Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
5
Stjómmál
„Langt síðan ríkisstjórn
hefur skilað svo vel af sér‘ ‘
sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við setningu landsfundar flokksins
„Loforðalisti ríkisstjómarinnar
var ekki langur. En hann tók til því
viðameiri verkefha. Og það er fagn-
aðar- og ánægjuefhi nú, við lok
kjörtímabilsins, að við getum með
rökum sýnt fram á að í öllum megin
atriðum hafa þau markmið náðst
sem samið var um að stefha að í
byrjun kjörtímabilsins. Það er æði
langt síðan ríkisstjóm hefur skilað
slíkri niðurstöðu," sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks
ins, í setningarræðu á landsfundi
flokksins.
Hann minnti á að verðbólgan var
orðin 130% með yfirvofandi stöðvun
höfuðatvinnuvega þjóðarinnar, enn-
fremur gífurlegan viðskiptahalla og
stöðuga aukningu erlendra skulda.
„Nú, þegar komið er að lokum kjör-
tímabilsins, liggur fyrir sá árangur
að verðbólgan er komin niður í um
það bil 10 af hundraði. Með nokkrum
sanni má segja að þessi árangur sé
forsenda þess að þjóðin geti haldið
áfram á framfarabraut," sagði Þor-
steinn.
„Þó að ekkert annað hefði gerst
undanfarin fjögur ár væri þetta eitt
út af fyrir sig nægjanlegt til þess að
við gætum gengið til kosninga með
málefnalega sterka vígstöðu. Við
heyrum andstæðinga okkar segja:
Þetta var nú auðvelt, það er góðæri
i landinu og þegar sakir em með
þeim hætti gerist það af sjálfu sér
að verðbólga lækkar. Við þetta er
tvennt að athuga:
í fyrsta lagi náðist árangurinn í
baráttu við verðbólguna strax i upp-
hafi kjörtímabilsins, þegar þjóðin
gekk i gegn um einhverja dýpstu
efhahagslægð í þrjá áratugi. Við
sýndum fram á það í kreppu að það
var unnt að ná tökum á þessari al-
varlegu meinsemd. Hitt er svo bæði
satt og rétt að góðæri síðustu tveggja
ára hefur auðveldað okkur að festa
þennan árangur í sessi og ná öðrum
mikilvægum efhahagslegum áform-
Þorsteinn Pálsson þakkar landsfundarfulltrúum góðar undirtektir eftir setningarræðuna.
DV-mynd: GVA
I öðm lagi er rétt að hafa í huga
að upp úr góðæriskaflanum í kring
um 1980 spratt mesta óðaverðbólga
sögunnar, mesta erlenda skuldasöfn-
un sögunnar og mesti viðskiptahalli
sem við höfum glímt við. Stjómar-
stefria þeirra ára var þannig að
þjóðin missti af góðærinu. Bæði Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur
komu þá við sögu. Einmitt þessar
staðreyndir sýna glöggt að það
skiptir máli hvemig á er haldið,
hvaða grundvallarstefnu er fylgt við
stjóm efnahagsmála," sagði formað-
ur Sjálfstæðisflokksins. -HERB
filboð stjómarandstöðunnar:
„Flugeldasýningar“
„Það em ekki einungis málefni
heldur einnig styrkleikahlutföll á Al-
þingi sem ráða því hvaða kostir em
fyrir hendi um stjómarmvndun," sagði
Þorsteinn Pálsson í landsfundarræðu
sinni. „Tilboð stjómarandstöðuflok-
kanna um hina ólíklegustu kosti um
stjómarmyndun em því að meira eða
minna leyti marklausar flugeldasýn-
ingar til þess eins settar á svið að
freista þess að villa um fyrir kjósend-
um.“
Formaðurinn sagði lítið að marka
bónorð Alþýðuflokksins, í ljósi sög-
unnar, og færi svo að hann ynni fylgi
af Sjálfstæðisflokknum væri það með
vissum hætti ávísun á nýja vinstri
stjóm. Þorsteinn sagði lengi hafa ve-
rið mest málefnalegt djúp milli sjálf-
stæðismanna og sósíalista í
Alþýðubandalaginu. Það væri hins
vegar orðið svo utangátta að það verð-
skuldaði ekki lengur að vera höfuð-
andstæðingur Sjálfstæðisflokksins.
„Þannig hefur sú breyting orðið á
að Alþýðuflokkurinn er í raun og vem
orðinn höfuðkeppinautur Sjálfstæðis-
flokksins. Ef til vill má segja að þessi
áherslubreyting beri vott um meiri
þjóðfélagslega samstöðu en áður.
Ahrif öfgaaflanna hafa augljóslega
dvínað,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
-HERB
Ljósvakafrelsið:
Dregið á
Bylgjunni
„Við höfum náð árangri víðar en
á efnahagssviðinu," sagði Þorsteinn
Pálsson í ræðu sinni á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í gær. „Þannig
tókst til dæmis fyrir tæpum tveimur
árum að koma fram á Alþingi nýjum
útvarpslögum.
Þau heimiluðu hinar frjálsu út-
varps- og sjónvarpsstöðvar sem hafa
þegar skapað sér stóran sess í dag-
legu lífi fólks þar sem efni þeirra
næst en stöðvamar teygja nú dreifi-
kerfi sín hröðum skrefum um landið.
Við skulum ekki gleyma því
hvemig afturhaldsöfl í öllum hinum
stjómmálaflokkunum beittu sér
gegn þessu máli. Meira að segja
greiddu einn ráðherra úr samstarfs-
flokknum og formaður þingflokks
hans atkvæði gegn málinu en sjálfur
forsætisráðherra sat hjá.
Alþýðubandalagið var allt á móti
málinu, eins og vænta mátti, en það
vakti meiri furðu að enginn þing-
maður Alþýðuflokksins treysti sér
til að fylgja því. Sjálfstæðisflokkur-
inn einn með stuðningi örfárra
framsóknarmanna og þingmanna
Bandalags jafnaðarmanna kom mál-
inu í gegn.
Það er svo kaldhæðni örlaganna
að frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi skuli
nú dreifa ókeypis happdrættismiðum
í öll hús í kjördæminu og að dregið
skuli í happdrættinu í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni. Fljótt skipast
veður í lofti Alþýðubandalagsins,"
sagði Þorsteinn.
-HERB
AUSTAST
VESTAST
v/STÓRHÖFÐA
v/HRINGBRAUT
Kynning á
STELRAD-miðstöðvarofnum
sem eru
fulllakkaðir
og fallegir.
Kynning á SADOLIN
málningarvörum, m.a.
nýju SADOSOFT málningunni
m/herði, einnig kynning
á viðurkenndu SADOFOS
lím- og þéttiefnunum.
Kynningarafsláttur.
Sérfræðingar á staðnum
VIRKA DAGA,
KL. 10-16
LAUGARDAGA.
x ./
2 góðar
byggingarvöru verslan ir,
austast og vestast í borginni.
Stórhöfða, sími 671100
Hringbraut, simi 28600.