Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Síða 21
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 67 Ástæðan fyrir þessum ummælum kvennanna eru að sjálfsögðu mála- ferlin umtöluðu sem fylgdu í kjölfar þeirrar ákvörðunar Mary Beth Whitehead að neita að afhenda barn- ið sem hún hafði tekið að sér að ganga með fyrir Sternhjónin. „Þessi kona vekur hjá mér fyrir- litningu," sagði ein leigumæðranna tilvonandi við mig um Mary Beth Whitehead. „Hún hefði aldrei átt að koma hingað.“ Flestir munu geta verið þessu sam- mála eftir það sem síðan hefur gerst. Á hverju byggði dómarinn? Þegar Mary Beth Whitehead gerði samninginn við Sternhjónin var hún tveggja barna móðir og kvaðst viss um að hún vildi ekki eignast fleiri börn. Reyndar hafði hún íhugað að gangást undir ófrjósemisaðgerð en þótti hún of mikil og varð það til þess að maður hennar gekk undir slíka aðgerð í hennar stað. Hún lofaði að binda engin tengsl við barnið og þar á meðal að hafa það ekki á brjósti. Skyldi það þegar afhent Sternhjónunum. í réttarsalnum var lífsmáti White- headhjónanna og Sternhjónanna rakinn enda var dómarinn, Harvey R. Sorkow, að afla upplýsinga sem gerðu honum kleift að dæma í málinu í samræmi við lög þau sem við eiga í slíkum tilvikum en þau kveða á um að það sé framtíð og velferð barnsins sem mestu skipti. Erfiðleikar í hjónabandi Whiteheadhjónanna Þannig kom fram í réttarsalnum að eiginmaður Mary Beth White- head hafði átt við drykkjuvandamál að glíma og hafði haldist illa á vinnu. Þá áttu hjónin við fjárhagsvanda að stríða. Einnig taldi Sorkow dómari hafa komið fram að Mary Beth væri gjörn á að reyna að stjórna gerðum ann- arra og væri hún bæði hvatvís og eigingjörn og skorti samúð. I réttarsalnum kom einnig fram að þegar barnið, sem málaferlin snúast um, var fætt og Mary Beth hafði ákveðið að afhenda það ekki tóku þau hjón sig upp eftir að eigin- maðurinn hafði sagt upp vinnu sinni og fóru með börn sín til Flórída þar sem þau földu sig fyrir vörðum lag- anna í næstum þrjá mánuði. Þessi flótti hefur verið túlkaður á tvennan hátt. Annars vegar sem ábyrgðarleysi og tilraun til þess að koma sér undan þeirri ábyrgð sem Mary Beth axlaði með gerð samn- ingsins við Sternhjónin og hins vegar sem skiljanleg viðbrögð móður sem getur ekki hugsað sér að sjá af barn- inu sem hún hefur gengið með. Fórnfýsi eða ...? Síðar í frásögn sinni segir Anne Taylor Fleming: „Þegar ég heyrði fyrst um leigumæður seint á áttunda áratugnum fannst mér um að ræða fallega gjörð og jafnvel göfuga. Þetta væri aðstoð einnar konu við aðra og við nánari íhugun sennilega mesta fórnfýsi sem hægt væri að hugsa sér. Þá áttu margar konur í erfiðleikum með að eignast börn og þá var líka orðið erfitt að fmna börn sem hægt var að ættleiða. Einmanaleikinn sem fylgdi og eiginmenn sem vildu verða feður leiddu svo til hugmyndarinnar um að fá aðra konu lánaða til þess að gera það sem eiginkonan gat ekki gert. Nú hafa margar og erfiðar spurn- ingar sótt að fólki um leigumæður en þær spurningar sem konur, sem við sögu koma, þurfa að svara eru þessar: Gæti ég gert þetta? Gæti ég gengið með barn og látið það svo frá mér? Gæti ég borgað einhverri konu fyrir að ganga með barn fyrir mig og svo alið það upp sem mitt eigið? En hvers vegna hafa þessar spurn- ingar orðið svo ásæknar á síðustu árum? Ef til vill er um að ræða það sem við gætum nefnt persónulegu hliðina á kjarnorkuvopnavandamál- inu. Eru tengsl eða skyldleiki á milli ópersónulegrar þungunar og óper- sónulegrar eyðileggingar? Tilfinningarnar sem Baby M-málið hefur vakið eru svo sterkar að það er eins og þær tengist einhverri ógn við lífið sem við þykjumst skynja; Noel Keane. tilfinningu um að við séum komin að hættulegum landamærum ef við höfum þá ekki þegar stigið yfir þau og kunnum ekki að rata til baka; tilfinningu um að við höfum storkað örlögunum eða guðunum og verðum látin gjalda fyrir. Og faðirinn ] öllu þessu máli hefur umræðan mjög snúist um Elizabeth Stern ann- ars vegar og ástæðuna til þess að hún treysti sér ekki til að ganga með barn og Mary Beth Whithead hins vegar sem vildi ekki láta frá sér barn- ið sem hún hafði tekið að sér að ganga með. Faðirinn, William Stern, hefur aftur á móti orðið mikið út undan í umfjölluninni. Mary Beth hefur talað heldur leið- inlega um hann og meðal annars nefnt hann „herra Sæði“. Þá gekk hún svo langt að láta skíra barnið og fékk það eftirnafn manns hennar, Whitehead. Ég hef heyrt William Stern ásakað- an um ýmislegt slæmt en hann virðist vera ljúfasti maður og hefur oftar en einu sinni farið að gráta þegar hann hefur hugsað til þess að hann kynni að missa dóttur sína í hendur leigu- móðurinni." Anne Taylor Fleming bendir svo á hefðbundna túlkun á sambandi móður og barns sem skýr- ingu á því hve lítið hefur verið um William Stern og tilfinningar hans og afstöðu fjallað. Spurning um siðgæði I lok greinar sinnar segir Anne Taylor: „Ég hef ekki eignast barn og get því aðeins ímyndað mér þann missi sem Mary Beth Whitehead kann að verða fyrir missi hún yfir- ráðaréttinn yfir barninu. Ég hef að visu heyrt meirihluta þeirra leigu- mæðra sem ég hef rætt við segja að þær hafi ekki saknað barnanna. Því get ég þó ekki trúað. Ég get heldur ekki ímyndað mér að konur í minni aðstöðu sem hagnýta sér leigumæður finnist það þægilegt. Konur sem eiga í erfiðleikum með að ala börn geta ekki litið á það sem tæknilega á- kvörðun að eignast barn heldur verða þær að líta á siðgæðishliðina. Ég hef því komist að þeirri niður- stöðu að ég myndi ekki leita til leigumóður. Og meira um tengsl móður og barns Undir lok réttarhaldanna kom í vitpastúkuna læknir sem hefur haft með ættleiðingar að gera árum sam- an. Hann lýsti yfir því að engin kona gæti með réttu gefið samþykki sitt til þess að láta af hendi barn sitt fyrr en eftir fæðinguna. Stundum kæmi það fyrir að móðirin tengdist því svo sterkum böndum er það væri komið í heiminn að hún gæti ekki hugsað sér að sjá af því. Ætla mætti að besta leiðin fram hjá þessum vanda væri sú að deyfa leigumóðurina og taka síðan barnið frá henni áður en hún sér það. Væri það mannlegra? Hefði það komið í veg fyrir að Mary Beth Whitehead hefði staðið frammi fyrir þeim vanda sem hún varð að horfast í augu við? Hefði hún verið sofandi þegar hún ól Baby M og hefði hún ekki haft stúlkubarnið á brjósti hefði hún þá staðið við loforð sitt við Sternhjónin og hefði þá ekki komið til málaferla? Enginn getur svarað þeirri spurn- ingu. Það er hins vegar ljóst að leigumeðganga er ekki fyrir konur sem geta tekið upp á því að láta sér þykja vænt um börnin sín." Áfrýjun Fyrsti leigumóðursamningurinn í Bandaríkjunum var undirritaður árið 1976 og síðan hafa um 500 börn fæðst á sama hátt og Baby M. Engar reglur hafa þó verið settar í fylkjum landsins um slíka samninga. Urskurðurinn, sem kveðinn var upp í New Jersey, er þó ekki síðasta orðið í þessu máli og því verður að bíða eftir niðurstöðu í áfrýjunarrétti geri Mary Beth Whitehead alvöru úr því að halda málaferlunum áfram. En hver sem niðurstaðan verður hafa málaferlin orðið til að vekja mikla athygli og umfjöllun um leigu- móðurhlutverkið. Þýð. ÁSG. Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni SjátfstæðismenrL, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga kl 09.00-22.00. DREGIÐ 24. APRÍL 1987 vinningar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar 20 húsbúnaðarvinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.