Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 3
49 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Kosningamál Nú eru kosningar á næsta leiti eins og að minnsta kosti sá helm- ingur þjóðarinnar veit sem er í framboði og vegna þess að nú eru breyttir tímar hafa menn tekið upp nýjar aðferðir til að ná til kjósenda þótt flestir virðist ætla að syngja sig inn á þing á stórdansleikjum við munnhörpuundirspil og minnir þessi baráttuaðferð á ljóðið um Kristófer kadett í hernum: Og svo verður sungið og spilað á sítar og mandólín tvö. Ó, komdu og höndlaðu Herrann, það hefst klukkan rúmlega sjö. Á þessa stórdansleiki er boðin frí ferð aðra leiðina og á einum þeirra á hljómsveit að spila sem var upp á sitt besta fyrir sjötíu og fimm árum og er eins gott að menn rug- list nú ekki á gamalmennum og sendi vitlausa hljómlistarmenn á þing því að þótt menn hafi ein- hvem tímann komist á toppinn á vinsældalistanum í Bretlandi er ekki víst að það komi almennt að miklu gagni niðri við Austurvöll og kannski einna síst þegar farið væri að ræða hvort afnema skyldi tolla af niðursoðnum kartöflum til verndar þeim bændum sem gætu hugsanlega látið sér detta í hug að koma með dósakartöflur á markað- inn en eins og nú standa sakir finnst mönnum yfirleitt ekki varið í neitt nema það hafi einhvern tím- ann verið vistað í dollu. Það er meira að segja ekkert langt síðan hér var framin hetjudáð í dollu og fór hún þannig fram að útlendingur nokkur, sem keyptur var til landsins af mönnum sem settu hér upp heimilissýningu, klifraði upp á pall sem var mjög hátt uppi og þegar kallinn var bú- inn að koma sér vel fyrir á pallinum kveikti hann í sér. En hetjudáðin var ekki fólgin í því að kveikja í sér, það getur hver sem er gert ef hann er með eldspýt- ur á sér eða kveikjara, hún var fólgin í því að hoppa af pallinum niður í dollu fulla af vatni, sem var fyrir neðan hann, og slökkva þann- ig í sér. - Og hvað ef þú hittir nú ekki á dolluna? var spurt forðum daga. - Þá þætti mér vænt um ef ein- hver hefði tíma til að hringja í slökkviliðið, sagði sá gamli og glotti við tönn. Meðgamla laginu Ekki ætla ég að fara að amast við því þótt menn noti nýjar að- ferðir við öflun atkvæða en samt sem áður sakna ég þess að það skuli sáralítið vera minnst á gömlu góðu baráttumálin eins og herinn og verðbólguna og ef ég hefði farið í framboð eins og konan mín var Háaloft Benédikt Axelsson alltaf að leggja til af því að ég hefði svo lítið vit á öllum sköpuðum hlutum hefði ég sett það á oddinn að herinn æti í fyrsta lagi allt lambakjöt sem til væri í landinu og í öðru lagi eins og helminginn af kartöfluuppskerunni fyrir norð- an. Að öðrum kosti yrði herinn send- ur rakleiðis til Njú Jork og látinn halda þar uppi lögum og óreglu en í þeirri borg mun einn maður vera drepinn á fimm mínútna fresti og er það víst ekki aldeilis alltaf sá sami enda væri hann vafalítið orð- inn í það minnsta dálítið fölur þegar líða tæki á daginn svo ekki sé meira sagt. En þótt lítið sé minnst á blessað- an herinn að þessu sinni gegnir dálítið öðru máli um verðbólguna því að ég las það í blaði um daginn að einhverjum góðum mönnum hefði tekist að koma henni úr hundrað og þrjátíu prósentum og niður í þrettán prósent í Hafnar- firði og vildi ég óska að til væri sá maður sem gæti komið henni niður í þessa tölu hérna í Breiðholtinu því að hér rignir gluggaumslögum ekki síður en annars staðar. Eins og ég gat um í upphafi þátt- arins ætlar helmingur þjóðarinnar að reyna að komast á þing að þessu sinni og hvar i fiokki sem menn standa ætla þeir að stuðla að betra mannlífi og minni mjólkurneyslu auk annarra mála sem telja má til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild og í tilefni af því hvað þetta fólk er í rauninni fallegt og gáfað og með margar ágætar skoðanir, til dæmis á niðurfellingu tekjuskatts og stað- greiðslu hans, legg ég hér með til að þingmönnum verði ekki fjölgað um þrjá í næstu kosningum heldur þrjátíu þúsund. Þá þyrftum við nefnilega ekki að hafa áhyggjur af neinu framar. Kveðja Ben. Ax. MBR F/ViÞú VÍKSÆ.LASTUR. &V£RG.i#_{ M® mm ______________________________________37 Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjaihlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta tnium' við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: Ferðaútvarpstæki með segulbandi frá Radíó- bæ, Armúla 38 (verðmæti kr. 2.860,-), ferðaútvarp frá Radíóbæ (verðmæti kr. 1.595,-) og heymartól frá Radíóbæ (verðmæti kr. 1.295,-). í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 37, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera Svanbjörg H. Jóhannsdóttir, Einholti 8 A, 600 Akureyri (ferðaútvarpstæki, kr. 2.860,-); Sig- ríður Finnbogadóttir, Borgarvík 1, 310 Borgamesi (ferðaút- varp, kr. 1.595,-); Gunnar Öm Haraldsson, Hléskógum 21, 109 Reykjavík (heymartól, kr. 1.295,-). Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.