Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
Fréttir
Pétur Hjálmsson frostmerkir holdanaut.
Frostmerking, ráð gegn dularfulium hrossahvörfum:
Gæti líka merkt
hunda og ketti
- segir Pétur Hjálmsson
„Þetta er eina örugga leiðin tii að Þá era þau nýmæli í skráningu
merkja hesta. Við drepum litfrumur í hrossa að öll folöld sem fæðast fá nú
hári hestsins með kælingu niður í 190 sérstakt nafnnúmer. eins og mann-
mínusstig og þá vaxa upp hvít hár. fólkið.ogsamanstendurþaðaffæðing-
Það er eiginlega furðulegt að hestaeig- arári, merki um kyn og uppruna.
endur hafi ekki notfært sér þessa „Ég frostmerki ýmist undir fax eða
þjónUstu meira en raun ber vitni. á síðu en gæti þess þá að merkið lendi
Æt!i ég sé ekki búinn að merkja 2-3000 undir hnakknum. Þetta er alls ekki
hross en alls munu vera um 50 þúsund áberandi og sést ekki nema verið sé
hross í landinu,'* sagði Pétur Hjálms- að leita að því. Merkinguna þarf aldr-
son hjá Búnaðarfélagi íslands um ei að endumýja, þetta dúgar alla
írostmerkingar á hestum. Pétur lærði ævi,“ sagði Pétur.
tæknina í Bandaríkjunum árið 1983 Þá má geta þess að þjónustan kostar
og hafa fjölmörg stórbú notfært sér 700 krónur á grip og er hægt að panta
þjónustu hans svo og einstaklingar. hana hjá Búnaðarfélaginu. Pétur
Þó er enn langt í land að frostmerking- Hjálmsson hefur einnig fengist við að
in sé orðin almenn. frostmerkja nautgripi og rejmdar er
„Það sér hver maður hversu auð- hægt að beita tækninni á öll loðin dýr.
veldara er að auglýsa eftir týndu - Merkirðu líka hunda og'ketti?
hrossi þegar hægt er að tiltaka númer „Nei, það hef ég aldrei gert en það
í stað þess að geta ekki nefnt nema er hægt,“ sagði Pétur Hjálmsson.
lit og kyn,“ sagði Pétur. -EIR
Hrossin eru annaðhvort merkt undir faxi eða á síöu svo aö merkingin lendi
undir hnakki.
Miðaldra hommar
forðast eyðnipróf
Nú þykir ljóst að hommar á aldrin-
um 30-34 ára skila sér ekki sem skyldi
í mótefnamælingu vegna eyðni. 1
skýrslu, sem Haraldur Briem smit-
sjúkdómalæknir hefur tekið saman,
kemur fram að alls hafi 3.221 einstakl-
ingur verið mótefnamældur hér á
landi, þar af 148 hommar, en hlutfall
fyrrgreinds aldurshóps meðal smitaðra
er grunsamlega lágt, sérstaklega þegar
haft er í huga að í öllum Evrópulönd-
um hafa rannsóknir sýnt að útbreiðsla
eyðni er algengust í þeim aldurshópi
meðal homma.
„Ég kann enga skýringu á þessu en
bendi á að það er ákaflega erfitt fyrir
fólk að taka ákvörðun um að fara í
eyðnipróf," sagði Böðvar Bjömsson
hjá Samtökunum ’78, félagsskap
homma og lesbía. „Ég held að hér sé
frekar um tilviljun að ræða en nokkuð
annað.
í skýrslu Haraldar Briem kemur
einnig fram að eyðniveiran hefur
greinst í þremur föngum, einum blóð-
þega en engum dreyrasjúklingi. í
þúsund manna úrtaki einstaklinga,
sem komu til rannsókna á sjúkrahúsi
á síðasta ári, og valdir vom af handa-
hófi, reyndist einn vera smitaður. f öllum þeim er leggjast inn á sjúkrahús
ráði er að hefja mótefnamælingar á áður en langt um líður. -EIR
Eyöniprófaöir hommar
31. des. 1986
í blíðu og stríðu
Andlitið steinmnnið, fingur á
strengjum, leikstjórinn veifar hendi
og allt fer á kreik. Eurovisionlögin
tíu, sem komust í úrslit, em að taka
á sig mynd í sjónvarpssal þessa dag-
ana.
Á myndinni hér að ofan sést Egill
Eðvarðsson gefa Jóhanni Helgasyni
góð ráð varðandi flutning á lagi hins
síðamefnda, f blíðu og stríðu.
Úrslitalögin verða kynnt í ríkis-
sjónvarpinu dagana 13.-17. mars, tvö
lög á dag en sjálfri úrslitakeppninni
verður sjónvarpað 23. mars. Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva,
Eurovision, verður haldin í Bmssel
9. maí.
-EIR
Sindri á Austuriandi um Slysavamafélagið:
Ekki má lama
sljóm félagsins
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Á stjómarfundi í.Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Sindra á Austurlandi,
sem haldinn var nýlega á Fáskrúðs-
firði, var svohljóðandi ályktun
samþykkt:
Stjóm Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagsins Sindra sendir Slysavamafélagi
íslands þakkir fyrir traust starf á
umliðnum árum og þá öryggiskennd,
sem það hefur gefið sjófarendum með
góðu starfi og skipulagi á sínum veg-
um. Fyrir hönd félaga okkar óttumst
við ef frumkvæðið verður tekið af
Slysavamafélagi íslands og yfirstjóm
björgunarmála færð til annars aðila,
sem ekki hefur yfir að ráða hinu þétta
neti slysavama- og björgunardeilda
við strönd landsins sem margoft hafa
unnið kraftaverk með sínu óeigin-
gjama starfi.
Stjóm Sindra óskar að starf Slysa-
vamafélags íslands og deilda þess
verði ekki lamað með röngum ákvörð-
unum á kostnað okkar sem erum
þolendur í þessu máli.
Dnikkið fyrir
milljarða
Áfengissala á landinu öilu þrjá
síðustu mánuði ársins nam tæpum
milljarði króna, eða 813.713.690
krónum. Sé reiknað með að áfeng-
issala aðra mánuði hafi verið
viðlíka má gera ráð fyrir að landa-
menn hafi eytt 31/2 milljarði króna
í vín á síðasta ári.
Mest var selt af áfengi í Reykja-
vík síðustu þrjá mánuði ársins eða
fyrir tæpar 600 milljónir króna. í
oðru sæti voru íbúar á Akureyri
sem eyddu 66 milljónum í áfengi,
Keflvíkingar urðu þriðju með iæp-
ar 40 milljónir og Selfyssingar
fiórðu með 33 milljónir. Annars
staðar á landinu var áfengissalan
minni. -EIR