Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 20
66 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Baby Taeknileg ákvörðun eða ákvörðun sem byggir á siðgæði? Dómur er nú fallinn í undirrétti í Bandaríkjunum í máli því sem venju- lega hefur verið kennt við „Baby M“, barnið sem 29 ára gömul hús- móðir, Mary Beth Whitehead, gekk með fyrir hjónin William og Eliza- beth Stern gegn greiðslu. Var dómurinn á þá leið að Sternhjónin skyldu hafa allan umráðarétt yfir barninu. Mary Beth Whitehead hef- William Stern með Baby M á leið í réttarsalinn í New Jersey. ur þó lýst því yfir að hún muni áfrýja þessum dómi svo ekki er hægt að líta svo á að málið hafi verið til lykta leitt. Óttaðist MS Forsaga þessa máls, sem hefur snú- ist svo mjög um meðgöngumóðurina, eða leigumóðurina eins og hún hefur oftast verið nefnd, Mary Beth White- head, er sú að Sternhjónin langaði til þess að eignast barn. Elizabeth Stern er hins vegar haldin heila- og mænusjúkdómi, MS, og var óttast að meðgangan gæti valdið því að sjúkdómurinn færðist í aukana. Fyrir milligöngu lögfræðings, No- els Keane, sem starfar í Dearborn, í Michiganfylki, gerðu Sternhjónin svo samning við Mary Beth White- head um að ganga með barn eftir að hafa gengist undir gervifrjóvgun með sæði Williams Stern. Skyldi leigu- móðirin fá tíu þúsund dali (um 400.000 krónur) fyrir. Þegar barnið fæddist vildi Mary Beth hins vegar ekki standa við samninginn og neitaði bæði að af- henda barnið og taka við greiðsl- unni. í framhaldi af þvi hófust svo málaferli. Lögfræðingur sem á annríkt Nýlega fór bandaríski rithöfundur- inn Anne Taylor Fleming, en hún býr í Los Angeles, til Dearborn í Michigan til þess að kynna sér starf- semi lögfræðingsins sem samninginn gerði í þessu margumtalaða máli en hann gerir fátt annað um þessar mundir en að ganga frá samningum hliðstæðum þeim sem Sternhjónin gerðu við Mary Beth Whitehead. Áður hafði Anne Taylor Fleming kynnt sér málavöxtu og hún hefur einnig fylgst með málaferlum í New Jersey. Anne Taylor segir meðal annars í upphafi frásagnar sinnar: „Laugar- daginn fyrir síðustu viku réttar- haldanna í Baby M-málinu í New Jersey fór ég á skrifstofu Noels Ke- ane. Hjá honum var nóg að gera en skrifstofur hans eru á tveimur hæð- um í Dearborn í Michiganfylki. Þarna voru margar konur sem voru að leita eftir því að gera samning um að ganga með börn fyrir aðra og þarna voru líka mörg snyrtilega klædd hjón frá ýmsum stöðum í landinu, þar á meðal bæði New York og Texas. Hverjum hjónum var feng- ið herbergi en síðar voru leigumæð- urnar tilvonandi leiddar fyrir hjónin til þess að leggja fyrir þau einhvers konar sönnun fyrir frjósemi sinni, oft börn sín. „Gerum þetta fyrir peningana" Eg virti þær fyrir mér þessar ungu konur sem höfðu klæðst sínu besta til að auka á samningslíkurnar. Þær komu annaðhvort glaðar úr við- tölunum eða niðurdregnar, allt eftir því hvort samningar höfðu tekist eða ekki. Með þeim sumum voru eigin- menn þeirra eða vinir og reyndu að lífga þær upp ef erfiðlega gekk fyrir þær að ná samningum. „Sjáið hana bara,“ sagði ungur maður um vinkonu sína og barns- móður sem var þarna með átta mánaða gamalt barn þeirra. Þau voru ekki gift. „Maginn á henni var flatur daginn sem hún fór af spítalan- um og það eru ekki einu sinni ör á henni. Ég mun sjá um hana þegar hún verður ólétt aftur en barnið skiptir alls engu. Þetta er eins og að horfa á bíl einhvers í níu mánuði. Þetta eru líka viðskipti. Og þannig lítum við á það. Við gerum þetta fyr- ir peningana." Tveggja barna móðir Þótt sumum kvennanna gengi erf- iðlega að gera samning þennan morgun þá var þarna ein kona sem virtist geta gert sér góðar vonir um að ná samningi. Það var eins og all- ir fyndu það á sér þegar hún kom. Það var Lisa Spoor, tuttugu og fjög- urra ára og tveggja barna móðir en fráskilin. Hún er dóttir lögfræðings og vinnur sem þjónustustúlka í veit- ingahúsi og hefur aðeins átta þúsund dali á ári ,(um 320.000 krónur). Hún vill fá tíu þúsund dali fyrir að ganga með barn svo hún geti sent börnin sín tvö í einkaskóla. Það leið ekki á löngu þar til hjón frá New York, Gregory og Kathleen Zaccaria, sem hafa um hundrað þús- und dali í tekjur samanlagt á ári (um 4 milljónir króna) gerðu samning við Lisu Spoor sem fær nú umrædda upphæð og fimm þúsund dali (um 200.000 krónur) að auki til að standa straum af tryggingakostnaði, lækn- isskoðunum og tækifærisfötum. Nokkur önnur samningsatriði Samningurinn kveður meðal ann- ars svo á að komi fram erfðagallar hjá barninu teljist ábyrgðin föðurins. Þá komust Lísa og Zaccariahjónin að samkomulagi um að Lísa mætti láta fara fram fóstureyðingu ef með- ganga væri talin stofna lífi hennar í hættu eða ljóst þætti að fóstrið væri vanskapað. „Ég lendi ekki í neinum vandræð- um,“ sagði Lísa Spoor við mig. „Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir pen- ingana en einnig til að hjálpa öðrum. Ég verð bara ekki hjá barninu eftir fæðinguna því það er þá sem bönd móður og barns verða til og ég vil ekki slík tengsli.“ „Ég mun aldrei reyna að halda barninu,“ sögðu sumar af leigumæðrunum tilvonandi þennan morgun í skrif- stofu Noels Keane sem hafði á síðasta ári sex hundruð þúsund dali í tekjur (um 24 milljónir króna).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.