Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
Fréttir
Baráttusamtök gegn kynferðisglæpt m í Hlaðvarpanum:
„Dásamlegt
að vera komin
úr felum“
- segir Díana Sigurðardóttir
„Það er dásamlegt að vera komin
úr felum. Mig óraði ekki fyrir að
þetta gengi svona vel,“ sagði Díana
Sigurðardóttir, forystumaður um
stofnun baráttusamtaka gegn kyn-
ferðisglæpum, í samtali við DV í
gærkvöldi. Þá var nýlokið stoíhfundi
samtakanna sem eiga upphaf sitt og
rót í viðtali við Díönu er birtist í
DV fyrir skömmu undir fyrirsögn-
inni „Tugir foreldra í felum með
grátandi böm“. Þar lýsti Díana
átakanlegri lífsreynslu sinni og son-
ar síns er varð fómarlamb kynferðis-
glæpamanns í nýbyggingu við
Fríkirkjuveg í Reykjavík fyrir
tveimur árum. Ódæðismaðurinn hef-
ur aldrei náðst og í viðtalinu við
DV ákallaði Díana aðra foreldra
með svipaða reynslu að veita sér lið-
sinni í baráttunni gegn illvirkjanum
og hans líkum.
Hátt í hundrað manns mættu á
stofnfund samtakanna og tóku fjöl-
margir til máls. Vom lýsingar
margra ræðumanna dapurlegri en
svo að tárum tæki. Á fundinn mætti
einnig Aðalsteinn Sigfússon, sál-
fræðingur hjá bamarvemdamefiid
Félagsmálastofnunar og í máli hans
kom fram að bamavemdamefhd
gæti ekki annað meiru en einu kyn-
ferðisafbrotamáli á mánuði miðað
við núverandi starfslið en þörfin
væri miklu meiri: „Við höfúm
reynslu af bömum allt niður í
þriggja ára aldur sem hafa orðið fyr-
ir kynferðislegu ofbeldi á heimilum
sínum,“ sagði Aðalsteinn.
Nánar verður fjallað um fundinn
og umræður er þar urðu í helgar-
blaði DV á morgun. -EIR
Díana Sigurðardóttir: Loks stuðningur eftir tveggja ára martröð.
Schluter lofar að
leysa nafnamálið
Haukur L. Haukssori, DV, Kaupmannahöfri:
Eftir fund með Poul Schlúter, for-
sætisráðherra Dana, og hádegisverð
hjá Margréti drottningu hélt Stein-
grímur Hermannsson blaðamanna-
fund í Kristjánsborgarhöll sem er
þinghús Dana.
Sýndi erlent fjölmiðlafólk fundi
Steingríms með Gorbatsjov mestan
áhuga. Fullvissaði Steingrímur er-
lenda blaðamenn um að alvara stæði
á bak við umbætur Gorbatsjovs og á
hann að hafa sagt við Steingrím að
brátt yrði meira frjálsræði í Sovétríkj-
unum en í Bandaríkjunum.
Frá viðræðum við Poul Schlúter
hafði Steingrímur það að segja að
engin vandamál væru milli Dana og
íslendinga nema nafnamálið svo-
nefnda sem Schlúter sagðist mundu
reyna að leysa sem skjótast. Nafna-
málið hefur verið leyst í Svíþjóð og
Noregi. Það gengur út á að íslending-
ar búsettir í Danmörku hafa ekki
getað viðhaldið íslenskum nafiiavenj-
um. Hafa því ófáar stúlkur orðið synir
föðurafa sinna í danska nafnakerfinu.
Steingrímur og Schlúter ræddu mik-
ið þróunina í Efiiahagsbandalaginu
og aðildina að Nato, ekki síst í ljósi
þróunarinnar í Sovétríkjunum.
Fiskframleiðslumál, tollar, iðnþróun
og samstarf íslendinga, Grænlendinga
og Færeyinga voru meðal annarra
mála sem Steingrímur og Schlúter
ræddu.
Loks spurði blaðamaður einn hvort
íslendingar væru ekki uggandi vegna
hins mikla fjölda sovéskra sendiráðs-
starfsmanna í Reykjavík meðam
íslendingar hefðu aðeins þrjá í
Moskvu og hvort ekki gætu átt sér
stað njósnir. Sagði Steingrímur að
ekki væri hægt að vita neitt um það.
ísland væri fijálst land og því ekki
hægt að hindra fjölda sendiráðsstarfs-
manna þar sem engin lög væru til þar
að lútandi.
Steingrimur Hermannsson tekur við mótmælaskjali úr höndum Gunnars Guðmundssonar, formanns SÍNE i Kaup-
mannahöfn, á Ráðhústorginu i gær en þar mótmæltu námsmenn hugmyndum um skerðingu námslána.
DV-símamynd Haukur Lárus Hauksson
„Látið ykkur ekki veiða katt“
- sagði Steingnmur við námsmennina á Ráðhústorginu
Haúkur L. Haukssan, DV, Kaupmannahcfn:
Um fimmtíu íslenskir námsmenn í
Kaupmannahöfn söfhuðust saman í
sex stiga frosti á Ráðhústorginu þar í
borg um hádegisbilið í gær. Vildu
námsmenn vekja athygli á kjörum sín-
um þegar Steingrímur Hermannsson
kæmi þangað til hádegisverðar í boði
borgarstjómar Kaupmannahafnar.
Voru íslenskir fánar á lofti ásamt
kröfúspjöldum.
Þegar forsætisráðherra kom á stað-
inn gekk hann rakleitt til námsmanna
og smellti nokkrum myndum af. Eftir
stutt en þægileg orðaskipti var honum
afhent mótmælaskjal þar sem segir:
„Námsmenn í Kaupmannahöfh mót-
mæla fyrir hönd íslenskra námsmanna
erlendis þeirri skerðingu námslána
sem þeir ásamt öðrum íslenskum
námsmönnum hafa orðið að þola á
valdatíma núverandi ríkisstjómar.
Við krefjumst þess af yður að þér í
krafti embættis yðar afléttið tafarlaust
skerðingu þessari og að námsmenn fái
þau lán sem þeim ber samkvæmt lög-
um um námslán og námsstyrki."
„Látið ykkur nú ekki verða kalt.
Við skulum ræða þetta í Jónshúsi í
kvöld,“ sagði Steingrímur og hvarf inn
í ráðhúsið ásamt fylgdarliði.
Lögregla á staðnum hafði á orði að
þetta hefðu verið afar prúðir mótmæl-
endur og athyglisvert hefði verið að
sjá svo háttsettan mann gefa sig hik-
laust á tal við mótmælendur.
Fjölmennur fúndur var síðan hald-
inn í Jónshúsi í gærkvöldi. Sagði
Steingrímur þetta ekki vera kosninga-
fund. Hann væri kominn til að heyra
frá námsmönnum og öðrum hérbú-
andi. Eftir stutta framsögu forsætis-
ráðherra urðu margar fyrirspumir og
nokkrar umræður um lánamál og síð-
an húsnæðis- og skattamál. Var þá
ekki alveg laust við kosningaþef þó
engin loforð hafi verið gefin.
Fulltrúi íslendingafélagsins afhenti
Steingrími kröfuskjal þar sem bent var
á það óréttlæti og að áliti félagsins
brot á mannréttindum að mörg þúsund
íslendingar búsettir erlendis, sérstak-
lega á Norðurlöndum, sem ekki væru
í námi, gætu hvergi kosið til þings.
Sagði forsætisráðherra að ræða yrði
það mál en ekki væri hægt að koma
þvi í gegnum þing fyrir kosningar.
Eftir fundinn leit forsætisráðherra
inn í safn Jóns Sigurðssonar sem er í
Jónshúsi. Koma forsætisráðherra-
hjónin heim í dag ásamt fylgdarliði
sínu.
í Heimsmynd:
Jón Baldvin
er ekki
manneskja
„Jón Baldvin er finn pólitíkus en við og gefúr stjómmálaforingjum
skortir mannkærleik og dómgreind. einkunnir:
Til að skynja að Jón Baldvin er ekki Jón Sigurðsson er rökfastur maður
manneskja verður fólk að komast í sem verður stressaður í samkvæm-
návígi við hann," segir Valgerður um ef einhver talar meira en hann
Bjamadóttir meðal annars í viðtali sjálfiir. Þorsteinn Pálsson er eins og
við tímaritið Heimsmynd er út kem- skilgetið afkvæmi Rotaiy- og Lyons-
ur í dag. Valgerður er nú búsett í hreyfinganna og um hugsanlegt
Brussel ásamt manni sínum Kristó- framboð sitt fyrir Sjálfstæðisflokk-
fer Má Kristinssyni, fyrrum vara- inn á sínum tíma segir Valgerður
þingmanni Bandalags jafiiaðar- að Matthías Johannessen, ritstjóri
manna. Morgunblaðsins, hafi hvatt sig en
1 viðtalinu kemur Valgerður víða Styrmir Gunnarsson latt. -EIR