Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987. íþróttir •Clive Wilson. Wilson til Liverpool? Liverpool leitar nú dauðaleit að varamanni lyrir vinstri bakvörð sinn, Jim Beglin, en hann fótbrotn- aði sem kunnugt er fyrir stuttu. Kenny Dalglish fór nýlega ti) Manehester Citv að h'ta á Clive Wilson, bakvörð Manchester, en að sögn var hann ekki of hrifmn af því sem hann sá. Hins vegar mun Wilson enn vera inni í mvnd- inni hjá Liverpoo). -SMJ LeikiðíAþenu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákvað á fundi sínum í Zúrich í gær að úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða skyldi fara fram á ólympíuleikvanginum í Aþenu 13. maí næstkomandi. Áætlað hafði verið að leikurinn færi fram í Rotterdam en vegna öryggisástæðna var hann fluttur til Aþenu. -JKS Áhorfendur trylltust í lokin í Keflavík -þegarÍBKvann UMFN Keflvíkingar sigruðu Njarðvík- inga á heimavelli sínurn í gær- kvöldi með 83 stigum gegn 81. Heimamenn höfðu forystu lengst af en Njarðvíkingar voru hins veg- ar ávallt skammt undan. Þeir börðust enda vel og gáfú lítið eft- ir. Lokamínútumar urðu því æsispennandi og var þá mikill og krappurdans stiginn af báðum lið- um. Raunar var jaíht er venju- bundnum leiktíma lauk. Rétt í þann mtmd er dómarinn blés til leiksloka var hins vegar brotið á Ingólfi Haraldssyni og vann hann því nánast leikinn fyrir Keflvík- inga með því að skora tvívegis úr vítaskotuni. Fögnuði fjölmargra áhorfenda verður vart lýst með orðum. Bestur í liði Keflvíkinga var Gylfi Þórhallsson en hann kom jafnan við sögu þegar mest lá við. Jón Kr. Gíslason lék einnig vel og gladdi áhorfendur með 5 þriggja stiga körfúm. í UMFN-liðinu var Kristinn Ein- arsson bestur. Valur Ingimundar- son hafði sig hins vegar ekki jafnmikið í frammi og oft áður. Þessir skoruðu stigin: •ÍBK: Gylfi 23, Jón KR. 19, Hreinn 15, Guðjón 12, Sigurður 8, Ingólftir 4, Falur 2. •UMFN: Kristinn 21, Valur 18, Jóhannes 12, Ámi 11, Teitur 6, Isak 5, Helgi 4 og Hreiðar 4. -emm/JÖG Moss spáð miklum frama í deildinni - hefur unnið alla æfingaleiki sína Norska 1. deildar liðið Moss er greini- lega í miklum ham þessa dagana. Nú eru knattspymumenn í Noregi í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil. Moss hefur leikið fjöldann allan af æfingaleikjum og undantekningarlaust unnið sigur í þeim. Um daginn vannst 3-0 sigur á Ham Kam og það án þess að Gunnar Gíslason léki með liðinu en hann var þá með landsliði Islands í Kuwait. Þá vann Moss einnig sigur á Lille- ström, 2-0, og Kongsvinger, 6-2, í æfingaleikjum. Þeir sem em spámann- lega vaxnir í Noregi em á einu máli um að liðið eigi eftir að gera stóra hluti á komandi keppnistímabili. Þjálfarinn Nils Ame Eggen hefur fengið að móta liðið eftir sínu höfði. Eggen væntir þess að íslendingurinn sterki, Gunnar Gíslason, eigi eftir leika stórt hlutverk í sókn liðsins að langþráðum meistaratitli. -SMJ „Hætti vegna Jóns Péturs“ - seglr Elías Haraldsson, markvörður Vals „Ég tók þá ákvörðun eftir leikinn á móti Víkingi í íslandsmótinu fyrir 2 til 3 vikum að hætta í markinu hjá Valsmönnum. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun em yfirlýsingar frá Jóni Pétri þjálfara. En þar kennir hann lélegri markvörslu um að Valsliðinu hafi ekki gengið sem skyldi á þessu keppnistímabili. Aðrir leikmenn í • Elias Haraldsson. Valsliðinu em sammála mér um að ekki sé eingöngu hægt að kenna markvörslunni í vetur um hvemig komið er. Það em fleiri þættir sem spila þarna inni í,“ sagði Elías Har- aldsson í samtali við DV í gær. I vetur hefur hann verið aðalmark- vörður Vals í 1. deildinni í handknatt- leik. Hann hefur, eins og fram kom hér að framan, ákveðið að hætta að leika með Valsliðinu sökum yfirlýs- ingar frá þjálfara liðsins. „Þetta var mitt fyrsta keppnistíma- bil sem aðalmarkvörður í meistara- flokki í handknattleik. Og auðvitað þarf lengri aðlögunartíma til að sanna ágæti sitt. Ég hef ekki tekið ákvörðun um að skipta um félag enn sem komið er. Það em ekki eftir nema fjórar umferðir af Islandsmótinu. Og úr því sem komið er verður ákvörðun um félagaskipti að bíða fram á haustið," sagði Elías Haraldsson að lokum. -JKS Menottí hót- aði að skjóta - á áhorfendur í Argentínu Fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, Cesar Menotti, sem nú þjálfar Boca Juniors, hefur lengi þótt bráðlyndur maður og viðskotaillur. Nú í nótt tók hins vegar steininn úr. Knattspymuáhangendur hafa lengi leikið þann leik að æra óstöðugan og það hugðust þeir gera fyrir utan leik- vanginn í La Plata. Menotti var þar nefnilega á ferð með drengina sína, en leikur var fyrir höndum gegn Estu- diantes. Gerðu hópar Estudiantes- aðdáenda hróp að karli og köstuðu að honum pokum fylltum vatni. Hvorki hefur Menotti líkað framkom- an né baðið því hann þreif í næsta mann og rak skammbyssu í kviðinn á honum. Hafði sá gamli síðan í hótun- um og vann sér með því móti greiða leið inn á völlinn. En það eru fleiri skapheitir í Argent- ínu en Menotti. Viðureign Juniors og Estudiantes sem fór fram í nótt var í raun sett á vegna leiks liðanna í nóv- ember en hann var flautaður af í miðju þjarki. Óspektir þóttu þá með alversta móti á áhorfendapöllum. Menotti sem eitt sinni þótti guði næstur í Argentínu hefur ekki átt vin- sældum að fagna eftir ófarir Argent- ínumanna á HM á Spáni árið 1982. Víst er að þær aukast ekki eftir þessa ódrengilegu hótun í nótt. Verður hann að öllum líkindum lögsóttur fyrir þetta nýjasta afrek sitt. -JÖG •Cesar Luis Menotti, fyrrum lands- liðsþjálfari Argentínu, veifaði skamm- byssu á knattspyrnuleik i Argentínu í nótt. •Ólafur Björnsson, sem er líklega betur þekktur sem knattspyrnumaður, skorar hér Dómarar fóru á I - þegar UBK vann nauman sigui „Framarar léku mjög vel í kvöld og hafa líklega ekki leikið betur í vetur. Við náðum okkur hins vegar ekki vel á strik. Við verðum að gera betur ef okkur á að takast að vinna Evrópusæti. Hlutskipti dómara var ekki öfundsvert í þessum leik, þeir gerðu mistök líkt og leikmenn. Þeir réðu þó ekki úrslitum að mínu viti.“ Þetta sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiðabliks, er lið hans hafði lagt Fram- ara að velli með 29 mörkum gegn 27. Leikurinn, sem fór fram í Digranesi, var mjög tvísýnn og jafh. Framarar höfðu þó undirtökin lengst af og var mikill kraftur í liðinu. Leikmenn börðust vel, bæði í sókn og vörn. Gæði handknattleiksins máttu þó víkja fyrir þeim krappa dansi sem bæði lið stigu. Leikmenn gerðu sig seka um röð mistaka en þó voru afglöp dómaranna afdrifaríkari. Sérlega var dómgæsla þeirra slök undir lokin. Á úr- slitastundu var til að mynda dæmd töf á einn Framarann er hann beið merkis til að skjóta úr víti. Framarar trylltust ein- faldlega yfir þessum gemingi dómarans, enda höfðu þeir ekki ástæðu til að tefja. Voru þeir einu marki undir þegar þessi ósköp riðu yfir. Hlupu þeir því fram og aftur um gólfið og báðir dómarar á undan þeim með skottið milli fótanna. Lætin vom þá svo mikil í húsinu að enginn nam mannsins mál fremur en þegar flautað var tfi vítakastsins. í raun má segja að úrslitin í leiknum hafi ráðist þegar þama var komið. Ekkert rættist úr vítakastinu en Blikar settu í þess stað boltann í marknet Framaranna í hraðaupphlaupi sem sigldi í kjölfarið. Þórður Davíðsson lék vel í liði Breiða- bliks í gærkvöldi og Guðmundur Hrafh- kelsson varði með ágætum, eða 14 skot. Aðrir vom hins vegar nokkuð frá sínu besta. Framarar léku flestir vel í gær, sérstak- lega þó Birgir Sigurðsson, sem skoraði meðal annars eitt mark úr innkasti. Þá stóðu þeir sig einnig með prýði Hermann Bjömsson og þjálfarinn Per Skámp. Þessir skomðu mörkin í leiknum: •UBK: Jón Þórir 11/8, Þórður 5, Aðal- steinn og Svavar 3, Björn 3/1, Kristján og Ólafúr 2. •Fram: Birgir 6, Hermann 5, Egill 4, Agnar 4/2, Ragnar og Per 3, Júlíus og ggvi 1. skar Friðbjömsson varði 7 skot og þar Eggert hættur í Halmstad Gunnlaugur A Jónsson, DV, Svíþjóð: Hann reyndist Eggert Guðmundssyni dýr landsleikurinn sem hann lék fyrir ís- lands hönd gegn Skotum þann 28. maí 1985. Hann mætti nefnilega til leiks í óþökk forráðamanna Halmstad og þeir settu hann því úr aðalliði félagsins. Eg- gert hefur alla tíð síðan sótt á brattann hjá Iiðinu, enda er arftaki hans í markinu enginn aúkvisi. Sá hefur nú leikið nokkra landsleiki fyrir Svía og jafnan varið vel. Eggert tók því á það ráð nú nýverið að hætta með Halmstad-liðinu og gera í þess stað samning við fyrstu deildar liðið Trelleborg FF. Eggert hefur þó hvorki æft né leikið með liðinu því hann var skorinn upp á dögunum vegna meiðsla í hné. Hann verð- ur þó góður innan tíðar og þá fer hann beint undir markslána hjá Trelleborg. Nú virðist sem enginn Islendingur muni leika í Allsvenskan á næsta sumri. Þeir verða hins vegar nokkrir í neðri deildun- um. Má þar nefna leikmenn eins og bræðuma Albert og Brynjar Guðmunds- syni og fyrrum landsliðsfyrirliðann Teit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.