Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Útlönd_________________________
Yamani sparkað til að
hylma yfir samsæri
Þann 29. október var Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabiu, vikið úr embætti. Getum hefur verið leitt að því
að Fahd konungur hafi verið hræddur um að Yamani segði frá sameiginlegu verðstriði Bandaríkjanna og Saudi-
Arabíu gegn íran.
Um höfundinn
Höfundur greinarinnar, Jens Nauntofte, er
fréttastjóri erlendrafrétta hjú danska útvarpinu
og sjónvarpinu og liejur verió vid öflun erlendra
frétta hjá dansku útvarpinu i tuttugu ár, auk
þess sem liann hefur skrifað fjölda greina um
erlend málefni i dönsk blöð.
Nauntofte hefur sérhaft sig i málefnum Aust-
urlanda nter og hefur átt viðtöl vió murga
ráðamenn þar eystra. Hefur hann og lagl hönd
á plóg við gerð heimildarmyndar um Miðaust-
urlönd, auk þess sem eftir liggja hjá honum
htekur um þuu.
Nauntofte var Fulbrightstyrkþegi 1985' og
dvaldi i Bandaríkjunum. Hefur liann í smíðum
hók um stejhu Bandarikjanna i Austurlöndum
nter (siðustu þrjú forsetakjörtimabil).
Eftir Jens Nauntafte
Til hvaða bragðs grípur 56 ára
gamall atvinnulaus framkvæmda-
stjóri? Sérstaklega eftir að hægt
hefur verið að lesa á forsíðum allra
dagblaða að honum hafi verið sagt
upp störfum?
Hann gæti kannski sett svohljóð-
andi auglýsingu í Intemational
Herald Tribune:
Atvinna óskast:
Revndur stjórnarerindreki. sem
gegnt hefur ráðherraembætti í lengri
tíma, óskar eftir krefjandi toppstöðu
á alþjóðlegum vettvangi.
Hefur mikla reynslu í verslun með
olíu. er þaulkunnugur alþjóðlegum
efnahag og vanur aðgerðum vegna
kreppu.
Talar reiprennandi ensku og arab-
ísku.
Snúið ykkur til undimtaðs. Ah-
med Zaki Yamani. Saudi-Arabíu.
Oliufurstinn Ahmed Zaki Yamani
varð atvinnulaus þann 29. október í
fyrra þegar konungur Saudi-Arabíu
skipti um olíumálaráðherra án
nokkurrar viðvörunar. í aldarfjórð-
ung hafði þessi glæsilegi olíufúrsti
verið í sviðsljósinu, dáður af öllum,
og með alla olíumilljarðana á bak
við sig verið í raun einn af valda-
mestu mönnum heims.
Það var árið 1960 sem Fasal kon-
ungur gerði hinn þrítuga dómarason
frá Mekka að olíumálaráðherra.
Hann hafði stundað nám við háskól-
ann í Kaíró og framhaldsnám við
Harvard Business School í Banda-
ríkjunum. Vinir hans um allan heim
kölluðu hann Zaki sem á arabísku
útleggst sætur.
Sigurviss
I fyrstu olíukreppunni, sem varð
árið 1973, kom Yamani í nóvember
það sama ár til Kaupmannahafnar
til þess að útskýra fyrir Efnahags-
bandalaginu hvemig hægt væri að
ná tökum á ástandinu. Það var bros-
andi og sigurviss olíufursti sem tók
á móti mér í svítu á efstu hæð Royal
Hotel. Ég var sendur ffá danska
sjónvarpsblaðinu til þess að reyna
að fá svör við því hvenær olían færi
að fljóta aftur. Við spurningu minni
um hversu mikið ætti að draga úr
olíuframleiðslunni svaraði Yamani:,
„Við höfum lengi beðið eftir |)ví
að grípa til olíuvopns okkar en nú
er þolinmæði okkar á þrotum. Þér
getið sjálfir reiknað út hvað gerist
ef framleiðslan verður minnkuð um
áttatíu prósent í stað tuttugu og
fimm prósenta eins og nú. Verðið
mun snarhækka og Vestur-Evrópa
lifir það ekki af,“ sagði Yamir um
leið og hann renndi fingri eftir rúð-
unum í gluggunum þar sem þök
Kaupmannahafnar blöstu við sjón-
um okkar. Og hvað ef Kissinger
gerði alvöm úr því að senda dátana
sína til Saudi-Arabíu? „Við höfum
reyndar viss viðkvæm olíusvæði í
Saudi-Arabíu,“ svaraði Yamani um
hæl ógnþmnginn á svip. „Ef gerð
verður árás verða þau samstundis
sprengd í loft upp - af okkur sjálf-
um!“
Þessar athugasemdh- hans hljóm-
uðu í sjónvarpstækjum um allan
heim næstu tólf klukkustundimar.
Yamani er fædd fjölmiðlastjai'na.
Hann er vel gefinn, yfirvegaður og
gerir sér fyllilega grein fyrir mikil-
vægi röksemda sinna.
Fifldjarfur
Yamani var á kafi í einu af fífl-
djörfustu tiltækjum sínum þegar
Fahd konungur vék honum úr emb-
ætti olíumálaráðherra. Og þótt
einkennilegt megi virðast var um að
ræða aðgerð sem var algjör and-
stæða þeirrar sem hann lýsti á Royal
Hotel árið 1973. Frá 1985 til 1986
reyndi Yamani ásamt starfsbróður
sínum í Kuwait að lækka heims-
markaðsverð á olíu með því að láta
olíudælumar ganga. Með því vonað-
ist hann í fyrsta lagi til þess að
olíuframleiðslulönd utan OPEC,
samtaka olíuútflutningsríkja , gæf-
ust upp og i öðm lagi að þau
OPEC-lönd sem framleiddu meira en
samið var um fengju að kenna á því
þegar olíuverðið snarlækkaði.
Samanlagt geta OPEC-löndin
framleitt allt að 33 milljónum tunna
af olíu á dag. En þau geta aðeins
selt helminginn af því magni því að
frá miðjum áttunda áratugnum hafa
þau fengið keppinauta eins og til
dæmis Noreg, Stóra Bretland og
Mexíkó. Yamani hugðist ná aftur til
sín markaðshlutum sem OPEC-
löndin höfðu tapað. Það átti ekki
að borga sig fyrir framleiðendur
Norðursjávarolíu að hefja vinnslu á
nýjum svæðum.
Taprekstur
I Saudi-Arabíu var olíuframleiðsl-
an komin niður í 2 milljónir tonna
af olíu á dag en framleiðslugetan er
rúmlega 10 milljón tunnur á dag.
Sumarið 1985 juku Saudi-Arabía og
Kuwait framleiðsluna. Yamani sagði
fyrst stopp þegar framleiðslan var
komin upp í 5 milljónir tunna á dag.
Um leið og alþjóðlegir olíukaup-
menn gerðu sér grein fyrir því sem
var að gerast lækkaði verðið. Sum-
arið 1986 féll verðið úr 28 dollurum
á tunnuna niður í 8 dollara.
V erðstríð Yamanis hefur try ggt sér
öruggt sæti í sögu tuttugustu aldar-
innar. Það er ef til vill mesti tap-
rekstur í iðnaði af þessu tagi. Árið
1986 urðu samanlagðar tekjur
OPEC-landanna um fimmtiu mill-
jörðum dollara lægri en árið áður.
Verðfallið olli hörmungarástandi í
hinum OPEC-löndunum. Samtals
búa um 350 milljónir í OPEC-lönd-
unum þrettán en íbúar Saudi-Arabíu
og Kuwait eru samtals aðeins sex
til sjö milljónir. Þessi tvö lönd eiga
einnig stóran dollaraforða að grípa
til. Hin OPEC-löndin gátu ekkert
aðhafst til þess að stöðva olíudælur
Yamanis.
Samsæri?
Það er ekki að ástæðulausu að
fólk spyr sig um ástæðuna til þess-
ara aðgerða. Var ef til vill um að
ræða samsæri Bandaríkjanna og
Saudi-Arabíu sem tengdist vopnasöl-
unni til írans? Olía og vopn eiga oft
leið saman.
Ef það var eitthvert OPEC-land-
anna, sem verðfall á olíu kom sér
illa fyrir, þá var það Iran. Það þurfti
á hverjum einasta olíudollara að
halda vegna stríðsins við Irak. Irak-
ar hafa aftur á móti getað reiknað
með fjárhagsaðstoð arabískra
bræðraþjóða sinna, þar á meðal
Saudi-Árabíu. Olíutekjur Irans
minnkuðu úr 16 milljörðum dollara
frá 1985 niður í 6 milljarða 1986.
Einkennileg tilviljun
Það er einkenniíeg tilviljun að
sumarið 1985 gefur orkumálaráð-
herra Bandaríkjanna, John Herr-
ington, til kynna að Bandaríkja-
menn sætti sig við verðfall á olíu.
Samtímis létu fjögur bandarísk olíu-
fyrirtæki, Exxon, Mobil, Texaco og
Chevron, sem eru stærstu olíuvið-
skiptavinir Saudi-Arabíu, í ljósi
áhuga á aukinni oliuframleiðslu
Saudi-Araba. I kjölfar þess tilkynnti
Yamani þann 13. september 1985 að
Saudi-Arabía hygðist auka olíuíram-
leiðsluna.
Með öðrum orðum: Á meðan menn
Reagans, Robert Mcfarlane og Oli-
ver North, fóru hvað eftir annað til
leynilegra viðræðna við Rafsanjani,
formann þingsins í Teheran, minnk-
uðu olíutekjur írans svo snarlega
að þar lá við kreppu. I Teheran vissu
menn að það var Saudi-Arabía sem
olli verðfallinu með aukinni fram-
leiðslu sinni og á fundum OPEC-
landanna réðist olíumálaráðherra
írans oft á Yamani.
Verðhækkun
Sumarið 1986 gaf Fahd konungur
allt í einu merki um að olíuverðið
skyldi hækkað upp í 18 dollara á
tunnuna. Um það leyti fór það allt
í einu að verða ljóst að skilningur
ríkti nú á milli Saudi-Arabíu og ír-
ans.
Það sem við ekki vissum þá var
að Saudi-Arabía átti þátt í að útvega
írönum bandarísk vopn fyrir milh-
göngu vopnasalans Adnan Kas-
hoggi. Saudi-Arabía tryggði sér
þannig beint samband við Teheran
án þess að stjórnvöldum í Irak væri
kunnugt um það.
Það var ekki liður í hemaðarað-
gerð Yamanis að hækka olíuverðið
svo fljótt aftur. En Fahd konungur
fór með sigur af hólmi og í október
var Yamani fjarlægður með penna-
striki. Vegna herkænsku Yamanis
gátu Bandaríkin og Saudi-Arabía nú
beitt íran efnahagslegum þrýstingi.
I þann mund sem Rafsanjani lét
fréttina um vopnasöluna berast til
Vesturlanda var Yamani sparkað.
Getum hefur verið leitt að því í
bandarískum blöðum að Fahd kon-
ungur hafi ekki viljað eiga það á
hættu að Yamani segði frá hinu
sameiginlega verðstríði Saudi-Arab-
íu og Bandaríkjanna gegn Iran.
Fahd konungur gat jafnframt ekki
lengur sætt sig við hið lága verð.
Yamani er farinn. Allir gátu andað
léttar. Fyrir utan liðið í Hvíta húsinu
sem írajiir léku grátt í lokin.