Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 2
48 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Einkaritari á móti klámi Frá því hefur áður verið sagt á Breiðsíðu DV að ritstjóri tímaritsins Penthouse hafi lagt hart að Fawn Hall að sitja fynr á nektarmynd fyr- ir blaðið. Fyrir utan að vera fönguleg kona þá komst Hall í fréttimar fyrir að aðstoða Oliver North ofursta við að eyðileggja skjöl varðandi írans- hneykslið. Hall var einkaritari ofurstans. Nú eru úrslit í þessu máli ljós. Hall neitaði tímaritinu um mynda- tökuna og bað ritstjórann hvergi að þrífast. Breiðsíðunefndin dáist að staðfestu einkaritarans í þessu máli án þess að mælast þó til þess að kyn- systur hennar fylgi fordæminu. Páskaföndur Páslca.- matur Úrslitakostir í gosdryklqa- stríði Gosdrykkjafyrirtækið Coca-Cola hefur-rekið konu nokkra úr þjónustu sinni eftir að uppvíst varð að hún átti vingott við starfsmann Pepsi- Cola. Þessi fyrirtæki hafa um árabil verið harðir keppinautar og hvergi sést fyrir í samkeppninni. Vinskapur þeirra Amöndu og Dav- íðs Conklin hófst meðan bæði unnu hjá Coca-Cola og héldu honum áfram eftir að Davíð gekk til liðs við Pepsi. Þau gengu þá í heilagt hjónaband og þar með var mælirinn fullur. Yfir- menn Coca-Cola settu Amöndu þrjá kosti. Hún mátti velja milli þess að skilja við mann sinn; telja hann á að snúa aftur; eða segja upp störíúm. Amanda neitaði og var rekin. Amanda höfðaði þá mál á hendur vinnuveitendum sínum og fékk 24 milljónir króna í skaðabætur fyrir brottreksturinn. Mmningasafn háskaleikara Háskaleikarinn Evel Knievel hefur nú í hyggju að láta heimabæ sinn, Buttel í Montana, njóta nokkurs af frægð sinni. Hann hefúr fest kaup á aflögðum skóla þar í bæ og ætlar að setja þar upp safn með munum frá frægðarferli sínum. Knievel hætti háskaleik árið 1975 eftir að hann slasaðist alvarlega. FVægð hans hefur hins vegar haldist óskert því dirfsku hans í leik á mótor- hjólum er enn við brugðið. Svo fór þó fyrir skömmu að maður nokkur veitt- ist að hetjunni á veitingastað, sló til hans og sagði að hann kynni ekki á hjól. Af þessu urðu töluverðar rysk- ingar og er ekki búist við að vininum verði boðið til opnunar Evel Knievel safiisins. Versti ökumaðurinn Karen nokkur Cullen frá Cam- bridge á Englandi hefur verið út- nefrid versti ökumaðurinn þar í landi. Þónokkur hópur manna kom til greina og varð að efna til öku- keppni til að fá skorið úr málinu. Cullen ók spölkom eftir beinum og breiðum vegi. Með í bifreiðinni voru þrír ökukennarar sem allir skipuðu dómnefnd í keppninni. Þeg- ar þeir stigu út úr farartækinu að ökuferðinni lokinni höfðu þeir kom- ist að sameiginlegri niðurstöðu. „Hræðilegt,“ var umsögnin sem Cullen fékk. Sigurlaunin i keppninni eru ókeyp- is ökutímar þar til aksturslagið er orðið svo gott að ekki stafar hætta af. Oliver Stone vekur ótta í Wáll Street Fjármálaspekingar í Wall Street em nú nokkuð uggandi vegna mynd- ar sem Oliver Stone er að gera um líf manna og leiki þar í götunni. Stone þykir næsta hispurslaus í kvikmyndagerðinni og hefur enda hlotið mikið lof fyrir. Hann sópaði að sér óskarsverðlaununum nú fyrir skemmstu og skar þar upp árangur erfiðis síns við gerð Platoon. í myndinni um Wall Street ætlar Stone að fá til liðs við sig menn sem vanir eru kauphallarbraski. Ekki er þó hugmyndin að fá þá til að leggja fé í myndina, því þau mál eru öll á hreinu, heldur eiga kappamir að leika sjálfa sig. Þetta uppátæki er þó ekki svo ótta- legt eitt sér heldur óttast íjármála- menn að Stone fari sem fyrr ómjúkum höndum um viðfangefni sitt og myndin verði síst til að fegra atvinnulíf í Wall Street.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.