Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 18
64 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Sérstæö sakamál Flestir hitta einhvern tíma á ævinni einhvern sem þeir dást að, virða eða verða ástfangnir af. Lou Nichols varð afar ástfanginn. Hann var þrjátíu og sex ára og ók lang- ferðabíl og konan sem hann fékk svona mikla ást á var gift atvinnu- rekanda hans og bjó í Leamington, á Englandi. Fyrirtækið sem Lou vann hjá var í eigu Alfreds og Edith Chalmers og það var árið-1982 að Lou réð sig til þeirra til þess að aka langferðabílum þeirra en það leið ekki á löngu þar til hann fékk ást á Edith. Þó var hún íjórtán árum eldri en hann. Lou varð þó strax ljóst að ást hans yrði ekki endurgoldin þar eð hún var gift. Hann hélt því tilfinningum sín- um leyndum. Þurfti allt I einu á aðstoð að halda Tveimur árum eftir að Lou réð sig til starfa hjá Chalmershjónunum varð mikil breyting á. Alfred fékk tvö hjartaáföll árið 1984 og það ár lést hann. Lou Nichols fann til með Ed- ith en þóttist þó viss um að nú kynni ást hans að verða endurgoldin. Allt fram að láti Alfreds hafði Ed- ith tekið fremur lítinn þátt í rekstri fyrirtækisins. Hún hafði annast bréfaskriftir en vissi ekki mikið um daglegan rekstur. Hún þurfti því á hjálp að halda og umfram allt þarfn- aðist hún einhvers sem hún gat treyst svo ekki kæmi til þess að hún yrði féflétt. Lou fannst þetta gott tækifæri fyrir sig og allt frá því í maí 1984 og fram í ágúst 1986 sinnti hann störfum sínum, sem voru mun umfangsmeiri og ábyrgðarmeiri en áður, eins vel og hann gat. Hann fékk ekki stöðuhækkun en auka- greiðsla var ætíð í launaumslaginu. Lou Nichols og Edith Chalmers ræddu oft af miklum hita um rekstur fyrirtækisins á þessum tíma en ætíð fór svo að Lou lét sig. Það varð hann að gera því Edith átti fyrirtækið og hún vildi frekar láta sér verða á mis- tök í rekstrinum vegna eigin ákvarð- ana en annarra. í ágúst í fyrra þóttist hún orðin fullviss um að nú þyrfti hún ekki lengur á hjálp Lous að halda og nú stóð hann uppi atvinnulaus. Umræð- urnar miklu, sem stundum höfðu farið fram um reksturinn, höfðu ekki aðeins vakið bitrar tilfinningar með Lou heldur fannst honum nú sem hann hefði eytt undanförnum árum í ekki neitt. Hann stæði nú þar sem hann hefði verið 1982. Uppsögnina hefði hann þó sennilega getað þolað en það sem hann þoldi ekki var að hann hafði aldrei fengið tækifæri til þess að sýna Edith hverjar tilfinn- ingar hann bar í brjósti til hennar. Hugði á hefnd Næstu daga var Lou í þungum þönkum. Honum var ljóst að draum- ar hans um að hann myndi kvænast þessari fimmtugu konu og eignast helminginn af fyrirtækinu myndu aldrei rætast. Hann hafði reist loft- kastala og nú höfðu þeir hrunið. Hann rifjaði upp öll þau skipti sem hann hafði reynt að fá Edith til þess að fara með sér á krána, í veitinga- hús til að borða eða í dagsferðir út í sveit. Alltaf hafði hún afþakkað boð hans eða vísað hugmyndum hans á bug. Ast hans var því orðin að hatri og það eina sem hann gat loks hugsað um var að hefna sín. Edith Chalmers sat ein að öllu og hann ætlaði að svipta hana því. Hann ætlaði ekki að ræna hana en hann ætlaði að koma í veg fyrir að hún gæti notið ávaxtanna af því sem hann nefndi „starf sitt“. Hann yrði að ráða hana af dögum. Það væri eina leiðin til þess að koma fram hefndum. Lou Nichols og Edith Chalmers. Kastaði sér á hana Lou Nichols ákvað að bíða góðs tækifæris. Hann vissi að föstudaginn 22. ágúst myndi hópur kvenna leigja einn af langferðabílum fyrirtækisins til ferðar frá Wellingborough, þar sem höfuðstöðvar þess voru, til Kings Lynn í Norfolk. Lou bauðst til þess að aka og Edith Chalmers tók boði hans. Þar með hafði hann tekið fyrsta skrefið að því marki sem hann hafði sett sér. Um klukkan sex á fimmtudags- kvöldið, daginn áður en ferðin skyldi farin, gekk Lou Nichols inn á skrif- stofuna hjá Edith en hún sat þá þar og var að telja peninga. Hún leit upp en hélt áfram að telja seðlana. Lou gekk þá aftur fyrir skrifborðið sem hún sat við. Allt í einu kastaði hann sér á hana. Hún barðist fyrir lífinu en var ekki nógu sterk til þess að ráða við hann. Eftir nokkra stund höfnuðu þau á gólfinu og svo settist hann ofan á hana á meðan hann kyrkti hana. Á eftir tók hann líkið og setti það í farangurs- rými langferðabílsins sem nota átti daginn eftir. Ferðin Hann gekk svo aftur inn á skrif- stofuna og tók peningana sem Edith hafði verið að telja. Hann stakk þeim í vasann en gekk svo inn á næstu krá, fékk sér nokkra drykki en fór síðan heim. Klukkan átta næsta morgun var hann kominn til starfa. Allt var eins og það átti að sér að vera. Hann opnaði langferðabílinn, settist inn og ók af stað. Klukkan hálfníu tók hann farþegana og tuttugu mínútum síðar yar hann 'agður af stað til Kings Lynn. Lou Nichols var sá eini sem vissi að með var farþegi sem hvergi var á skrá. Lou var löngu búinn að ákveða hverju hann ætlaði að svara ef lög- reglan stöðvaði bílinn og fyndi líkið af Edith. Þá ætlaði hann að látast vera mjög undrandi. Trúði hann því að það myndi nægja til þess að lög- reglan tryði því að hann gæti engar skýringar gefið á örlögum hennar. Hann gerði sér grein fyrir því að lög- reglan myndi geta komist að því hvenær Edith hefði dáið og þegar það _ kæmi í ljós að hún væri búin að vera látin síðan kvöldið áður ætlaði hann að augljóst virtist að morðinginn hefði falið líkið í farangursgeymsl- unni. Stöðvaði lögreglan hann aftur á móti ekki vissi hann að hann yrði einn með bílinn í fimm tíma áður en hann tæki konumar aftur til heim- ferðar. Þann tíma myndi hann nota til þess að fela líkið. Hann vissi að hinir bílstjórarnir myndu sakna Ed- ith áður en hann kæmi aftur til Wellingborough en vonaðist samt til að það kæmi í sinn hlut að tilkynna lögreglunni hvarf hennar. Ekki um neitt að velja Eftir að hafa skilið við farþegana á aðaltorginu í Kings Lynn ók Lou Nichols út fyrir borgina. Hann hafði haldið að það yrði auðvelt að finna stað þar sem hann gæti falið líkið en reyndist ekki hafa haft rétt fyrir sér. Það er ekki mikið um hæðir og ^öll í Norfolk og þar er ekki mikið um runna og enn færri sveitavegir sem hann gat ekið um í leit sinni. Brátt varð honum ljóst að hann hafði ekki mikinn tíma lengur. Að- eins var klukkustund þar til hann átti að sækja konurnar og það tæki hann að minnsta kosti tuttugu mín- rekandans Kona atvinnu-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.