Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 36
Framkvæmdastjóri Snælax Vindáttin eins og pöntuð fyrirokkur „Þetta fór eins og best varð á kosið. Það kom sterk sunnanátt og olían hreinsaðist öll út fjörðinn." sagði Svanur Guðmundsson. framkvæmda- stjóri Snælax í Grundarfirði, í morgun, en svo sem kunnugt lak olía úr tanki Olís í Grundarfirði en þar er Snælax með fiskeldi í kvíum. „I’að var olíubrák við búrin fi'rir hádegi í gær en hana bar síðan út fjörðinn og eitthvað hefur líka gufað upp. Vindáttin var eins og pöntuð fyr- ir okkur,“ sagði Ólafur. „Við sjáum ekki endanlega hvemig fiskinum hefur reitt af fyrr en við get- um skoðað hann eftir nokkra daga. Það er öll olía horfin burt, það er að- ,-PÍns smábrák á steinimi í fjörunni," sagði Ólafur. -ój Reykjanesbraut: 13 ára á gjörgæslu Þrettán ára drengur liggur nú með- vitundarlaus á gjörgæsludeild Borg- arspítalans eftir að hafa orðið fyrir ■*it)ifreið á nýju Reykjanesbrautinni á móts við Hnoðraholt í Garðabæ. Slys- ið varð skömmu fyrir hádegi á mið- vikudaginn er drengurinn var á leið í skíðaferðalag í rútu. Rútan stöðvaði á Reykjanesbrautinni vegna bilunar og fóru nokkrir farþegar út. Þeirra á meðal drengurinn með fyrrgreindum afleiðingum. -EIR Akureyri: ÞrírunnuLjubojevic Jón G. Haukssom, DV, Akureyri; Ljubojevic, stórmeistarinn júgó- ,—siavneski, tefldi fjöltefli á Akureyri og tapaði þrem skákum, gerði fjögur jafn- tefli og vann þrjátíu og þrjár. Þeir sem unnu stórmeistarann voru Rúnar Berg, Smári Ólafsson og Jón Björgvinsson. ^ 2Ö0ÓQ Z& LOKI Þetta heitir að votta vottunum andúð sína! Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ftitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987. Gámaútflutningurinn: Matthías hafnar hugmyndum LIU „Stjóm Landssambands íslenskra útvegsmanna hesftir ekkert rætt við mig, aðeins sent mér stjómarsam- þykkt sína um að það taki yfir stjómun á ferskfiskútflutningi. Mér líst ekki vel á þær hugmyndir sem útvegsmenn em með. Ef setja á eftir- lit með heildarútflutningi ferskfisks tel ég að það eigi að vera í höndum hiutlausra aðila en ekki sérhags- munahópa. Við vitum að það eru margir aðilar í gámaútflutningi sem ekki em í Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Ég tel að Fiskifélag íslands sé rétti aðilinn ef setja þarf á eitthvert éftirlit." sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðheiTa um hugmyndir Landssambands ís- lenskra útvegsmanna um að það taki yfir efitirlit með gámaútflutningi. Varðandi eftirlit með gámaútflutn- ingi sagði Matthías að hann væri ekki hlynntur miðstýringu enda yrðu menn að gá að því að við vær- um ekki einir á þessum markaði. „Menn em alltaf að hrópa á frelsi í viðskiptum og lofa það þegar vel gengur en svo um leið og eitthvað bjátar á þá er kallað á höft og mið- stýringu, ég er ekki hrifinn af svona löguðu,“ sagði Matthías Bjarnason. Gamli góði mjólkurbrúsinn enn í fullu gildi hjá bruggurum þrátt fyrir tankvæðingu skoðar bruggtækin sem gerð voru upptæk á Óðinsgötu. sveitum. Lögreglumaður DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Rigning á Suður- og Austurlandi Á laugardaginn verður vaxandi austan- og suðaustanátt með rign- ingu á Suður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 2-6 stig. Bruggari tekinn á Óðinsgötu „Þetta er gamalkunnur refui-, við höfum tekið hann áður," sögðu lögreglumenn um bmggara sem handtekinn var á Óðinsgötu að- faranótt fimmtudagsins. Bruggar- inn haföi verið undir eftirliti um alllangt skeið þegar látið var til skara skríða og sannað þótti að hann hefði selt bmgg út úr húsi I lögregluaðgerðinni voru bmgg- tæki mannsins gerð upptæk svo og 37 flöskur af eimuðum landa. Þá tók lögreglan einnig tvær 150 lítra tunnur af „gambra" sem er ílögn fyrir bmgg. -EIR Akureyri: Þekktur læknir ræðst gegn Vottum Jehóva Jón G. Hauksson, DV, Akureyri; Þekktur læknir á Akureyri, Reynir Valdimarsson, ræðst harkalega að Vottum Jehóva í trúarlegu riti sem ber yfirskriftina Þeirra eigin orð. Rit- inu var dreift nýlega á Akureyri. Á forsíðu Ijölritsins segir: „Vottar Jehóva, menn á brautum villukenn- inga, blekkinga, stórra orða sem ekki standast og biblíulegra rangtúlkana." „Ég stend einn á bak við þetta rit og gef það að sjálfsögðu út sem krist- inn maður en ekki sem læknir,“ sagði Reynir Valdimarsson við DV í morg- un. Reynir sagðist ekki vera á móti Vottum Jehóva sem persónum heldur kenningum þeirra. Reynir hefúr starf- að í áratugi fyrir KFUM á Akureyri. Hann bar einn kostnaðinn af fjölrit- inu. „Ég er ósammála Vottum Jehóva á marga vegu og er því að aðvara hinn almenna borgara sem er ekki mikið inni í biblíukenningum. Vottar Jehóva ganga hús úr húsi og boða sínar kenn- ingar sem ég tel ósannindi.“ Ijokaorð Reynis í greininni í ritinu eru þessi: „Varist Votta Jehóva, vaxt- arbroddar þeirra eru þyrnar og skrælnuð kom. Með kristilegum kveðjum til allra þeirra sem lesið hafa þetta spjall og íhugað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.