Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 11
LAUGARDAGUR 11. APRlL 1987.
57
Islensk tuitga
Knattspyrnumenn bjarga i horn. Það þýðir ekki það sama og að bjarga fyrir horn.
» # # *
Ég var að aka eftir Lækjargöt-
unni á leið heim til mín eftir að
hafa eytt peningum umfram tekjur
þegar blá rúta stansaði og sturtaði
út nokkrum tugum af bandarískum
ferðamönnum. Þeir lentu á svarta-
sta umferðarbletti bæjarins og
teygðu óttaslegin andlit út á gang-
brautina meðan innfæddir óku
framhjá tám þeirra.
Að lokúm komust allir heilir yfir
götuna, sá síðasti reyndar á mörk-
unum; hann studdist við staf og var
lengur en óþolinmóðir ökumenn
óskuðu.
Ég veit ekki af hverju en alla
leiðina heim söng í höfði mér setn-
ing sem ég asnaðist til að læra utan
að í einhverjum fíflaskap fyrir
nokkrum árum:
„Vegna þess að mannanna hjörtu
gerast köld á þessu kalda íslandi
þá verður vor gamla móðir, jörðin
sjálf, að gefa sig upp í loftið með
eldgangi og gerast að ösku og rigna
svo yfir vor höfuð til vitnisburðar."
Þessi orð voru skrifuð árið 1636
af lögmanni og biskupi í samein-
ingu. Þá hlýtur allt að hafa verið
á hraðri niðurleið í landinu og fólk-
inu um kennt og yfir því vofði
„hirtingarhrís" almættisins.
Lausnin var að sætta sig við orð-
inn hlut og bíða og sjá hvort
almættinu mundi ekki til lengdar
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
leiðast að berja hirtingarhrísi eftir
hrygglengju þjóðarinnar.
Og í bjartsýniskasti hefur ein-
hverjum snillingi dottið í hug að
búa til málsháttinn góða: Öll él
birtir upp um síðir.
Sigurför aids/alnæmis
Um daginn var mér bent á að
einhverjum hefði orðið á í mes-
sunni í útvarpsþætti. Ekki veit ég
á hvaða stöð eða rás það var enda
rennur þetta allt meira og minna
saman í eitt. Ég veit til að mynda
stundum ekki hvort ég er að hlusta
á rás 2 eða Bylgjuna. Nema þegar
þulurinn fer að kynna sjálfan sig
og stöðina sína, sem er alhygli-
svert. Mér sýnist mestallt talað mál
á þessum stöðvum ganga út á að
kynna dagskrárliði og þann sem
talar í hvert sinn.
Nóg um það. Þulur var að kynna
leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? Svo
illa tókst til að kynningin varð eitt-
hvað á þessa leið: Nú er verið að
sýna leikritið Eru tígrisdýr í
Kongó? um eids sem fer sigurför
um Norðurlönd.
Nú hefur þulurinn ábyggilega
ekki ætlað að ræða um sigurför
þessa sjúkdóms þótt auðvitað megi
það til sanns vegar færa að hann
fari frækna fór, séð frá sjónarmiði
hans sjálfs.
Þarna gerir litla tilvísunarfor-
nafnið sem þulinum dálítinn grikk.
Þetta orð er nefnilega þeirrar nátt-
úru að vísa alltaf til næsta orðs á
undan.
Athugum eina setningu: Þetta er
maðurinn sem sparkaði í hundir.n.
Setninguna mætti allt eins búta
sundur og segja: Þetta er maður-
inn. Maðurinn sparkaði í hundinn.
í upphaflegu setningunni stendur
sem fyrir maðurinn og kemur í veg
fyrir endurtekningu þess orðs. Sem
er þvi nokkurs konar staðgengill
fyrir nafnorð.
Vegna þessarar náttúru sinnar
getur sem gert okkur kleift að búa
til endalausa málsgrein. Það eina
sem við þurfum er endalaus tími
og endalaus þolinmæði.
Sjáið bara þetta sýnishorn:
Þetta er konan sem átti köttinn
sem beit hund frystihússtjórans
sem fjárfesti með lækninum sem
hélt við konuna sem átti köttinn
sem beit hund frystihússtjórans
sem fjárfesti með lækninum sem
hélt við konuna...
Þessi málsgrein er reyndar komin
í hring og endar þess vegna aldrei.
Sem sagt: Gætið ykkar á sem
Að bjarga í/fyrir horn
Einhverju sinni var ég að því
spurður hvort væri eðlilegra eða
réttara að segja að bjarga einhverju
fyrir horn eða bjarga einhverju í
horn.
Mér vafðist tungan um höfuðið
og varð svarafátt en ætla nú að
gera ofurlitla tilraun til að bjarga
mér fyrir/í horn
Mín niðurstaða er að upphaflega
hafi þetta verið að bjarga fyrir
horn. Það byggi ég meðal annars
á því að það að bjarga í horn er
notað í íþróttamáli í annarri merk-
ingu heldur en að bjarga fyrir horn.
Að bjarga fyrir horn þýðir að
bjarga einhverju naumlega. Að
bjarga í horn heitir á íþrótta-
mannamáli þegar knattspyrnu-
manni tekst að lauma boltanum
út af og koma þannig í veg fyrir
að andstæðingi takist að skora
mark.
Um þetta hef ég síðan ekki meira
að segja nema að vara lesendur við
niðurstöðunni því það er ekkert
víst að hún sé rétt.
Að svo mæltu kveð ég alla nær
og fjær og vona innilega að allir
hagi sér vel og prúðmannlega um
helgina.
________________________________________ Vísnaþáttur
Skáldið, sonur skáldsins á Sandi
Gömlu hjónin Guðmundur og
Guðrún á Sandi í Aðaldal í S-Þing-
eyjarsýslu urðu þjóðkunn fyrir
skáldskap, gáfur, dugnað og stóran
og efnilegan bamahóp. Mörg barna
þeirra fengust við bókmenntastörf.
Fyrirsögn þessa þáttar á ekki að gera
upp á milli þeirra en hljómur hennar
var of freistandi. Hér verða birt
nokkur kvæði eftir Heiðrek Guð-
mundsson sem lengi starfaði við
verslun á Akureyri. Þau eru öll ort
undir ferskeyttum háttum. Heiðrek-
ur birti fyrstu bók sína 1947 og hefur
verið afkastamikill. Hann er fæddur
1910.
Gætinn maður
Hann forðaðist lífsins umrót allt
og ýfingar manna og þjóða.
Hann vildi láta það vega salt
í veröld, hið illa og góða.
Því friðarslitum hann fyrir kveið
og funandi hatursbáli.
Hans heitasta ósk, að eiga leiö
með öllum í hverju máli.
1 bugðum lá ævibrautin hans,
svo brattinn var ekki að meini.
Hann fór að ráðum hins reynda
manns
og raskaði hvergi steini.
Og alls staðar, þar sem í odda skarst,
hann undan því vék í góðu.
Og stefnulaust þannig stöðugt barst
nær strönd hinnar dökku móðu.
Hann barðist aldrei við elfarflaum
né aflið, sem brýtur veginn.
Að lokum barst hann með lygnum
straum
að landinu hinum megin.
Grafskrift
Látið ei mitt lúna hold
liggja undir steini,
heldur grasi og góðri mold,
grænni björk og reyni.
Sveipið gróinn griðastað
gleymsku, þögn og friði,
þar sem leggur eyrum að
óm frá lækjarniði.
Og að lokum enga grein
um mig þarf að skrifa,
fái hending aðeins ein
eftir mig að lifa.
Út í bláinn
Á bumbusláttinn hef ég hlýtt
og hósíanna þakkargjörð.
En undir sól er ekkert nýtt.
Úr efni kviknar líf á jörð.
Vísnaþáttur
Og þar sem fólkið fálmar blint
og finnur ekki grundvöll neinn,
þið hafið engu hrópi sinnt
frá hjarta þess, er villist einn.
Þið dýrkið það, sem ekki er,
en óttist hitt, sem fram er rétt.
Það fylgir ykkur flóttaher.
Þið flýið undan jafnt og þétt.
En fremur les ég lyng og blóm
við lækjargil í dalnum innst,
en fálma út í auðn og tóm,
hvar enginn neisti af lífi finnst.
Rökkurríma
Títt er skálað, tíma sóað.
Trú er stál og rökin blý.
Þjóðarsálin sefur, þó að
syrti í ál og hrannist ský.
Margur ber í brjósti ótta,
barmar sér og girnist fé.
Þjóðin er á fiakki og flótta
frá því her á landið sté.
Þegar tíðum álfu alla
eitrað strið í merki fól,
milli hlíðahárra fjalla
hér var síðast griðaskjól.
Þjóðin fæddi þúsund munna.
Þó að næddi um kot og ver,
alltaf bræddi blær og sunna
brynjuklæddan vetrarher.
Gömul menning gat hér lifað
Grönduðu henni vopnin beitt.
Samt er enn í sandinn skrifað.
Sagan kennir engum neitt.
Stjórnin rann frá stórum orðum.
Sterkum granna lúta í smán
niðjar manna, er flúðu forðum
frelsisbann og konungs rán.
Valdsmenn gleyma eðli okkar,
er þá dreymir vopn og her.
Vestur í heimi vígabokkar
vefja þeim um fingur sér.
Margur flytur fagrar ræður,
friðarslitum veldur þó.
Firrtir viti berjast bræður,
blóði lita jörð og sjó.
Verðir dotta, dansar trúður,
dyggir vottar standa á önd.
Dúsu totta tæknibrúður.
Tekur í spotta fjarlæg hönd.
Gullið lokkar, sæmdin síður.
Senn er okkar brostin von.
Geyst í flokki gráu ríður
Gissur nokkur Þorvaldsson.
Undirritaður þakkar það sem hér
er í óleyfi tekið, eins og oftast í þess-
um þáttum.
Utanáskrift: Jón úr
Vör,
Fannborg 7, Kópavogi