Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Frá uppboði hjá Sotheby í Lundúnum í haust. Þar seldist verk ettir Rembrandt fyrir metfé. Kaupæði lista- verkasafnara Sólblóm van Goghs. Þetta verk seld- ist á nærri hálfan annan milljarð króna. „Ég þori að veðja að það er hœgt að fá 500 franka fyrir myndina af sólblómunum,“ skrifaði Vincent van Gogh bróður sínum Theo árið 1889. Tæpri öld síðar var þetta sama verk selt fyrir nærri hálfan annan milljarð króna. Þetta gerðist á uppboði hjá Christies í Lundúnum núna þann 30. mars og verðið er það hæsta sem um getur fyrir eitt málverk. Það er að vísu ekki sanngjarn sam- anburður að miða við þessa 500 franka, eða rúmar 3000 krónur, sem van Gogh lét sig dreyma um að fá fyrir verkið en þetta metverð er engu að síður vitnisburður um þá gífur- legu ásókn sem nú er í listaverk frá síðari hluta 19. aldar. Van Gogh kom sjálfur aðeins einu málverki í verð og fékk lítið fyrir. Sólblómin seldi hann ekki þrátt fyrir sanngjarnt verð. Helmingi hærra en reiknað var með Fyrir uppboðið hjá Christies var gert ráð fyrir að þetta fræga verk van Gogh fengist aldrei fyrir minna en 700- 800 milljónir en þegar til kom reyndist verðið vera helmingi hærra. Þegar þessar tölur sjást er von að menn spyrji sig hvort nokkurt lista- verk geti verið svo mikils virði. Sólblóm van Goghs eru að vísu með frægustu málverkum allra tíma og sjálfur er málarinn orðinn að eins konar goðsagnaveru í listinni. Verð svona listaverks verður því ekki metið á mælikvarða venjulegrar íjár- festingar því það er fegurð sem er til sölu. Engu að síður er erfitt að benda á fagurfræðileg rök fyrir því að greiða hálfan annan milljarð fyrir málverk. I jólamánuðinum var málverk eftir Edouard Manet selt á um 430 millj- ónir og þótti firnamikið. Um sama leyti var fyrsta verkið eftir Rembrandt, sem selt hefur verið í 20 ár, selt á um 400 milljónir. Þá eru á þessu ári nokkur dæmi um að mál- verk hafi selst á yfir 100 milljónir. „Kaupendurnir eru ekki að sækjast eftir listinni. Þeir eru að fjárfesta," er haft eftir Sir William Rees-Moog, fyrrum ritstjóra The Times og for- manni British Arts Council. „Sá lærdómur, sem hægt er að draga af þessari verðsprengingu, er að til er fólk sem á meira en nóg af peningum og hefur ekkert betra við þá að gera.“ Richard Feigen, listaverkasali frá New York, tekur í sama streng og segir að „listin sé orðin að fjárfest- ingu“. Undirrótin er sú að auðmenn um víða veröld hafa komist að því að fjárfesting í listaverkum sé ráð til að verjast verðbólgu og verðfalli peninga. Takmarkað framboð Einn af kostunum við fjárfestingu í listaverkum er að framboðið er tak- markað. Það er engin hætta á verðfalli vegna offramboðs. Gömlu meistaramir senda ekki frá sér fleiri verk og á síðustu árum hefur verð á listaverkum hækkað jafnt og þétt. Að vísu er engin trygging fyrir arði af þessari fjárfestingu og mögulegt er að tapa ef menn láta blekkjast til að kaupa léleg verk dýru verði. En á móti kemur að mikill álitsauki felst í því að leggja fé í dýr listaverk. Nú síðustu árin ber mikið á að hópur listaverkasafhara er að stækka. í þennan hóp fagurkera hafa bæst nýríkir Bandaríkjamenn með fullar hendur fjár. Þar ber einnig stöðugt meira á Japönum sem nú kaupa tíunda hvert verk af hinum betri listaverkum. Þá er greinilegt að verðminni list- munir og minjagripir eru einnig að hækka í verði. Þessir munir em keyptir af fólki sem ekki stenst auðkýfingunum snúning en vill samt vera með í listaverkaæðinu. Hins vegar grunar ýmsa reynda lista- verkasafnara, þegar gamlir bangsa' seljast fyrir metfé, að sumir haf meira fé en vit til að nota það. Grunur um verðfall Þá hefur einnig vaknað sá grunui að listaverkaæðið renni senn á enda og fyrir dyrum standi verulegt verð- fall á listmunum. Christopher J. Burge, sem ræður fyrir útibúi Christies í Bandaríkjunum, hefúr Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Viö vekjum þig með hressilegri simhringingu, óskir þú þess. \ HREVFILL7 68 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.