Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
9
Utlönd
Hans Holmér segir af sér
Gurmlaugur A. Jcmsson, DV, Lundl:
„Ef mér er ekki treyst til að stjórna
leitinni að morðingja Olofs Palme þá
á ég heldur ekki að vera lögreglu-
stjóri í Stokkhólmi," sagði Hans
Holmér í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi.
Síðdegis í gær gekk hann á fund Ing-
vars Carlsson forsætisráðherra og
sagði af sér. Afsögn hans kom öllum
á óvart.
Holmér var greinilega mjög bitur er
hann utskýrði ákvörðun sina í 45 mín-
útna löngu viðtali í sjónvarpsþættin-
um Magasinet. Hann neitaði að ræða
við alla aðra fréttamenn en umsjónar-
menn þáttarins og telur sig hafa fengið
mjög ósanngjama meðferð í Ijölmiðl-
um. „Ég hef stjómað leitinni að
morðingja Palme í ellefu mánuði og
ég gaf meira að segja kost á mér þeg-
ar hin nýja skipan mála við rannsókn-
ina var innleidd í síðastliðnum mánuði
þó ég hefði mínar efasemdir. Þær efa-
semdir mínar hafa nú reynst á rökum
reistar,“ sagði Holmér. Hann sagði
jafnframt að engin viðunandi rann-
sókn færi nú fram. „Skrifstofubáknið
hefur sigrað skynsemina," sagði hann.
Afsögn Hans Holmér, lögreglustjóra í Stokkhólmi, hefur komið öllum á óvart. Á myndinni heldur hann á byssu svip-
aðri þeirri er notuð var við morðið á Palme. Simamynd Reuter
Holmér var mjög opinskár í viðtal-
inu, sagði að menn hans hefðu
rannsakað nákvæmlega um 170 spor.
Þar á meðal væru öll þau spor sem
fjölmiðlar hefðu gagnrýnt hann íyrir
að hafa sést yfir, svo sem einkalíf
Palme, sáttasemjarahlutverk Palme í
Persaflóastríðinu og svo framvegis.
Hann sagði að saksóknararnir hefðu
spillt fyrir gangi mála, þeir hefðu vilj-
að taka á þessu máli eins og hverju
öðru máli. „Það er jafngáfulegt og að
ætla sér að klífa Himalava með sama
útbúnað og fyrir göngutúr á Jótl-
andi." sagði Holmér. „Grunsemdimar
gegn PKK eru enn fyrir hendi en ég
vil ítreka að það er stór munur á
hryðjuverkasamtökunum PKK og
öðrum Kúrdum í Svíþjóð.“ Hann sagð-
ist hafa viljað handtaka 50 Kúrda á
dögunum en saksóknarinn hefði að-
eins heimilað handtöku 30 manna.
Væri það eitt dæmið um ágreining
þeirra.
Ríkisstjórnin hefur ekki viljað tjá
sig um afsögn Holmérs að öðru levti
en Wickbom dómsmálaráðherra hefur
hrósað Holmér fyrir störf hans.
Towerskýrslan er nú komin i bókaverslanir í Bandaríkjunum og rennur
hún út eins og heitar lummur. Hafa bóksalar þegar pantað fleiri eintök til
að anna eftirspurn. Simamynd Reuter
Reagan kom-
inn á skrið
á nýjan leik
Ólafur Amarson, DV, New York
Það er greinilegt að Reagan forseti
hefur heldur betur snúið hlutunum sér
í hag eftir ræðu sína í fyrrakvöld.
Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur,
bæði úr hópi repúblikana og demó-
krata, eru sammála um að forsetinn
sé kominn á skrið á nýjan leik þótt
ýmsir demókratar segi að það þurfi
meira en eina ræðu til að snúa hlutun-
um úr því óefni sem þeir voru komnir í.
Það sem meira máli skiptir er að
bandaríska þjóðin hefur tekið mál-
flutningi Reagans opnum örmum. I
gærdag voru símalínumar til Hvíta
hússins rauðglóandi þar sem fólk lýsti
áliti sínu á máli Reagans. í'ljós kom
að 91 prósent þeirra sem hringdu voru
stórhrifnir af ræðu forsetans.
Um síðustu helgi gerði bandaríska
sjónvarpsstöðin CBS skoðanakönnun
þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra
sem spurðir vom voru ánægðir með
Reagan sem forseta en 46 prósent óán-
ægðir. í gær var aftur skoðanakönnun
á vegum sömu sjónvarpsstöðvar. Þar
kom í ljós að 51 prósent voru ánægðir
með störf forsetans en 42 prósent óán-
ægðir. 67 prósent þeirra sem spurðir
vom sögðust sannfærðir um að forset-
anum hefði verið full alvara með það
sem hann sagði í ræðu sinni. Það hef-
ur því enn einu sinni sannast að
Reagan er töframaður í að snúa þjóð-
inni á sitt mál þegar illa horfir.
Reagan forseti er greinilega ákveð-
inn í að halda sínu striki því í gær fór
hann fram á það við bandaríska þing-
ið að 40 núlljónir dollará, sem eftir em
af styrkveitingu til contraskæmliða
frá því á síðasta ári, yrðu afhentar
þeim hið snarasta. Framundan er mik-
il barátta í þinginu um þetta mál þvf
margir demókratar telja að contra-
skæmliðar eigi engan rétt á styrk eftir
það sem gerst hefur. En margir álíta
að forsetinn sé í mjög sterkri stöðu
nú eftir ræðuna á miðvikudagskvöld
og að hann muni hafa sitt fram.
Nauðungaraðgerðum gegn
eyðni hafnað í Danmörku
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahö&u
Michael von Magnus, v'firlæknir
og formaður dönsku heilbrigðis-
stofnunarinnar, segir að Danir hafi
ekki í hyggju að hefja nauðungarað-
gerðir í baráttunni gegn evðni eins
og átt hefur sér stað í Bæjaralandi
í Vestur-Þýskalandi. Þar hefur verið
lagt bann við ráðningu eyðnismit-
aðra hjá hinu opinbera auk þess sem
vændiskonur og sumir hommar
neyðast til að gangast undir evðni-
rannsókn.
Nauðungarráðstafanir hafa einnig
átt sér stað í Belgíu. Þar verða af-
rískir stúdentar að láta rannsaka sig
ef þeir óska eftir áframhaldandi veru
í landinu. I Frakklandi verðm- ungt
fólk að framvísa evðnivottorði áður
en það giftir sig.
Yfirlækninum finnst að þama sé
farið út í öfgar og að slíkar ráðstaf-
anir verði aldrei að vemleika í
Danmörku. Segir hann nauðungar-
ráðstafanir virka í öfuga átt. Allir
hættuhópar fari í felur og verði yfir-
völdum fjandsamlegir. Þar með sé
engin von að ná til þessara hópa.
..Varðandi eyðni em Danir í stórum
dráttum eins og flestar þjóðir. Við
notumst \dð upplýsingar. fræðslu og
ráðgjöf. Flokkun Svía á evðni sem
kynsjúkdómi er ábending.til fólks
um hversu alvarlega j’fimöld líta á
málið. Þetta skref Svdanna þýðir að
þegar fokið er í öll skjól vegna ósam-
vinnuþýðs eyðnisjúklings er hægt
al draga viðkomandi fiiir dómstóla.
Það hefur verið gert einu sinni en
síðan hefur ekkert gerst af því tag-
inu."
NYTT! NYTT! Enn höfum við stækkað JL-matvörumarkaðinn verulega. Nýtt og glæsilegt ávaxta- og grænmetistorg.
Leiðin liggur til okkarí verslunarmiðstöð vesturbæjar. OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 20 LAUGARDAG KL. 9-16. Komiðj sjáið og sannfærist. Verið velkomin.
Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Leikfangadeild 2. hæð Sérverslanir í JL-portinu
JIS
KORT
Munið
bamagæsluna
2. hæð
Hringbraut 121 Sími 10600