnubraut, allflestir vita að nauðsynlegt er að vera kominn á vinstri akrein áður en komið er að hindmnarlínu við gatnamót. Sé ekið til vinstri, inn á tvístefnugötu, vandast málið, í stað þess að beygja á vinstri akrein með- fram umferðareyju til vinstri aka mun fleiri að umferðareyjuenda til hægri og taka götuna af þeim sem koma úr tvístefnugötunni og ætla að beygja til vinstri. Þama ættu tveir og tveir ökumenn að geta mæst hindmnarlaust eins og á um- ferðarljósum. Umferðarlög verða ekki sæmileg fyrr en gatnaskipulag verður tengt þeim, t.d. breidd gatna og vega. Ef frumvarpið verður að lögum er í raun meiripartinum af því sem þar ætti að vera vísað til dómsmálaráðuneytis. Þ.e. að allir séu í óvissu eftir sem áður. Almennar hraðatakmarkanir. 137. gr. í frumvarpinu en 49. og 50. gr. í umferðarlögunum er almennur há- markshraði ákveðinn sá sami: í þéttbýli 50 km, úti á vegum 70 km á klst. Að mínu mati er þarna um þekkingarleysi eða hina gömlu þröngsýni höfunda að ræða. Það þýðir ekki að berjast á móti eðlilegri þróun þessara mála enda skýrir 49. gr. umferðarlaganna svo ljóslega sem mest má vera hver hraði má vera hverju sinni. En þar segir: „Hraðinn má aldrei vera meiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á ökutæki og stöðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir. Sér- stök skylda hvílir á ökumanni að aka hægt og sýna ýtrustu varfærni í þéttbýli o.s.frv." Úrelt fyrirbæri Nú er hönnun ökutækja margfalt fullkomnari en áður og fleygir alltaf fram ár frá ári enda er hraðinn orð- inn meiri en leyfilegur hámarkshraði samkvæmt umferðarlögunum. Ég tel að einskorðun við 50 km hraða í þéttbýli og 70 km hraða í dreifbýli sé úrelt fyrirbæri því að sá ökumað- ur, sem ekur á leyfilegum hraða í dag, er dragbítur í umferðinni. Þess vegna tel ég að hækka ætti hraða- mörkin t.d. þannig: 50-65 km hraði í þéttbýli og 70-90 km hraði í dreif- býli eða jafnvel 50-70 km í þéttbýli og 70-100 km í dreifbýli. Þá myndu lögin nálgast raunveruleikann, þ.e. þann hraða sem almennur er í dag. Á meðan svo marga kafla vantar í umferðarlögin og fleiri en ég hef nefnt og á meðan misvitrir ráða- menn misnota alþjóðamerkin að vild eða nota þau alls ekki þar sem þeirra er þörf; á meðan notkun þeirra er ekki bundin á réttan hátt og þann eina rétta í umferðarlögunum verða umferðarlög ekki annað en mark- laust plagg. Vilhjálmur Sigurjónsson „Umferðarlögunum ber að hlýða, öllum þáttum þeirra, þess vegna ber yfirvöldum jafnt sem öðrum borgurum að leggja sama skilning í þau og virða þau.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.